Vísir - 09.10.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 09.10.1961, Blaðsíða 4
4 V í S I R ivranucragur u. cjkiouei *fbvik Weiska hefur ávaSlt verið lifandi mál. I flokki hinna erlendu gesta, sem hingað komu í boði Háskóla íslands til þátttöku í 50 ára minningarhátíðahöldun- um, er Gwyn Jones há- skólakennari frá Wales, kennari í íslenzkri tungu og fornbókmenntum við Wales-háskóla. Eg ræddi við hann stutta stund s.l. laugardag. fjöldinn í öllum deilunum er nú um 7000. — Og flestir frá Wales? — Á að gizka um 60 af hundraði, 25% frá Englandi og Skotlandi, 10% frá ýmsum löndum, Bandaríkjunum, Evr- ópulöndum ýmsum, m. a. frá Norðurlöndum, og raunar úr öllum áttum. — Þér minntust á Norður- landastúdenta, sem stundað hafa nám við Wales-háskóla. Hafa nokkrir fslendingar stund- að nám í honum? annars verið spáð í meira en 400 ár, að welsk tunga mundi deyja út, en hún lifir enn býsna góðu lífi meðal allstórs hluta þjóðarinnar; — Er hún útbreiddust í sveit- unum? — Hún er líka útbreidd í bæjunum, svo sem í Glanorgan, þéttbyggðasta hluta Wales, meðal alls almennings, í iðnað- ar og námubæjum, og því út- breiddari sem vestar dregur og þar í mestum blóma. — Fréttablöð og tímarit koma að sjálfsögðu út á welsku. — Aðalfréttablöðin á welsku eru tvö, en ég minnist þess nú, að blöð eru hlutfallslega miklu færri en hjá ykkur. Aðal tíma- ritin eru 3, en fjölda mörg minni. Framh á 5 sííln er við Gwyn Jones prófessor við Walesháskóla. Bar fyrst á góma ferð hans hingað til lands. — Eg er þakklátur fyrir hið góða og virðulega boð Háskól- ans að koma hingað á 50 ára afmæli Háskólans, sagði hann. — Mér var það sérstakt gleði- efni, að koma á þessum merku tímamótum í sögu hans, en það hefir raunar ávallt verið mér til hinnar mestu gleði og gagns, að koma hingað. — Hve oft hafið þér komið hingað? — Þetta er fimmta íslands- ferðin. Eg kom hingað fyrst 1948, síðan 1951, 1952, 1956 og svo nú. Eg hefi komið til þess að fræðast og kynnast landinu og þjóðinni og hefir farið víða um land, kynnzt því mæta vel og eignazt fjölda vina og kunn ingja, sem ávallt taka mér opn- um örmum og greiða götu mína. — En þér hafið líka komið hingað ekki eingöngu til þess að fræðast heldur líka til að fræða. — Já, eg hefi haldið fyrir- lestra hér við Háskólann um Wales, m. a. um menningu þar á miðöldum. — Að þessu sinni hefir frá- leitt gefizt tækifæri til ferða um landið, þar sem viðdvölin er aðeins nokkrir dagar. — Til þess hefir ekki verið tími, en eg gat þó skroppið til Borgarness til þess að heim- sækja vini. — Vinsamlegast segið mér dálítið frá háskóla yðar lésend- um blaðs míns til fróðleiks. — í Wales er einn háskóli, sem starfar í fjórum deildum á fiórum stöðum í landinu: Aber- ystwyth, Cardiff, Bangor og Swansea. Elzta háskóladeildin tcollege) er í Aberystwyth og kenni ég við hana. Stúdenta- — Ekki svo ég muni. All- margir sænskir stúdentar hafa verið í honum við nám, og nokkrir Finnar og Danir, en ekki Norðmenn og íslendingar, svo ég muni. Ef islenzkir stúd- entar legðu léið sína þangað myndu þeir komast að raun um, að þeir væru þar velkomn- ir. — Eruð þér eini kennarinn í Wales-háskóla, sem kennir ís- lenzku? — Nei, ég vil nefna annan mann og mér fremri, Slay há- skólakennara, víðkunnan fræði mann og ekki sízt fyrir útgáfur sínar á forn-íslenzkum verkum. — Um það bil hve stór hluti welsku þjóðarinnar maelir á w$lska tungu? — Ég get ekki haft yfir ná- kvæmar tölur. Manntal, sem tekið er á 10 ára fresti, er ný- lega um garð gengið, og ekki búið að vinna úr því, en miðað við það, sem í ljós kom eftir manntalið 1950, tel eg líklegt, að um 650.000 Walesbúa tali welsku. — Og íbúatalan er nú? — Sennilega 2.5 milljónir. Ég geri ráð fyrir, að welsku- mælandi íbúum kunni að hafa fækkað dálítið? — Öfl að verki, sem því valda? — Sterk öfl eins og augljóst má vera vegna nútímaskilyrða. En svo eru líka sterk öfl, sem halda í henni lífinu. Við eigum welskar bókmenntir frá því á 9. öld og höfum ávallt átt. Welskir höfundar skrifa ýmist á welsku eða ensku. Fjöldi bóka kemur út á welsku: þjóðlög og þjóðkvæði og vísur lifa góðu lífi meðal welskumælandi manna og mikið sungin. Svo mætti lengi telja. Því hefur HJÓLSJÁII%' markar tímamót fyrir bifreiðaeigendur. I1JÓLSJÁII% stillir stýrisgang bifreiðarinnar. HJÓLSJÁIIS eykur aksturshæfni bifreiðarinnar. II JÓLSJÁIi^ veitir öryggi í akstri. IIJÓLSJÁIK minnkar hjólbarðaslit. BEJÓL'SJÁIIS er vísindalegt afrek í bílaiðnaðinum. ALLAR NfJAR bifreiðar frá FORD-umboði SVEINS EGILSSON- AR H.F. verða afhentar stilltar eftir Hjólsjánni. BIFREIÐAEIGENDUR! Dragið ekki að panta tíma fyrir bifreiðina. FORD-umboðið Sveinn Egilsson h.f. Laugavegi 105.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.