Vísir


Vísir - 14.10.1961, Qupperneq 9

Vísir - 14.10.1961, Qupperneq 9
Laugardagur 14. október 196.1 V f S I R 9\ í pökkunarsal „Kötlu“. Pökkunarverksmiðjan Katla Pökkunarverksm. Katla var stofnuð 1953 af 10 hlut- höfum. Tilgangur fyrirtækis- ins var að færa pökkunar- starfsemi á erlendum mat- vörutegundum inn í landið sjálft og spara með því hinn mikla gjaldeyri, sem árlega fer út úr landinu, aðeins fyr- ir pökkun og umbúðir. Mis- munur á verði pakkaðrar matvöru og sekkjavöru er- lendis er algengast 20—40%, en getur numið allt að 100%. Katla er eina pökkunar- fyrirtækið hér á landi sem annast pökkun á mjölvöru, grjónavöru og sykri, auk ýmissa smávara. Hinsvegar eru nokkur fyrirtæki önnur hér á landi, sem annast pökk- un á smávöru, fyrir sjálfa sig. Aðalhvatamaður að stofn- un Kötlu og núverandi for- maður hlutafélagsins sem að henni stendur, er Kristján Jóhann Kristjánsson én framkvæmdastjóri er Hauk- ur Eggertsson. Þær upplýsingar, sem hér fara á eftir um fyrirtækið eru frá Hauki Eggertssyní, en hann hefur verið fram- kvæmdastjóri þess frá 1955 og er því öllum ftnútum kunnugur. Þegar Katla var stofnuð árið 1953 var gert ráð fyrir að hún annaðist fyrst og fremst pökkun á vörum fyr- ir aðra -innflytjendur, Af þessu varð þó ekki og hefur fyrirtækið því verið jöfnum höndum rekið sem innflutn- ings- og heildsölufyrirtæki. Starfsemin hefur farið hrað- vaxandi hin síðari ár og nú má segja að Katla hafi tekið að sér pökkun á verulegu magni af innfluttri matvöru. Nema afköst hennar mikið á 2. þúsund lestir á ári. Véla- kostur fyrirtækisins er á- gætur orðinn, en öll þróun tekur tíma og fyrir bragðið er afkastageta verksmiðjunn ar ekki að fullu nýtt ennþá og þess vegna eyða íslend- ingar líka milljónum króna í erlendum gjaldeyri á ári aðeins vegna þess að varan er sett í neytendaumbúðir ytra. Þær vörur sem Katla annast pökkun á eru hveiti, strásykur, rúgmjöl, hafra- mjöl, hrísgrjón, baunir, hrísmjöl, sagogrjón, kar- töflumjöl, borðsalt, matar- salt, molasykur, súpujurtir, rauðkál, kokosmjö], bláber, hnetur og ómalað krydd. Auk þessa gæti hún tekið að sér pökkun á enn fleiri teg- undum matvara og er nú að færa út kvíarnar. Við verksmiðjuna vinna nú 2 karlmenn og 5—6 stúlkur, en við fulla nýtingu á vél- unum á tveim vöktum, myndi vinnuaflið vera 4 karlmenn og 18 stúlkur. v Samkvæmt lauslegu yfir- liti, sem gert hefur verið er talið að spara mætti 6—8 milljónir kr. í erlendum gjaldeyri með því að pakka 10 algengum matvöruteg- undum eingöngu hér á landi, en sú tala er miðuð við áætlaða nevzlu á þessu ári. Gera má ráð fyrir, að sá sparnaður aukist ár frá ári miðað við eðlilega þróun. Miðað við pökkun verk- smiðjunnar í dag nemur gjaldeyrissparnaðurinn nær 2 millj. kr. Margt fólk gerir sér ekki ljósa grein fyrir þýðingu þeirri sem neytendapökkun matvöru hefur almennt, og telur að með þessu fyrir- komulagi hafi vöruverð hækkað. Það eru heldur ekki ýkja mörg ár liðin frá því að mestöll neytendapökkun fór fram í verzlununum sjálfum og var unnin í höndunum. Þetta kostaði verzlanirnar mikið mannahald, sem nú sparast að verulegu leyti, ekki sízt í sjálfsafgreiðslu- búðunum. Neytendapökkun matvöru fór aðallega að ryðja sér til rúms erlendis eftir heims- styrjöldina síðari, enda sáu menn fram á hinn mikla vinnusparnað og þjóðhags- lega þýðingu hennar. Afköst handanna eru ekki sam- bærileg við vélarnar. Þessir viðskiptahættir bárust fljót- lega hingað til íslands og má heita að á því sviði hafi orðið full þróun áður en Katla tók til starfa. Katla hefur því fyrst og fremst tekið að sér hlutverk hins er- lenda aðila og unnið með því tvennt í senn, annars- vegar að spara erlendan gjaldeyri og hinsvegar að halda vöruverði niðri vegna samkeppni. Katla hefur aldrei selt þjónustu sína dýr- ara en hún kostar hjá erlend um aðilum og oft selur hún hana á lægra verði, enda væri samkeppnisaðstaðan vonlaus ef svo væri ekki. Um samkeppniaðstöðuna sagði Haukur Eggertsson að stofnendur Kötlu hefðu á sínum tíma athugað fjár- hagslegan grundvöll fyrir ar hafi torveldað eðlilega þróun pökkunarverksmiðj- unnar. Sú rótgróna skoðun al- mennings að allt sé betra sem gert er erlendis en hér heima nema fiskveiðar og landbúnaður, og á margan hátt hefur torveldað inn- lenda iðnaðarstarfsemi, er sem betur fer að breytast. Hollt er heima hvað segir gamalt máltæki, og þess má hinn almenni neytandi vera sér meðvitandi, að láti hann innlenda framleiðslu eða þjónustu sitja. að öðru jöfnu, fyrir þeirri erlendu, er hann að vinna að aukinni velmeg- un þjóðarinnar. Sama gildir um kaupmanninn. Velmegun viðskiptavina hans eykur umsetningu verzlunarinnar og skapar honum sjálfum betri afkomu, íslenzkur iðnaður hefur sýnt að hann stendur á marg- an hátt sízt að baki hinum erlenda og jafnframt sýnt að verðmætasköpun hvers þjóðfélagsþegns í iðnaði er sízt minni en í öðrum at vinnugreinum og fjármagns- þörf léttiðnaðarins er aðeins brot af því sem landbúnaður og sjávarútvegur krefst. Haukur telur að iðnaðurinn sé sá atvinnuvegur, sem færastur sé til að taka á móti ört vaxandi fólksfjölda í landinu, og skapa honum þau lífskjör, sem nútíminn krefst, Því verður iðnaður- inn hinsvegar að fá að njóta sín. Hann verður að njóta Haukur Eggertsson forstjóri. slíka starfsemi sem þessa og séð að hann var fyrir hendi við eðlilegar aðstæður. Hitt sé annað mál að ýmsir þætt- ir tollalöggjafarinnar, ásamt takmörkuðum skilningi sumra ráðamanna þjóðarinn- skilnings þjóðarinnar, jafnt stjórnarvalda sem hins al- menna borgara. Haukur Eggertsson kvaðst vera bjartsýnn á framtíðina. Baráttan var erfið í byrjun Framh. á 5. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.