Tölvumál - 01.02.1979, Page 3
tölvumAl
3
Ýmsar geröir af tölvum og tengdum búnaði voru til^sýnis.
Allt frá örtölvukerfi á bretti fyrir 40 þúsund krónur
upp í bókhaldstölvusamstæðu að söluverðmæti um 8 milljónir
króna. Auk þess mátti sjá vísi að íslenskum tölvuraf-
búnaðariðnaði, einkum ætlaðan fyrir frystihús.
Sýningin tókst vonum framar. Áætlað er að eitthvað á
annað þúsund manns hafi sótt sýninguna.
Sýnendur voru þessir:
Halldór Jónsson, verkfræðinemi, sýndi COMMANDOR PET tölvu.
Haukar hf kynntu tölvubúnað, m.a. frá MIDWEST, SOROC og
CENTRONICS.
Heimilistæki sf sýndu WANG 2200 og WANG PCS tölvur.
IBM á íslandi kynnti SERIES/1 tölvusamstæðu.
Kristján ö Skagfjörð hf sýndi PDP 11/03 tölvusamstæðu.
Kúlulegusalan hf sýndi örtölvuborð og TI þróunarkerfi.
Menntaskólinn við Hamrahlíð sýndi COMMANDOR PET tölvu.
Póllinn hf á ísafirði sýndi örtölvustýrða samvalsvog
og RADIO SCHACK tölvu.
Rafgagnatækni sýndi örtölvu með forriti fyrir flugáætlun.
Rafís hf sýndi örtölvustýrðan hávaðamæli.
Raunvísindastofnun Háskólans sýndi örtölvustýrða fiskvog
og umferðarteljara.
Sameind hf sýndi H-8 og H-ll örtölvur frá HEATH.
Símtækni sf sýndi örtölvustýrðan símagjaldmæli.
Skrifstofutækni hf sýndi OLIVETTI tölvusamstæðu.
Skrifvélin kynnti CANON tölvur.
Smith & Norland hf kynnti örtölvubúnað frá SIEMENS A/G.
Tæknibúnaður hf sýndi ýmsa örtölvustýrða notkunarmæla,
t.d. fyrir akstur.
Tækniskóli íslands sýndi forritanlega stýrieiningu,
smíðaða af nemendum.
Tölvutækni hf sýndi BURROUGHS B80 tölvusamstæðu.
Verkfræðiskor Háskólans sýndi ýmsar kennslu-örtölvur.
Völundur hf, Vestmannaeyjum sýndi örtölvustýringu fyrir
fiskflokkurnarvel og nytniutreikningakerfi fyrir frystihús.
Örtölvufélagið sýndi COSMAC örtölvu.