Tölvumál - 01.02.1979, Page 1

Tölvumál - 01.02.1979, Page 1
Útgefandi: Skýrslutæknifélag Islands Pósthólf 681,121 Reykjavík Höfundum efnis áskilin öll réttindi Ritnefnd: öttar Kjartansson, ábm. Oddur Benediktsson Grétar Snær Hjartarson 2. tölublað, 4. Febrúar 1979 FÉLAGSFUNDUR Skýrslutæknifllagið efnir til fllagsfundar í Norræna Húsinu þriðjudaginn 27. febrúar 1979 kl. 14.30. Á fundinum verður til umræðu og afgreiðslu: Staðlaðir samningar Skýrslutæknifllagsins fyrir kaup, leigu og viðhald a tölvubunaði. Starfshópur hefur síðan í maí sl. starfað að gerð tillagna að stöðluðum samningum. Hópinn skipuðu þeir Ari Arnalds, Elías Davíðsson, Guðni Kristjánsson og Páll Jensson og mun hópurinn hafa framsögu á fundinum. Tillögur hópsins eru birtar hlr í blaðinu: Á bls. 4-7 Samningur um viðhalds- þj ónustu, á bls. 8-11 Kaupsamningur og a bls. 12-15 Leigu- samningur. Að venju mun félagið bjóða fundarmönnum til kaffidrykkju í fundarlok. Stj órnin JANÚARFUNDURINN Fllagsfundur um drög að umsögn Skýrslutæknifllagsins um frumvarp um persónugagnalöggjöf var haldinn í Norræna Húsinu 30. janúar 1978. Fundinum stjórnaði Páll Jensson. Framsögu um málið hafði dr. Oddur Benediktsson. Hann fór yfir drögin eins og þau birtust í síðustu Tölvumálum, útskýrði þau og gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum sem að baki þeirra liggja. Þá lagði hann til að orðalags- breyting yrði gerð á einni málsgrein umsagnarinnar. Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, tók til máls og ræddi um þær breytingar, einkum tæknilegar, sem orðið hafa í þjóðfllaginu þann liðlega aldarfjórðung sem liðinn er síðan þjóðskráin var stofnuð. Á sviði gagnavinnslu hafa nú síðustu árin stóraukist möguleikar á fjöldaframleiðslu skráa með persónuupplýsingum og úrvinnslu á þeim. Hann taldi að lög þau sem nú er rætt um mættu gjarnan verða til leiðbeiningar um leyfisveitingar til handa þeim er^ óska að senda gögn, auglýsingar, happdrættismiða, inn á heimili manna. Ásókn í skrár og límmiða, áritaða í þessum tilgangi,hefur aukist mjög hin síðari árin. Klemens kvaðst árgangur

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.