Tölvumál - 01.02.1979, Page 9
tölvumAl
9
3. AFHENDING OG HÚSNÆÐI
3.1 Búnaðurinn skal aíhentur uppsettur og prófaður (sjá 4.gr.) á notkunarstað
á athendingardegi þann . Húsnæðið skal vera tilbúið til þess að uppsetning geti hafist eigi síðar en
dögum fyrir afhendingardag, og prófun skai hefjast dögum fyrir afhendingardag.
3.2 Kaupandi getur frestað umsömdum afhendingardegi um allt að mánuði. Frestun þessa skal tilkynna með
minnst mánaða fyrirvara.
3.3 Seljandi skal i síðasta lagi við undirritun samnings láta kaupanda í té skriflegar leiðbeiningar um innréttingar
húsnæðis þess, sem setja á búnaðinn upp í. Kaupandi ber kostnað af innréttingum, svo sem uppsetningu á nauðsynlegum
loftræstibúnaði og rafleiðslum í húsnæðinu.
3.4 Þegar innréttingum er lokið, skal kaupandi tilkynna seljanda það. Kaupandi ábyrgist að skoðun seljanda, sbr. 3.5, geti
farið fram nægilega snemma til að kaupandi geti lagfært galla fyrir þann dag, sem húsnæðið skal vera tilbúið samkvæmt
3.1.
3.5 Seljandi skal án óþarfa tafa skoða húsnæðið og innréttingar. Eftir það skal hann einnig án óþarfa tafa tilkynna
kaupanda niðurstöður skoðunarinnar. Seljandi getur ekki gert kaupanda ábyrgan fyrir bilunum, skemmdum á búnaði eða
drætti á afhendingu búnaðar sem raktar verða til ófullnægjandi aðstæðna í húsnæði, sem seljandi hefur skoðað og
samþykkt.
4. PRÓFUN búnaðar o. fl.
4.1 Prófun búnaðarins skal framkvæma á eftirfarandi hátt:
4.2 Þegar prófun búnaðar er lokið, þannig að þeim kröfum, sem gerðar eru í 4.1, sé fullnægt, skal kaupandi án óþarfa tafa
staðfesta það skriflega.
4.3 Sé staðfestingin, sem nefnd er í 4.2, dagsett á umsömdum afhendingardegi eða siðar, telst sá dagur vera (raunveru-
legur) afhendingardagur. Sé staðfestingin hins vegar dagsett fyrir umsaminn afhendingardag, er kaupanda heimilt að fresta
eignayfirtöku (afhendingardegi) allt til umsamins afhendingardags.
5. VANEFNDIR OG SAMNINGSROF
5.1 Seinki afhendingu fram yfir umsaminn afhendingardag, annað hvort vegna þess að búnaðurinn afhendist ekki á
réttum tima, eða vegna þess að prófun hins afhenta búnaðar hefur ekki sýnt fullnægjandi niðurstöður eða ekki farið fram, án
þess þó að kaupandinn eigi sök á því, skal seljandi:
a) bæta það tjón sem af seinkun hlýst á eftirfarandi hátt:
b) greiða dagsektir að upphæð %c af kaupverði búnaðarins fyrir hvern dag sem afhending dregst fram
yfir umsaminn afhendingardag. Bótagreiðslur þessar skulu þó aldrei verða hærri en % af kaupverði
búnaðarins. Bótagreiðslur þessar ber að greiða strax og dráttur hefur átt sér stað.
Kaupandi ákveður hvort beitt skuli viðurlögum í lið a) eða b).
5.2 Geti kaupandi ekki tekið við búnaðinum á umsömdum afhendingardegi vegna þess að húsnæði er ekki tilbúið eða
vegna þess að prófanir hafa ekki getað átt sér stað eða hefur verið frestað, og seljandi á ekki sök á þessu, færist afhending-
ardagur aftur um þann tíma, sem seinkun kaupanda nemur. Kaupanda er engu að síður skylt að greiða umsamið kaupverð
með þeim skilmálum sem greindir eru í 2. gr. Einnig er kaupanda skylt að greiða allan þann kostnað, sem seljandi verður
fyrir og stafar sannanlega af þessum drætti kaupanda.