Tölvumál - 01.02.1979, Page 6
6
tölvumAl.
6. UPPSÖGN SAMNINGS
6.1 Notandi má segja samningi þessum upp með
ef rekstraröryggi lágmarksbúnaðar í heild verður minni en
mánaða fyrirvara. Þó má segja samningnum upp án fyrirvara
% á tímabili.
6.2 Viðhaldsaðili má segja samningi þessum upp með sex mánaða fyrirvara þegar sjö ár eru liðin frá gildistöku samnings
þessa, sbr. 3.3, nema annars sé getið í 10. gr.
7. ÞAGNARSKYLDA
Starfsmenn viðhaldsaðila skulu gæta skilyrðislausrar þagnarskyldu gagnvart óviðkomandi um upplýsingar varðandi
málefni notanda eða aðrar upplýsingar, sem þeir afla sér i sambandi við þjónustu þá, sem fjallað er um í þessum samningi.
8. FRAMSAL SAMNINGS
Hvorugur aðili getur án skriflegs leyfis hins aðila afhent réttindi sín og skyldur samkvæmt samningi þessum i hendur þriðja
aðila.
9. MEÐFERÐ ÁGREININGSMÁLA
9.1 Samningur þessi og túlkun hans fer að öllu leyti samkvæmt íslenskum lögum.
9.2 Komi upp ágreiningur milli samningsaðila um túlkun samnings þessa, getur hvor aðili um sig krafist þess að
ágreiningsefnið verði útkljáð með gerðardómi.
9.3 Gerðardóm skipi þrír menn tilnefndir af borgardómi Reykjavíkur. Formaður dómsins skal fullnægja skilyrðum sem
dómari. Samningsaðilar geta bent á hina tvo, sem tilnefndir eru með hæfilegu tilliti til þeirrar sérstöku þekkingar, sem
æskileg er talin við mat á ágreiningsefnum þeim, sem lögð hafa verið i gerðardóm. Komi engar slíkar ábendingar, skal
tilnefna án þeirra.
9.4 Gerðardómur setur sér sjálfur starfsreglur. Fella skal rökstuddan dóm eins fljótt og unnt er og áður en hálft ár er liðið
frá því að gerðardómur var skipaður.
9.5 Þegar gerðardómur ákveður hver skuli greiða málskostnað, þar með talin þóknun til lögfræðinga málsaðila, getur
hann tekið tillit til þess hvort málið var sett í gerðardóm af sanngjörnum ástæðum eða ekki. Gerðardómur ákveður með
tilliti til málsatvika hvenær dóminum skuli fullnægt. Venjulega skal það gert eigi síðar en 14 dögum eftir dómsúrskurð.