Vísir - 14.10.1961, Síða 16

Vísir - 14.10.1961, Síða 16
VISIR [ Laugardagur 14. október 1961 Hjálpið blindum. Blindravinafél. íslands, sem er elzta félag landsins, og sem unnið hefir um áratugi að mál- efnum hinna blindu, hefir merkjasölu á morgun, sunnu- dag, til stuðnings hinu marg- víslega starfi fyrir blint fólk. Reykvíkingar eru viður- kenndir — ekki aðeins hér á landi heldur og á öðrum Norð- urlöndum — fyrir góðan skiln- ing á erfiðleikum og vandræð- um þeirra, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Þess vegna eru nú leitað til þeirra eins og svo oft áður, svo að unnt verði að lyfta hinum þunga bagga, sem þeir blindu bera, og það verður að þessu sinni gert með því, að merkin verði keypt af sem allra flestum á morgun, sunnudag. Blindravinur. Togarar koma af veiðum. TOGARINN Skúli Magnús- son kom hingað til Reykjavík- ur í gær og landaði hann afl- anum til vinnslu hér. Er hann með um 160 tonn af heimamið- um. í morgun kom hingað inn, á útleið í söluferð, togarinn Þorkell Máni, sem talinn var vera með 140—145 tonna afla, einnig af heimamiðum. W|;Í -jV' . UBL _i pjHjjijKf' ,5 i-n.4 !ij Tónarnir leystust úr læðingi í nýju húsi. Sinfóniuhljómsveit ís- lands hefur nú loksins feng- ið hljómleikasal við sitt hæfi. Hún hélt fyrstu hljóm- leikana í Háskólabíói í fyrra kvöld, og tók Ingimundur Magnússon ljósmyndari Vís- is þá meðfylgjandi mynd af hljómsvéitinni á sviðinu í Háskólabíó. Mikil eftirvænting ríkti meðal tónlistarunnenda hér í bæ um það, hvernig hinn nýi salur myndi reynast. Húsið var fullskipað, eða um l»úsund manns, sem söfnuð- ust þarna saman undir mið- nætti til að hlýða á hljóm- Ieikana. ★ Það var enginn vafi á því að mikill munur var á tón- um hljómsveitarinnar að þessu sinni frá því sem ver- ið hefur. Áheyrendum sem vanir voru að hlýða á hljóm- sveitina í Þjóðleikhúsinu, fannst líkast því sem hljóm- um hennar hefði verið hleypt lit úr lokuðum poka. Það var eins og tónarnir hefðu fengið frelsið svo létt- ir voru 'þeir og skírir við hinn bætta hljómburð. Hljómlistarmennirnir sjálfir virtust og hafa hrif- izt með. Þeir voru í óvenju- lega góðu skapi og samhent- ir í leik sínum. Það eina sem virtist vera að hljómburðin- um að finna, var að þeir sem sátu aftarlega og í miðjum salnum sögðu, að ekki heyrðist vel í fiðlunum. Getur verið að bað komi nú í Ijós betur en áður sem vit- að er, að fiðlusveitirnar í hljómsveitinni eru fámenn- ari og veikari en eðlilegt þykir. Annað undarlegt fyr- irbæri virtist koma fram, — salurinn deyfir mjög lófatak áheyrenda og það getur ver- ið óheppilegt, því að áheyr- endurnir taka þátt í því að skapa _stemningu með lófa- takinu. Áður en hljómleikar þess- ir voru haldnir hafði hljóm- sveitin haldið þrjár æfingar í salnum, en enga æfingu hafði verið hægt að hafa nieð fiðlu-einleikaraniun, þar sem hann kom svo að segja beint af flugvellinum inn í salinn. Sætti það furðu, hve framúrskarandi samleik fiðluleikarinn og hljómsveit- in náðu. Leikur Sinfóníu- hljómsveitarinnar ; fiðlu- konsert Mendelsohns er meðal þess bezta sem hún hefur flutt og lofar það góðu um starf hins nýja stjórn- anda, Tékkans Jindriks Ro- hans. >* Sjö Islendingar syna í París Austur-Þýzk skotsnilld vekur aðdáun í V.-Berlín. Undanfarið hafa sjö ungir ís- Ienzkir málarar sýnt verk sín á alþjóðasýningu í París. Franska listatímaritið L a R e v u e M o d e r n c hefur nú sent þremur þeirra, þeim Pétri Friðrik Sigurðssyni, Hafsteini Austmann og Sverri Haralds- I syni bréf þar sem þeim er til- í kynnt að um þá munu birtast j gagnrýni og umsögn og virðast verk þeirra hafa vakið allmikla athygli. Hinir íslenzku málararnir, sem myndir eiga á sýningunni eru Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Bjarni Jóns- son og Steinþór Sigurðsson. Franska menntamálaráðu- neytið bauð í vor Bandalagi ís- lenzkra listamanna að taka þátt í alþjóðlegri listsýningu — Biennale de Paris — seip nú er haldin í. annað sinn í nú- tímalistasafninu í París. Á þess ari sýningu er kynnt list ýmissa þjóða. Þátttakendur verða að vera yngri en 35 ára og mark- miðið er að sýna hvað er að gerast meðal hinna ungu frá ýmsum þjóðum á listasviðinu. íslendingum var úthlutað 10 metra veggplássi og hafði það í för með sér að hinir 7 ungu málarar gátu aðeins sent eina mynd hver og hana af takmark aðri stærð. Enn fremur voru á sýning- OSKJULEIÐANGURINN ætlar að verða heppinn með veður. Leiðangursmenn eru þar innfrá í sumarveðri, því í gær var svo mikill hiti yfir landinu, að líkja má við hitabylgju, þegar þess er gætt, að komið er fram undir miðjan október. í gær- kvöldi kl. 6 var 14 stiga hiti á Egilsstöðum, 12 á Akureyri og unni kynnt tónvei-k eftir þá Fjölni Stefánsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Brezka blaðið Observer birt- ir grein um sýninguna í síðustu viku ásamt mynd. Segir þar m. a. að af Norðurlöndum hafi verkin frá Svíþjóð vakið mesta aithygli. Miklum vonbrigðum hafi hins vegar framlag frönsku listamannanna valdið og hafi þeir fengið allt of mikið pláss undir lélegar myndir. Á ein- staka málara frá Norðurlönd- um er ekki minnzt. hér í Reykjavík 10 stiga hiti. Víðast var hitinn 8—10 stig. Inni í Öskju var hægviðri heið- ur himinn og milt veður. Austur á Fagurhólsmýri hef- ir verið mikil rigning, en þeir hafa oft séð hann svartan þar, sagði Veðurstofan. Frá því kl. 6 á fimmtudagskvöld og þar Frh. á 2. síðu. Níu manns tókst að flýja gegnum rryir- og gaddavírs- girðingar kommúnista á borgamörkunum í Berlín í gær og héldu austur- þýzkir lögreglumenn uppi ákafri skothríð á flótta- fólkið, en enginn særSist og komust allir heilu og höldnu inn á vettvang frjálsra manna. Talið er, að austur-þýzku verðirnir hafi skotið a. m. k. 250 vélbyssu og riffilskotum yfir mörkin, en hér hafi gerst hið sama og grunur leikur á, að tíðast gerist, þegar skotið er á flóttafólk, sem er nú næstum daglegur viðburður, þ. e. að verðirnir reyni að forðast að hæfa hina flýjandi samlanda sína, en haldi uppi skothríð sér til réttlætingar, að þeir hafi reynt að hindra flóttann. Til þessa hafa aðéins 3 menn beðið bana af völdum skothríðar, er þeir voru að flýja kúgunina austan markanna. I Vestur-Berlín eru menn sannast að segja farnir að dást að þeirri óvanalegu skotsnilld austur-þýzkra varða, sem rnenn nú heyra um daglega, svo er spurt: Hve lengi geta þeir kom- ist upp með þetta fyrir yfir- boðurum sínum? Árekstrar á hálftíma fresti. Á tæpum ijórum klukku- stundum eftir hádegið í gær, urðu sjö bifreiðaárekstrar hér í bænum. Telst þessi árekstrafjöldi næstum til einsdæma á jafn skömmum tíma á þeim tíma árs sem skyggni er sáemilega gott ög engin hálka á götum. Hitabylgja yfir landinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.