Vísir - 14.10.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 14.10.1961, Blaðsíða 15
Laugard. 14. október 1961 VfSIR 15 Astin sigrar allt. Mary Burchell. eitthvað huggandi, finna hon- um afsakanir. En það var svo ástatt að þarna voru eng- ar afsakanir fyrir hendi, því að það var beiskur sannleik- ur sem hún hafði sagt. — Ég hefði aldrei getað gert þig hamingjusama, þrátt fyrir alla þína ástúð við mig, sagði hann og beit á vörina. — Þetta var allt mér að kenna. Ég veit það núna. Það var glapræði af mér að gift- ast þér, berandi ástarhug — til annarar. — Þú varst fyllilega hrein- skilinn hvað tilfinningar þín- ar snerti, hvíslaði Erica. — Ég fór í hjónabandið með op- in augun. — Já, ég veit það, sagði hann og hnyklaði brúnirnar. — Það er svo auðvelt að segja það. En ég man að þú kallaðir þetta einu sinni and- styggilega verzlun, og þú hafðir rétt fyrir þér. Allt sem síðar gerðist stafaði af því. — Þú skalt ekki áfellast þig um of fyrir það, sagði Erica alvarleg og færði sig nær honum. — Þú gast ekki vitað að Dreda mundi koma til baka, eða að — ást þín til hennar mundi blossa upp aft- ur. Hún sá að honum líkaði ekki að hún minntist á ást hans til Dredu, því að hann færði sig fjær henni og varð undarlega fjarhuga á svipinn. Nei, hann leit líklega á þá ást sem einhvern helgidóm, hugsaði hún með sér. Sumir karlmenn voru svona — og í flestum þeim tilfellum áttu einskis verðar konur hlut að máli, eins og Dreda. K V I S f QíSfe /' ’ Y '&T VS\ '5T ^ u o ^ V. .' — Á þetta að þýða, að þér fimnist hann ekki failegur, Guðmundur? Oliver leit á drenginn og allt í einu varð yfirbragð hans annað. — Ó, Erica — hann sef- ur! sagði hann mjúkt. Og það var satt. Bunny hafði ekki nennt að fylgjast með þessu samtali, úr því að það snerist ekki um hann rjálfan, og nú steinsvaf hann á handleggnum á Oliver. Erica færði sig nær þeim og brosti. — Á ég að taka hann ? — Það er kannske réttast, sagði Oliver hikandi. Og hún tók drenginn og lagði hann í rúmið aftur. — Þú þarft aldrei að ótt- ast framar, Erica, sagði hann loks. — Þú átt drenginn að öllu leyti. Ég geri aldrei kröfú til hans. Þér er óhætt að treysta því. Hún varð svo hrærð að hún dirfðist ekki að líta á hann um stund, og þegar hún loks gerði það, brosti hún hikandi. — Þakka þér fyrir, Oliver. Þa ðvar göfugmannlega gert. — Göfugmannlegt ? Hann hló. — Mér finnst sambúð okkar elcki hafa verið göfug- mannleg. — Þú mátt ekki segja þetta Þú mátt það ekki, Oliver. Það var svo oft sem . .. En hann tók fram í áður en hún gat sagt meira. —. Reyndu ekki að gera mig be.tri en ég er, Erica, sagði hann og tók í höndina á henni. — Við skulum ekki pexa um hvað hafi verið rétt og hvað rangt. En ég full- vissa þig um að ég veit hver átti sökina á því. Og ég get að minnsta kosti reynt að bæta fyrir eitthvað af því. Hún hefði viljað stöðva hann, en hann hélt áfram með hægð: — Ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur til þess, skilurðu. Jafnvel þó að þú værir mjög óhamingjusöm í hjónabandinu, þá vona ég að Bunny verði þér eins konar sárabót fyrir það. Og það er þess vegna sem ég vil að þú eigir hann — og enginn ann- ar. Já, og að þú verðir alger- lega frjáls, hugsaði Erica með sér. En það var tilgangs- Iaust að segja það. Það var ekki hægt að áfellast hahn fyrir að elska aðra. Hann gat ekki að því gert, fremur en hún gat að því gert að hún elskaði mann, sem ekki vildi þiggja ást hennar. Hann tók þessu eins vel og hægt va rað ætlast til. Hann mundi eflaust elska Bunny með tímanum. ef hann vildi líða sér það Hún átti að fá Bunny — átti að fá að eiga hann! Það eina sem Oliver óskaði var að losna við þau bönd, sem þau hefðu aldrei átt að hnýta. Og fá frelsi til að láta að óskum hjarta síns. — Þakka þér fyrir, Oliver. Ég met mikils hvernig þú tek ur í þetta. Það var hræðilegt að þau skyldu halda þessu tilbera- samtali áfram, því að það eina sem hún þráðj var að taka höndunum gm hálsinn á honum og segja: — Elskan mín, vertu hjá okkur! Þú elskar Bunny. Ég krefst ekki að þú elskir mig líka, en vertu hjá okkur — vertu hjá okkur! Ef þú kennir nokkuð í brjósti um mig þá vertu hjá okkur. En slíkt var ekki hægt að segja. Hún gat aðeins horft á hann og hjalað fánýt orð, svo sem að hún væri honum þakklát fyrir að fá að halda drengnum, sem hún hafði fætt sjálf. Þau þögðu bæði um stund. Svo gekk hann fram að dyr- unum án þess að líta á sof- ; andi drenginn. — Nú verð ég að fara. Honum mun hafa fundist i samtalið. tilgangslaust og ! vildi helzt komast burt. Hún fylgdi honum fram í i ganginn. Nú kom ekki til i mála að kveðjast með kossi. Þau voru komin svo langt hvort frá öðru síðan hún yf- ! irgaf heimilið. Hún horfði á hann og liugs- aði með sér: — Hann er svo að segja giftur Dredu. Ég vildi óska að ég væri dauð, þó 1 að ég hafi Bunny til að lifa fyrir. ! Hann leit á hana og það , virtist liggja illa á honum. | — Þú ska]t heyra fr,á — i málaflutningsmanninum mín- i um. Þú skilur hvað ég meina — er það ekki? Hún snerti þurrar varirnar með tungubroddinum. — Já, ég skil. Þögn. — Ja, þá var það víst ekki annað, sagði húh loksins. — Nei, nema þetta viðvíkj- andi Bunny, sagði hann. — Ég á við — ég vil sjá honum farborða f járhagslega ... — Það er óþarfi, sagði hún kuldalega. Hún fann að það var rangt gagnvart drengn- um að áfsala sér auði fyrir hans hönd. En úr því að Oli- ver vildi afsala sér þeim báð- um vegna Dredu, — jæja, þá var bezt að þau björguðu sér sjálf. Hana langaði ekki til að láta mann Dredu ala önn fyr- ir Bunny. — Er þér þetta alvara? spurði hann áhyggjufullur. — Já, fortakslaust. Við Bunny þurfum hvorugt á neinu að halda frá þér. Það kvaldi hana að þurfa að sýna vanþakklæti, en hún varð að haga þessú svona. — Eins og þú villt. Hann reynai ekki að and- mæla'. Hann tók hattinn og hanzkana, og tók í höndina á henni að skilnaði, eins og hún væri ókunnug manneskja Hún opnaði dyrnar fyrir honum og sá að hann átti erf- itt með að opna hliðið. Nú gekk hann út úr hlið- inu og út á götuna. Og nú beygði hann fyrir hornið. Og þá var þetta búið. Heldurðu að þú hafir nokk- uð stytt þér leið með því að taka þennan veg? Steibin stendur í ofninum. — P.S. Omimi stendur í eldhús- inu. Erica lokaði hurðinni og fór inn í stofuna aftur. Það var enn hitamolla inni, en samt gat hún ekki varist því að skjálfa. Eftir dálitla stund fór hún að gráta. Og nú var enginn til að hugga hana. Carol mundi ekki koma fyrr en eft- ir marga klukkutíma. Bunny svaf. Oliver var farinn. — — Hún vissi ekki hve lengi hún hafði grátið. En ! henni fannst margir klukku- j tímar vera liðnir er hún loks- j ins tók eftir að hún lá í hnipri á gólfinu, með hand- ! leggina á stólnum og hend- urnar um höfuð sér. | Augnalokin voru stirð og þung, og henni fannst tára- kirtlarnir vera þurrausnir. Hún leit á klúkkuna og sá að nú mundi Carol bráðum fara að koma. Hún mátti ekki koiúa að henni svona — ekki I fyrir nokkurn mun. Auk þess j gat hugsast að Chester kæmi j með henni, og það væri óbæri- legt ef hann sæi hana svona. Erica stóð upp með erfiðis- munum og fór að þurrka táralækina af kinnunum. Og þegar Carol kom heim kluklc an rúmlega ellefu — alein —• var Erica hin rólegasta og tókst meira að segja að brorja eðlilega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.