Vísir - 09.10.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 09.10.1961, Blaðsíða 9
'Mánudagur i,. október 1961 V f S I R 9 Fyrir austan njdta þeir bara sælunnar! t Komið að járntjaldinu á nokkrum Berlín, 18. sept. Fyrir fáeinum dögum komu óvenjulegir gestir á fund landamæravarða þeirra, sem hafa bæki- stöð sína við Liibeck, Hansaborgina fornu, og hafa eftirlit með mörk- unum milli sambands- lýðveldisins þýzka og hernámssvæðis sovét- stjórnarinnar í Austur- Þýzkalandi, en mörkin liggja þarna svo að segja um úthverfi borg- arinnar. Komumenn voru Indverj- ar, sem verið höfðu gestir austur-þýzkra kommúnista. Indverjarnir voru að vísu ekki kommúnistar, en þeir höfðu fengið ærlegan skammt, af kommúnista- áróðri fyrir austan járntjald- ið, og nú ætluðu þeir að fá endanlega sönnun fyrir því, sem þeim hafði verið sagt hjá viðhlæjendunum austan járntjaldsins. ★• Indverjum hafði t. d. ver- ið sagt frá miklum og marg- víslegum viðbúnaði, sem við hafður væri til að koma í veg fyrir, að menn gætu farið austur yfir mörkin, komizt úr kvalræði kapitalismans og 1 sæluríki sósíalismans. Nú voru Indverjarnir að hefja heimförina og þeir ætluðu að ganga úr skugga um það í upphafi hennar, hvort vestanmenn þyrðu að leyfa þeim að sjá allar að- ferðirnar, sem beitt væri til að halda fólki í fangelsi þarna. Landamæraverðirnir sögðu, að þeir yrðu að hryggja Ind- verjana með því, að þeir hefðu ósköp lítið að sýna sín megin markanna — þar væru engir hervirki eða girð- ingar til að tefja fyrir mönn- um, sem fara vildu milli svæðanna. Austanmenn sæju algerlega um það atriði og svo dyggilega, að önnur störf en bygging torfæranna á mörkunum væru sennilega ekki betur af hendi leyst. Indverjar voru síðan leiddir um, og þeir sáu sér til undrunar, að vestan markanna er ekki um neinn viðbún- að að ræða — þar geta allir farið frjálsir ferða sinna — en hvarvetna austan markanna má sjá vopnaða verði á ferð, svo og má eygja torfærur, þar sem runnar eða tré skyggja ekki á. ★ Það er í aðra röndina bros- legt að sjá allan þann við- búnað, sem kommúnistar hafa þarna á svæðamörkun- um. Mönnum hefir verið sagt svo mikið um sæluna í alþ.lýðveldunum svonefndu, stöðum hjá að það er næstum erfitt að átta sig á því, að kommún- istar skuli telja nauðsynlegt að setja upp þessar torfærur, slá slíkum veggjum um þá, sem sælunnar njóta. Maður- inn er nú einu sinni þannig gerður, að allt hans strit og barátta miðast við að afla sér einhverra gæða, skapa sér betri aðstöðu í lífinu, verða einhverrar „sælu“ að- njótandi. En það hlýtur að vera eitthvað bogið við þessa sælu komnv únista, úr því að ó- hjákvæmilegt er að NEYÐA menn til að njóta hennar, úr því að menn vilja ekki búa við hana ótilneyddir! ★ „Járntjaldið" svonefnda er viðurkenning kommún- ista á því, að í ríkjum þeirra er ekki um r.eina sælu að ræða, síður en svo. Járntjald- ið er viðurkenning þess, að kommúnisminn þolir ekki frjálsan samanburð, frjálsar samgöngur við löndin, þar sem lýðræðið ríkir Kommún- isminn verður að loka þræla sína INNI, og hann verður að loka. hina frjálsu ÚTI, svo að hvorugur geti borið sann- leikanum vitni. Lúbeck. í vikunni sem leið komum við nokkrir blaðamenn að svæðamörkunum á nokkrum stöðum í og við Liibeck. Það var fróðlegt r>ð koma þarna og sjá lífið og starfið, lífs- gleðina, vestan við mörkin og kyrrðina, doðann og drungann hinum megin við þau. Það er engin furða þótt Indverjarnir, sem að fram- an getur, og höfðu verið þarna skömmu á undan okk- ur, yrðu dálítið undrandi, þegar þeir gátu gert sam- anburð á því, sem þeim hafði verið sagt, og hinu, sem þarna blasir við allra augum. „Járntjaldið" er um 2000 km. langt frá Eystrasalti suður um alla álfu — til landa- mæra Austurríkis. Það er víðast 5 km. breitt, þar sem margfaldar gaddavírsgirðingar eru til trafala, en varðturn ar eru með stuttu milli- bili, svo að auðveldara sé að fylgjast með mannaferðum á svæð- inu sjálfu — og fyrir vestan það. ★ Þetta fimm kílómetra breiða belti, sem fengið hef- ir nafnið járntjaldið, er að mestu mannlaust, en þó ekki að öllu leyti, því að þar er til dæmis mikill fjöldi lög- reglumanna á ferð öllum stundum. Þeir blasa ‘þó ekki við augum, því að þeir láta sem minnst á sér bera, nema nauðsynlegt sé. En þeir skoða. hvern þann, sem nálgast að vestan, vandlega í sjónaukum, þar sem þeir leynast bak við tré eða runna eða í húsum, sem næst eru markalínunni. Allir íbúar svæðisins eru undir ströngu daglegu eftirliti og mega ekki vera á ferli úti frá sólarlagi til sólarupprás- ar. Þegar við blaðmennirnir komum að mörkunum við Lubeck, sáum við í sjónauk- um þeim, sem okkur voru lánaðir, hvernig greinum var ýtt varlega til hliðar í kjarrinu handan markanna og þar blöstu við stór augu sjónauka, sem landamæra- verðirnir rauðu beindu að okkur. Þetta endurtók sig hvarvetna, þar sem við komum að mörkunum — við vorum skoðaðir vandlega úr fylgsni rauðu varðanna. Það var engu líkara en þeir óttuðust innrás af hálfu þess- arra komumanna, og sást þó aðeins 1 í einkennisbúningi landamæravarða í hópnum. Og hann var óvopnaður í þokkabót! Annars er það svo, að þessir rauðu verðir eru hræddari við ljós- myhdavélar en nokkuð annað, og þeir eru enn varari um sig, ef þeir verða varir við menn, sem hafa slík tæki með ferðis. Það sáum við þarna, en þó enn betur í Berlín, svo sem greint mun frá við annað tækifæri. Þegar slík athugun hafði farið fram á einum stað, og við virtumst ekki allt of hættulegir, gengu tveir for- ingjar þeirra rauðu fram úr skjóli trjánna. Þeir gengu niður að læknum, sem þarna myndar mörkin, fóru yfir fimm metra breiða plægða rák, sem hvarvetna er með- fram mörkunum og veifuðu til landamæravarðarins, sem með okkur var. Þeir virtust þurfa að tala eitthvað við hann, en áður en af sam- ræðum gæti orðið sögðu þeir, að við hinir yrðum að víkja spölkorn frá. Við gerðum það, en fengum síðar að vita, að þeir ætluðu að skila ein- hverjum manni síðar um daginn og vildu láta mæta sér þar á ákveðinni stundu. ★ Þegar samtalinu lauk og þeir rauðu hurfu á brott, gerðist dálítill skrípaleikur. Sá, sem virtist fyrir þeim félögum, tók nokkur sprek, gekk síðan aftur á bak yfir plægðu rákina og máði fót- spor þeirra út með sprek- unum. Það var sannarlega broslegt að sjá þennan harð- leita, borðalagða foringja bogra við þetta. Það eru nefnilga hafðar nánar gætur á plægðu rákinni á degi hverjum, til að ganga úr skugga um, hvort nokkur hafi farið yfir hana, forðað sér úr sælunni. Og vitanlega verður að plægja hana með reglulegu milli- bili, svo að hún harðni ekki, því þá er erfið- ara að greina fótspor. Við komum og að stað á markalínunni, þar sem hún lokar þjóðvegi — breiðri braut, sem hefir a. m. k. verið vel haldið við þeim megin, sem við erum. Þarna var um skeið hægt að fara yfir mörkin. Á síðasta vori tilkynntu austur-þýzk stjórn arvöld, að þeir skemmti- ferðamenn, sem vildu fara þama til eða frá Austur- Þýzkalandi, mundu fá sér- staklega góða fyrirgreiðslu — svo sem venja væri til að veita skemmtiferðamönnum. Varð þetta til þess, að ýmsir notfærðu sér þessa leið til að aka um Austur- Þýzkaland, en 13. ágúst breyttist hér allt eins og annars staðar. Skemmiferða- menn misstu áhugann — þeir áttu erfitt með að hugsa sér, að hægt væri að Prh. á 10. s. Hér sést hluti af járntjaldinu. Það er ekki nóg að hafa tvöfalda gaddavírsgirðingu með- fram svæðamörkum, heldur hefir einnig verið grafinn skurður meðfram henni. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.