Tölvumál - 01.06.1980, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.06.1980, Blaðsíða 2
2 TÖLVUMÁL örtölvubyltingin er í sjálfu sér ekki tæknibylting - öllu fremur veróbylting vegna tæknilegra fram- fara. Þessi verðbylting (stórlækkað verð á tölvu- vélbúnaði) hefur það i för með sér, að nú er vel fært að vinna ýmislegt með tölvu, sem áður var ekki fjárhagslega hagkvæmt aó gera í slíkum tækjum, þótt tæknilega hafi ekkert verið því til fyrirstöóu. Ahrifa þessarar byltingar mun gæta hægar en spáð var i sjónvarpsþáttunum, sem sýndir voru fyrir nokkru. Þvi veldur einkum og sér i lagi innbyggð tregóa þjóðfélagsins til aö tileinka sér breytingar. Þá mun og skorta nauósynlegan hugbúnað, til að unnt verói að nýta vélbúnaðinn til fulls. Ekki er fyrirsjáanleg bylting i geró hugbúnaóar og mun hugbúnaðarkostnaóur þvi ekki lækka. Meiri likur eru á aó sá kostnaður hækki. Mikill skortur er og veróur á hæfu fólki til aó sinna geró hugbúnaðar. Þessi bylting mun, þótt hægt fari, flæða yfir okkur íslendinga eins og aðra, án tillits til skoðana okkar á málinu. Þaó sem við getum reynt aó gera, er að leitast við að stýra nokkuð áhrifum og hraða byltingarinnar. Engin stefna til leiósagnar i þessu efni mun hafa verió mótuó, né vera i undirbúningi. Til dæmis hefur litið sem ekkert veriö gert til að undirbúa jarðveginn meó þvi aó auka kennslu á þessu sviói i skólum, og þótti mönnum skólakerfið hafa brugóist i þessu efni. Það stafar væntanlega fyrst og fremst af þvi aó stefnuna skortir. Þá er og ljóst, aó litió hafa verió hugleidd áhrif byltingar- innar á þjóöfélagió og t.d. atvinnutækifæri þegnanna i framtiðinni, svo sem þeirra, sem miöur eru búnir gáfum eða sérstökum hæfileikum. Áhrif hinnar nýju tækni á vinnuumhverfi verða mikil. Þaó er von og trú Skýrslutæknifélagsins að þær umræður, sem til þessa hafa orðið hérlendis um tittnefnda (ör)tölvu- byltingu séu fremur upphaf en endir umfjöllunar þessara mála. Hér er á ferðinni málefni, sem kemur til með aó hafa áhrif á lif hvers einasta einstaklings i þjóófélaginu á komandi árum - og alda tölvuþróunarinnar verður ekki stöðvuð. Hins vegar eru vissir möguleikar á að takast megi aó koma beisli á óhemjuna og ná þar meó á henni nokkurri stjórn. Lióur i þvi er að vikka sjóndeildarhring almennra borgara á þessu sviöi - upplýsing er hálfur sigur - ásamt þvi aó vekja athygli stjórnvalda á þeim vandamálum, sem hér er við að kljást. Hér kunna félög,eins og örtölvufélagið og Skýrslu- tæknifélagið aó hafa hlutverki aó gegna. Skýrslutæknifélagió hefur fyrir sitt leyti áhuga á að leggja hér lóð á vogarskálarnar og stefnir aó þvi aö taka þráðinn upp á ný, á vetri komanda.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.