Tölvumál - 01.02.1979, Síða 13
TÖLVUMÁL
13
3. AFHENDING OG HÚSNÆÐI
3.1 Búnaðurinn skal afhentur uppsettur og prófaður (sjá 4. gr.) á notkunarstað
á afhendingardegi, þann . Húsnæðið skal vera tilbúið til þess að uppsetning geti hafist eigi siðar en
dögum fyrir afhendingardag, og prófun skal hefjast dögum fyrir afhendingardag.
3.2 Leigutaki getur frestað umsömdum afhendingardegi um allt að mánuði. Frestun þessa skal tilkynna með
minnst mánaða fyrirvara.
3.3 Leigusali skal i síðasta lagi við undirritun samnings láta leigutaka i té skriflegar leiðbeiningar um innréttingar
húsnæðis þess, sem setja á búnaðinn upp í. Leigutaki ber kostnað af innréttingum, svo sem uppsetningu á nauðsynlegum
loftræstibúnaði og rafleiðslum í húsnæðinu.
3.4 Þegar innréttingum er lokið, skal leigutaki tilkynna leigusala það. Leigutaki ábyrgist að skoðun leigusala, sbr. 3.5, geti
farið fram nægilega snemma til að leigutaki geti lagfært galla fyrir þann dag, sem húsnæðið skal vera tilbúið samkvæmt 3.1.
3.5 Leigusali skal án óþarfa tafa skoða húsnæðið og innréttingar. Eftir það skal hann einnig án óþarfa tafa tilkynna
leigutaka niðurstöður skoðunarinnar. Leigusali getur ekki gert leigutaka ábyrgan fyrir bilunum, skemmdum á búnaði eða
drætti á afhendingu búnaðar sem raktar verða til ófullnægjandi aðstæðna í húsnæði, sem leigusali hefur skoðað og
samþykkt.
4. PRÓFUN BÚNAÐAR O. FL.
4.1 Prófun búnaðarins skal framkvæma á eftirfarandi hátt:
4.2 Þegar prófun búnaðar er lokið, þannig að þeim kröfum sem gerðar eru í 4.1, sé fullnægt, skal leigutaki án óþarfa tafa
staðfesta það skriflega.
4.3 Sé staðfestingin, sem nefnd er í 4.2 dagsett á umsömdum afhendingardegi eða síðar, telst sá dagur vera (raunverulegur)
afhendingardagur. Sé staðfestingin hins vegar dagsett fyrir umsaminn afhendingardag, er leigutaka heimilt að fresta
upphafi leigutíma (afhendingardegi) allt til umsamins afhendingardags.
5. LEIGU BREYTT 1 KAUP
5.1 Leigutaki hefur rétt til að kaupa búnaðinn eða hluta hans í stað þess að leigja hann.
5.2 Sé kaupréttar, skv. 5.1 neytt fyrir afhendingardag, gjaldfellur kaupverð hins keypta búnaðar á afhendingardegi.
5.3 Sé kaupréttar neytt eftir afhendingardag, skal greiða fyrir búnaðinn eftirstöðvar af kaupverði sbr. 2.1, en þó ekki lægri
upphæð en % af upphaflegu kaupverði sbr. 1. gr.
5.4 Hyggist leigutaki neyta kaupréttarins á leigutímabili, skal hann tilkynna leigusala það með mánaða
fyrirvara.
6. GILDISTÍMI OG UPPSÖGN
6.1 Samningur þessi gildir í ár frá afhendingardegi, en er þó uppsegjanlegur af hálfu leigutaka eftir
mánuði frá afhendingardegi.
6.2 Segi leigutaki samningnum upp skal hann greiða % af mánaðarleigu fyrir hvern mánuð, sem eftir er af
leigutímabilinu.
6.3 Leigutaki skal tilkynna uppsögn samnings með minnst
mánaða fyrirvara.