Tölvumál - 01.01.1978, Qupperneq 3
TÖLVUMÁL
3
DRÖG AÐ íSLENZKUM STÖÐLUM FYRIR 7-BITA KÖDA. 8-BITA
EBCDID KÖDA OG GAGNASKRÁNINGARBORÐ
INNGANGUR
Á s.l. vori var ákveðið að Skýrslutæknifélagið gengist
fyrir hópstarfi sem miðaði að því að samræma kódun gagna
og lyklaborð, þ.e. miðað við séríslenzkar þarfir.
öhætt er að segja að starfið hafi gengið vel til þessa
og vill Skýrslutæknifélagið þakka þeim sem hlut hafa átt
að máli.
Samstarfshópurinn ákvað fljótlega að það væru einkum þrjú
svið sem vinna þyrfti að í þessum umgangi, þ.e.:
1. 7-bita kódanum,
2. 8-bita EBCDIC kódanum og
3. Gagnaskráningarborðinu.
Settir voru á laggirnar þrír undirhópar og starfaði hver
hópur að einu ofangreindra verkefna.
Undirhóparnir hafa nú skilað af sér tillögum og samstarfs-
hópurinn í heild samþykkt þær án ágreinings.
Á félagsfundi 14. febrúar næstkomandi er ætlunin að Skýrslu-
tæknifélagið taki afstöðu til tillagnanna og þá jafnframt
hvort félagið mæli með því við Iðnþróunarstofnun Islands
hvort einhverjar tillögurnar skuli skoða sem tillögu að
íslenzkum staðli.
Því þykir rétt að birta félagsmönnum tillögurnar eins og
þær liggja nú fyrir, þannig að næði gefist til að íhuga
þær fyrir febrúarfundinn.
ALMENNT UM TILLÖGURNAR
Svo vill til, að þarfir okkar vegna séríslenzku stafanna
eru langt frá því að vera einstakar. Reyndar munu öll
lönd í Evrópu hafa einhverjar sérþarfir um stafi^umfram
enska stafrófið. Því er í alþjóðlegum stöðlum nú tekið
tillit til þjóðlegra sérþarfa.
Nauðsynlegt og sjálfsagt er, að halda sér við alþjóðlegu
staðlana svo sem auðið er. Var ákveðið að alþjóðlegu
staðlarnir skyldu vera útgangspunktar, þar sem þeir eru
til.
TILLAGA AB 7-BITA STAÐLI
ISO (International Organization for Standardization) staðall
nr. 646 heitir "7-bit coded character set for information
processing interchange". (Staðallinn liggur frammi á bóka-
safni Iðnþróunarstofnunar íslands). Staðall þessi er^almennt
viðtekinn og hentar okkur prýðilega að því leyti að í honum
eru 10 sæti fyrir sérþjóðlega stafi. Þar getum við sett Ð,
ð, Þ, þ, Æ, æ, Ö, ö, 'og '. Tvö síðustu táknin eru broddar
yfir stóran staf annarsvegar og lítinn hinsvegar. Með tákn-
rófinu sem þá myndast er unnt að rita nútímaíslenzku hnökra-
laust.