Vísir - 14.10.1961, Qupperneq 4
4
V f S I R
Laugardagur 14. október 1961
f
Á ferðalagi um Noreg í
sumar heimsótti Hugrún
skáldkona frú Jónínú Sæ-
borg, íslenzka konu, búsetta
í Osló, sem giftist norskum
manni haustið 1913. Alla tíð
síðan — að undanteknum
sex árum, hefir hún átt
heima í Noregi. — Birtist hér
viðtal, sem Hugrún átti við,
hana.
|>að blaktir ekki hár á
höfði, eða lauf á grein.
Lítill yndislegur íkorni hopp-
ar léttilega milli trjánna.
Skógurinn er farinn að klæð-
ast haustlitunum. i
Gul, bleik og dökkrauð
epli hanga fullþroskuð á
greinunum. Plómurnar eru
bústnar og girnilegar. Það
er angan í lofti, sætur ilm-
ur, sem kitlar mann í nefið
og magann, og léttir sporið
upp brekkuna. Eg finn ekki
til mæði þótt stígurinn sé
brattur. Það er svo létt að
anda, og sólargeislarnir eru
þægilega heitir.
Útsýnið yfir borgina er
fagurt sem fyrr, og mér sýn-
ist hún stærri en áður. Nýj-
ar byggingar hafa risíð á
þessum þrem árum sem liðin
eru síðan eg sá hana síðast,
og skógurinn í brekkunni er
stöðugt að hækka, sums stað-
ar sést aðeins ofan á rauð
húsaþökin í gegnum limið.
„Þetta er alveg eins og í
ævintýrunum“ segi eg við
sjálfa mig.
„Þetta er ævintýri“ heyri
eg að einhver segir fyrir aft-
an mig.
Eg lít snöggt við, og sé
sjálfa drottninguna í þessu
töfraríki, konuna, sem eg var
á leiðinni að heimsækja, hún
hafði séð til mín út um glugg-
ann, og var nú komin til
móts við mig ofan á gang-
stíginn.
„Eg hélt að þú ætlaðir ekki
að hafa þig alla leið,“ sagði
hún. „Eg er búin að horfa
lengi á þig út um gluggann.
Komdu blessuð og sæl, og
vertu hjartanlega velkom-
in.“
■ „Þú veizt nú hvernig eg
verð, þegar eg kem hingað
upp eftir,“ segi eg um leið og
eg heilsa.
„Jú, jú, alveg eins og berg-
numin, en mig undrar það
ekki, mér finnst sjálfri fag-
urt hér, en nú skulurh við
koma inn, þú hefir ekki verra
útsýni úr glugganum á kvist-
inum, þaðan getum við séð
yfir borgina á meðan við fá-
um okkur kaffisopa, það
hefir margur íslendingurinn
setið þar uppi og unað sér
vel.“
JJún leiðir mig upp að hús-
inu númer 34 við Furu-
veginn, það er umgirt fögr-
um garði með ávaxtatrjám
og blómskrúði, sem enn
skartar sínu fegursta, þótt
komið sé fram í september.
„Já, það er fagurt hér seg-
irðu, en einhvern veginn er
það nú svo, að eg nýt feg-
urðarinnar ekki sem fyrr,
ekki síðan eg varð ein, við
nutum hennar, sem alls ann-
ars, í félagi, maðurinn minn
og eg, en nú er hann horfinn
eins og þú veizt., Það var 3.
maí í fyrra, sem hann dó,
við vorum að koma heim,
og leiddumst eins og vant
var hérna upp brekkuna, þá
hné hann allt í einu niður,
hafði að vísu fundið til fyrir
hjartanu áður, en þetta kom
svo skyndilega, alveg eins og
klippt væri á þráð, eg ætl-
aði ekki að trúa því að öllu
væri lokið------við vorum
svo hamingjusöm, aldrei
nokkur snurða á sambúðinni.
Even var sérstakur maður
-----bara einn af þúsundi
eins og hann. Það er von að
eg sé einmana, en við skulum
ekki ræða um það, eg fer
líka bráðum að fara, það er
gott þegar svona er komið,
það eru mikil vonbrigði að
vera alitaf ein.----Það var
nú stundum glatt á hjalla
hjá okkur, þegar landar mín-
ir hópuðust hingað. Þá var
gaman að lifa. Við létum allt-
af standa opnar dyr fyrir
námsfólkið hérna í Osló, og
öðrum, sem vildu ko,„^, sér-
staklega var oft margt um
manninn hér á hátíðum.
„Var maðurinn þinn alltaf
jafnfús til þess að bjóða fs-
lendingana velkomna, þótt
hann væri norskur?“
„Það var ekki síður hans
vilji en minn, allt sem mér
var kærkomið varð honum
kært. Það var stundum
þröngt á þingi, en þröngt
mega sáttir sitja.----Við
i •
höfðum líka margt að þakka
þessu fólki, margir hafa
reynzt okkur vel, og stuðlað
að því að okkur var boðið til
fslands fyrir nokkrum árum.
Það var dásamlegt ferðalag.
Það er alltaf gaman að koma
heim.
|Jvernig atvikaðist það, að
þú giftist norskum manni,
eg held að eg hafi aldrei
spurt þig að því.“
„Það skal eg með ánægju
segja þér. Þegar hann var
tuttugu og fjögurra ára var
hann sendur til Siglufjarðar
til þess að setja niður vél-
arnar í síldarverksmiðjuna,
sem síðar eyðilagist í snjó-
flóðinu þar 1919. í þeirri ferð
fór hann til Akureyrar, en eg
var þar þá og rak greiðasölu
í svokölluðu Boqahúsi. Það
gekk vel hjá mér, eg hafði
ágætar tekjur.“
„Svo hefir þú fórnað at-
vinnunni fyrir ástina?“
„Það varð engin fórn. Eg
hefi aldrei séð eftir því.“
„Fórstu svo með honum til
Noregs þetta sama Sr?“
„Fyrst fór hann heim, en
kom aftur eftir sjö mánuði,
og þá opinberuðum við, það
var 17. júní, en giftum okkur
svo um haustið í okt. 1913.
Það var séra Geir Sæmunds-
son sem framkvæmdi vígsl-
una. Svo fórum við strax til
Noregs, en mér hálfleiddist,
svo maðurinn vildi að við
færum aftur til íslands, hann
vildi ekki leggja það á mig
að vera með óyndi, svona
var hann í öllu,
Hann fékk strax atvinnu
við að setja upp vélarnár í,
síldarverksmiðjuna í Krossa-
nesi. Áður hafði verið þar
fljótandi verksmiðja, skip„
frá Melbu í Noregi, vélarnar
voru teknar úr því, að mig
minnir, og settar upp inni.
Einnig vann hann við það að
setja niður vatnsrörin í göt-
urnar á Akureyri.
yið vorum heima í sex ár.
Fórum síðan til Noregs
og höfum átt þar heima
síðan.“
„Hafðir þú þá sigrazt á
óyndinu?"
„Já, algerlega. Síðan hefir
mér aldrei leiðst hér.“
„Hvaða atvinnu hafði mað-
urinn þinn hér?“
„Hann vann við að búa til
logsuðutæki öll ájrin, þar til
hann andaðist.“
„Hvaðan var hann ættað-
ur?“
„Frá Heiðmörk, þar leit
hann fyrst Ijðs þessa heims
12. maí 1888.“
' „En hvar ert þú fædd?“
„Eg er fædd í Ólafsfirði,
faðir minn var lengi hrepp-
stjóri í Grímsey.“
„Hvað áttuð þið hjónin
mörg börn?“
„Við eignuðumst fimm,
tvö af þeim dóu ung, en hin
eru öll gift og búseít hér,
annar sonur okkar bjó um
tíma í Reykjavík, en er nú
kominn hingað aftur.
þú lítur ekki út fy'rir að
vera orðin gömul.“
„Mér er engin launung á
því að ég er orðin 71 árs,
það er að' vísu ekki hár ald-
ur, miðað við það að fólk
virðist nú verða langlífara en
áður, svona að meðaltali, en
þó er farið að halla undan
fæti, ég fann það bezt eftir
að ég varð ein, og finn það
alltaf betur og betur. Heils-
an er líka á völtum fæti,
það er hjartað, sem er eitt-
hvað í ólagi. Það bilar allt.
En ég hefi mikið að þakka
fyrir. Guð hefur verið góður
við mig og farið vel með mig,
mér er ekki vandara um en
öðrum, sem verða að sjá af
sínum. En skarðið er stórt.
Þeir verða að missa sem
eiga.“
„Mig minnir að ég hafi
heyrt að þú hafir farið heim
til íslands á síðast liðnu ári?“
„Já, það er rétt. Ég skrapp
heim. Ég átti sérstakt er-
indi þangað. Ég og maðurinn
minn, höfðum ráðgert að
stofna sjóð, sem á að vera
grundvöllur að byggingu
elliheimilis í Ólafsfirði, og
fór ég því heim til þess að
hrinda þessu í framkvæmd,
og er nýbúin að senda heim
peninga, og mun sjóðurinn
nú þegar orðinn um fimmtíu
þúsund krónur.“
„Það kalla ég gott, og vel
af stað farið. Ég óska þér til
hamingju með framkvæmd-
irnar.“
„Þakka þér fyrir.“
||vernig stóð á því að ykk-
ur datt í hug að stofna
elliheimilissjóð?“
„Því er fljót svarað. Eitt
sinn er ég kom til Ólafs-
fjarðar til þess að heimsækja
foreldra mína, bjuggu þau í
svo köldum og lélegum húsa-
kynnum, að mér rann það
til rifja, og þá hét ég því að
reyna að gera eitthvað til
þess að bæta hag gamla
fólksins þar, þótt seinna
yrði. Þannig varð þessi sjóð-
ur til. Kvenfélagið „Æskan“
í Ólafsfirði hefur tekið að
Framh á 5. síðu