Vísir - 14.10.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. október 1961
V í S I R
5
Hann var giæsimennið
mikla í sjón og raun.
Hugleiðing á aldarafmæli
séra Bjarna Þorsteinssonar.
f DAG á aldarafmæli séra
Bjarna Þorsteinssonar^ hvarfl-
ar hugurinn á kunnar slóðir og
kærar, til Siglufjarðar. Og
fyrst og fremst mun hugurinn
staðnæmast við þann blettinn,
er séra Bjarni átti heima á hátt
í hálfa öld, prestsetrið Hvann-
eyri. Á þeim bletti vann séra
Bjarni þau verk, sem gerðu
hann frægastan, þar festi hann,
þessi aðflutti laukur, svo ræki-
lega rætur, að þaðan urðu þær
ekki slitnar. Og þar hvíla nú
bein hans í jörðu undir veg-
legu minnismerki á núverandi
lóð Hvanneyrar, í suðvestur-
horni gamla kirkjugarðsins,
sem nú er orðinn að grænu
túni.
Við þessar stöðvar eru
bundnir töfrar, sem ekki er
auðvelt að lýsa. Það er einhver
ómur frá ævi tónskáldsins í öllu
sem mætir manni á þessum
slóðum. Á Hvanneyri hafa
margir búið vel og myndarlega
og margir merkisklerkar hafa
prýtt þann stað. Og þó er eins
og séra Bjarni eigi staðinn
einn, sé og verði dýrlingur
þessa staðar.
Þegar ég fluttist að Hvann-
eyri í Siglufirði 1951 voru all-
mörg ár liðin frá dauða séra
Bjarna. Ég vissi nokkur deili
á honum og ævi hans vegna
bess eins sem ég hafði lesið um
hann, en ég sá hann aldrei í
'ifanda lífi. En á þeim þrem
árum sepi ég dvaldist á Hvann-
eyri fannst mér ég kynnast
bessum horfna forvera mínum
furðu vel. Alls staðar í Siglu-
firði og þó ekki sízt á Hvann-
eyri var sem maður væri í
andlegri nálægð við séra
Bjarna. Svo mikill er arfur
hans þar inni á milli fjallanna,
svo mikil ítök átti hann í hug-
um og . hjörtum síns gamla
safnaðar Já, ég sá hann og
kynntist honum í öllum þess-
um lifandi og fersku minning-
um, í fólkinu sjálfu. í verkum
hans, sem víða eru metin en
hvergi elskuð sem í Siglufirði.
Það var gott að vera þannig í
návist séra Bjarna, ekki sízt í
kirkjunni, sem hann hafði séð
rísa og þjónað sjálfur síðust.u
starfsárin, og gott var að
ganga upp í hornið á gamia
kirkjugarðinum og sitja þar á
grasinu. sem óx yfir það. er
eitt sinn var Það var alitaf
bægt að finna betur og betur
hvílíkt stórveldi séra Bjarni
var og er enn á þessum stað.
Bjarni Þorsteinsson.
Ég ætla ekki hér að, rifja
upp verk þau er hann vann í
lifanda lífi. Það verður gert
annars staðar og betur um
þessar mundir. Það er nóg að
segja að hann var andlegt og
veraldlegt yfirvald í vitund
Siglfirðinga meðan hann var
og hét. Hann var glæsimenn-
ið mikla í sjón og raun og
áhrif hans munu hafa verið
ótrúleg á hugarfar og fas
hinna. eldri Siglfirðinga. Sá
höfðihgsskapur og glæsibrag-
ur sem hefur verið óvenju
ríkt einkenni Siglfirðinga, er
að mínu áliti engin tilviljun.
Þar gætir líka séra Bjarna og
fleiri góðra manna, sem settu
svip sinn á Sig'lufjörð á mót-
unarárum hans.
Það má eflaust deila um
það hve mikill listamaður
Bjarni hafi verið, sé strang-
asti mælikvarði listarinnar
lagður á verk hans. En sú list
er þó mikils virði, sem nær
þvi ,að vera dáð og elskuð á
sama hátt og list hans. ekki
sízt á þeim slóðum, sem hún
varð til. Miðað við smæð sína
og örðugar aðstæður er Siglu-
fjörður óvenjulega mikili tón-
listarbær. Það er heldur ekki
tilviljun.
Sem prestur og ræðuskör-
ungur hefur séra Bjarm ef-
laust átt sína jafningja. Hvorki
hann sjálfur, líf hans og verkj
var hafið yfir alla gagnrýni. I
Séra Bjarni var ekki gallalaus.
En samt var hann maður,
maður sem Siglfirðingar elsk-
uðu og virtu og dá í minning-
um. Slíkir voru töfrar hans, og
að því leyti er hann stærstur
allra ,sem lifað hafa í skjóli
siglfirzkra fjalla. Þannig hef-
ur hann orðið dýrlingur Siglu
fjarðar, ekki vegna heilag-
leika síns, heldur vegna þess
hve stór hann var í mannleg-
leika sínum og manndómi.
Verk hans munu lifa, og
nafn Bjarna verður aldrei
máð út úr kirkjusögu íslands,
listasögu þess og sögu ís-
lenzkra þjóðfræða. Og víst er
þetta mikils virði. Arfur séra
Bjarna til þjóðarinnar verður
seint ofmetinn. En vænzt þyk-
ir mér um minningu hans, sem
hann skildi eftir í Siglufirði
sem maður, og þann arf hans
sem ávaxtazt hefir í siglfirzk-
um hjörtum og eðli. Fólkið,
sem hann bjó innan um, fann,'
að hann var höfðingi í sjón og
raun, en samt var hann einn
af því og hluti af því og það
!af honum. Það gaf Siglfirðing-
|um metnað, sem ég vona að
jendist þeim um aldur.
Og nú halda Siglfirðingar
hátíð í minningu síns mikla
leiðtoga og listamanns. Það er
enn einn vottur þess hve trú-
ir þeir eru arfi séra Bjarna.
Séra Bjarni er enn hluti af
lífi Siglfirðinga, eins og hann
var í lifanda lífi hinn stóri
maður í samfélagi þeirra. Svo
mjög er þetta áberandi, að ég
Iget ekki stillt mig um að
segja hér eina sögu þessu til
sönnunar.
Þegar eg kvaddi Sigl-
firðinga haustið 1954 kom
ég á fund gamallar vinkonu
minnar í söfnuðinum, mikill-
ar. og trúrrar kirkjufnann-
eskju. Hún /sagði við mig:
„Mig dreymdi séra Bjarna í
nótt. Hann bað mig að bursta
hempuna sína, þvi að hann
þyrfti á henni að halda. Ég
vissi, hvað hann átti við,
blessaður. Nú ert þú að íara,
og við bíðum eftir nýjum
presti. En séra Bjarni .yfirgef-
ur okkur ekki.“
Það vermdi hjartað að
finna þessa tryggð við látmn
leiðtoga, vissuna um það að
hann vai enn eign Siglfirð-
inga, þótt ósýnilegur væri.
Og enga ósk á ég heitari en
þá á þessari hátíð, að séra
Bjarni, minning hans og arf-
ur, megi vera eign Siglfirð-
inga um ókomna daga, sem
hingað til. Megi listaandi hans
lifa í vitund þeirra og tryggð-
in við kirkjuna vera söm og
hún hefur ávallt verið.
Ég sendi Siglfirðingum hlýj
ar kveðjur. Þótt jarðnesk störf
hins mikla snillings heyri nú
fortíðinni til eru Staðarhóls-
hnjúkur og Hólshyrna enn hin
sömu og benda til hæða.
Kristján Róbertsson.
Viðtal dagsins —
FrL. af 4. síðu:
sér að sjá um þetta fyrir mig.
ásamt yfirvöldum bæjarins.“
„Hefur þú svo hugsað þér
að bæta í sjóðinn smátt og
smátt?“
„Já, það er meiningin,
„margt smátt gerir eitt
stórt“. Það kemur fyrir, að
fslendingar sem hér eru á
ferð fá gistingu hjá mér, sér-
staklega þegar erfitt er að
fá herbergi á hótelum, og
það sem þeir greiða, fyrir
gistinguna læt ég ganga í
sjóðinn."
„Hefur þú hugsað þér að
dvelja lieima á íslandi í ell-
inni?“
„Nei, það hefi ég ekki gert.
Hér verð ég, í húsinu mínu
á meðan ég get séð um mig
sjálf, síðan fer ég á elliheim-
ili hér í borginni, ef ég þarf
á að halda.“
„Vonandi áttu samt eftir
að koma til íslands.“
„Mig langar til þess að
fara heim, ef ég lifi það að
verða 75 ára, en það getur
nú margt breytzt á fjórum
árum, það þarf stundum
ekki svo langan tíma til,
dæmin eru nærtæk.“
„Það er eðlilegt að ræt-
urnar liggi djúpt hér, þar
sem þú hefur búið svo
lengi.“
„Já, hér uni ég mér vel,
burt séð frá yfirstandandi
einstæðingskennd. Ég hefi
, verið gæfusöm. Hér á ég
börnin mín, og barnabörnin,
og frá þeim vil ég ekki fara.
, Þó get ég ekki neitað því að
hugurinn hvarflar oft heim,
og lcært er mér landið mitt,
og fólkið þar. Ég bið því
blessunar Guðs. Svo bið ég
þig að skila kærri kveðju
heim. Nú fer að hausta að
þar, eins og hér, haustið
kemur á réttum tima eins og
hinar árstíðarnar. Það
haustar einnig í mannlífinu.
og veturinn gengur í garð.
En það mun vora á ný“.
Ég kveð frú Jónínu við
garðshliðið Handtakið er
hlýtt Það'er birta í augum
hennar. eit+v>^að sem minnir
mig á vorið.
Að utan -
Frh. af R. síðu.
einum eða tveimur klst.
höfðu þeir safnað saman
helztu forsprökkum OAS
hreyfingarinnar. — Öllum
nema Salan. — Slapp
stærsti fiskurinn úr net-
inu, eða hlífðu spænsk
yfirvöld honum.
KATLA -
Frh. af 9. s.
og um baráttu verður' að
ræða í framtíðinni. Um pökk-
unarverksmiðjuna Kötlu er
það að segja, að flestir kaup-
menn skildu köllun síns tíma
og sýndu fyrirtækinu skiln-
ing, enda er þessi starfsemi
hennar nú álitinn nauðsyn-
legur og eðlilegur hlekkur í
viðskiptalífinu. Neytendum
er tryggð mun betri vara
þegar unnt er að pakka
henni í vélum og undir eftir
liti heilbrigðiseftirlitsins,
heldur en þegar pökkunin er
framkvæmd í höndum við
misjafnar aðstæður.
Myndsjáin —
Framh. af 3. síðu.
síðasttalda búðin. Guðrún er
ættuð frá Akureyri. Hún
fluttist hingað suður á stríðs-
árunum, vann fyrst í Harald-
arbúð og síðar í Markaðnum
og í verzluninni Guðrún á
Rauðarárstíg. Hún verzlar
nú á Klapparstígnum með
útlendar kápur og dragtir.
★
Eindálka myndin er frá
Skóhúsinu, sem er ný verzl-
un á Hverfisgötunni í nýju
húsi á horni Vitastígs. Eig-
andi hennar er Bergur Krist-
insson, sem áður var verzl-
unarstjóri í Raftækjaverzl-
uninni í Bankastræti. Hann
segir, að búð hans ætli að
hafa sem sérgrein barna- og
unglingaskó. Merki það, scm
hann hefir seti upp á verzl-
un sinni, stígvélið úr ævin-
týrinu, hefir vakið mikla at-
hygli.
Loks kemur svo mynd úr
bókaúð. Það er bókabúð
Máls og menningar í húsi við
hlið Laugavegs apóteks, sem
almennt gengur undir nafn-
inu Rúblan. Á myndinni er
verzlunarstjórinn Óskar Þor-
geirsson, sem áður fyrr var
hjá ritfangaverzluninni
Pennanum.
Nokkrar stúlkur óskast
i^vlitijspi'Vit ísitt fdfVifi #i/.
i