Vísir - 03.10.1961, Page 16

Vísir - 03.10.1961, Page 16
VÍSIR Þriðjudagur 3. október 1961 Senn dregur að hinni miklu háskólahátíð og vígslu mesta samkomuhúss landsins, Háskólabíós. Þar er unnið af kappi við að ljúka við smíði hússins. í gærkvöldá var framhlið bíósins uppljómuð, og kveikt á „stjörnunum“ í framhliðinni. Er bíóið til að sjá eins og ævintýraborg. Ljósmjmdari blaðsins I.M. tók myndina laust fyrir klukkan 11 í gærkvöldi, af sjálfu Hagatorgi. Styrjðld háð S-Vietnam. Æiökiwt ekki lenyur ú sktuM'uh emuðtwrsíifj i. Við setningu þingsins í Suður-Vietnam í fyrradag sagði Ngo Dinh Diem forseti, að ekki væri lengur um skæru- hernað kommúnista að ræða í Suður-Vietnam, heldur væri styrjöld háð í lýðveldinu, og væru það heilar hersveitir, sem kommúnistar réðu þar yfir. Blaðafulltrúi utanríkisráðu- neytisins í Washington, Josep W. Reap, hefur lýst það skoð- un utanríkisráðuneytisins, að það sé sammála Diem. Hann tók fram, að Bandaríkjastjórn hafi ávallt litið á aðfarir kofnmúnista í Suður-Vietnam sem ofbeldisárásir. Hann tók fram að ekkert hefði gerzt, sem breytti ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að styðja frelsi og sjálfstæði Suður-Vietnam og hina löglegu stjórn, er þar fer með völd. Reap kvað auknar ráðstaf- anir gerðar til þess að gera Vietnamhernum kleift að verja landið, bæði efnahagslega og hernaðarlega, og væri þar farið að tillögum Lyndon B. Johnsons varaforseia, sem heimsótti Saigon í Suðaustur- Asíuför sinni. Syrland hluflaust* MÞjóðnýjit iyrirtœki fii- ur sleppt úr haldi. Þeir eru um 3000 talsins. hent fyrri eiyendum- Kuzbari forsætisráðherra tóku trúanlega yfirlýsingu byltingarstjórnarinnar 1 Sýrlandi ræddi í gærkvöldi viS erlenda fréttamenn í fyrsta skipti eftir að bylt- ingin hófst. Sannfærðust fréttamennirnir um, að byltingin hefði verið nær blóðsúthellingalaus, og forsætisráðherrans í því efni, þar sem þeir urðu einskis varir er staðfesti, að Kairofréttir um ólgu í landinu og jafnvel bar- daga, hefðu við neitt að styðjast. Kuzbari lýsti yfir eftir- farandi: Dagblaðið Vísi vantar eldri mann til að vinna að útbreyðslu blaðs- ins í Hlíðarhverfi. — Upp- lýsingar í síma 11660. Dagblaðið Vísi vantar sendisveina, allan eða hálfan daginn. Sími 11660. Að eins einn maður beið bana í byltingunni og 2 særðust. Sýrland mun fylgja þeirri stefnu að gerast ekki aðili að'ríkjasamtökum, er skipta þjóðum í andstæðar fylking- ar. Fyrirtæki félaga og ein- staklinga, scm tekin hafa verið til þjóðnýtingar, verða afhent fyrri eigendum. Það yrði of mikil röskun, að breyta áætlun varðandi jarðeignir og landbúnað og verður því stutt áfram að sömu umbótastefnu. Pólitískum föngum verð- Serraj fyrrv. varaforseti og yfirmaður lögreglunnar var handtekinn vegna öryggis hans sjálfs. Hann er sakaður um harðneskju og kúgun í embætt- isrekstri sínum. Sýrlendingar vilja gott sam- Frh. á 7. s. Drengiir hlýtur slæmt fétbrot. Á LAUGARDAGINN var, um klukkan 13,45 varð bílslys uppi í Barmahlíð, á móts við númer 47. Var fólksbíll á leið upp göt- una, er slysið varð. Lítill drengur, Björn Torfi Hauksson, Barmahlíð 48, varð fyrir bílnum og hlaut mjög slæmt fótbrot. Er hann aðeins 4 ára gamall og er nú rúmliggj- andi vestur á Landakotsspítala. Rannsóknarlögreglan beinir þeim tilmælum til þeirra er kynnu að hafa séð aðdraganda þessa slyss, að koma til viðtals. Upplýsingar um þetta atriði eru ákaflega mikilvægar í sam- bandi við rannsókn málsins. IVIyndsjáin á morgun Á morgun birtast myndir af íslenzku vetrartízkunni á tveimur síðum. Stúlkan hér er ungfrú Guðrún Björnsdóttir og kápan er tweedkápa úr Markaðnum. „Félagiö" kaupir hús. Félagsprentsmiðjan hefur ný- lega keypt húseignina Spítala- stíg 10, þar sem skógerð var áður til húsa. Er í ráði að prentsmiðjan flytji með allan rekstur sinn upp á Spítalastíg úr núverandi húsakynnum sínum í Ingólfs- stræti. Um flutninga mun þó ekki verða að ræða fyrr en á næsta ári.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.