Tölvumál - 01.06.1980, Side 7
TÖLVUMÁL
7
meö tiltölulega lítilli tilsögn, aö fá fram á sína
endastöö þær upplýsingar, sem hann óskar eftir og hefur
aðgang aö, úr upplýsingabanka tölvunnar.
Varöandi nýtt forritunarmál mætti minna á kynningu á
málinu ADA, sem fram fer nú á næstunni.
Annaö sviö gagnavinnslunnar, þar sem framfarir munu
veröa hvaö örastar, er sending og móttaka á upplýsingum,
bæöi um linur og þráölaust. Á þessu sviöi er gert ráö
fyrir aö um geysi miklar framfarir veröi aö ræöa, enda
er þetta einn af þeim þáttum gagnavinnslunnar sem vex
hve hraöast, því næsta framtíð gagnavinnslu mun byggjast
á stórum tölvumiöstöövum og „network".
Ég er þeirrar skoöunar, eins og fram hefur korniö, aö
örtölvan muni ekki breyta almennri gagnavinnslu, muni
aðeins efla þann vélbúnaö sem notaöur er viö hana.
Við gagnavinnslu er og verður það hugbúnaðurinn sem
skiptir öllu máli. Ef horft er fram á veginn í þessum
efnum, sjá menn fyrir sér, aö fyrir lok þessa áratugs,
muni það veróa talió jafn sjálfsagt og í dag þykir
að sími sé á borðum starfsfólks, að þar veröi einnig
endastöó frá tölvu, og geti hver starfsmaður þannig
haft beinan aögang aö þeim upplýsingum, sem hann þarf
á aö halda.
Ég geri ekki ráó fyrir því aö viö hér á landi veröum
komnir svona langt að 10 árum liönum, vegna þess hve
mjög viö erum nú þegar orðin á eftir i þessum efnum,
og ef viö miöum við þróun okkar á síöasta áratug,
þá viröist mér aö við séum stööugt aö dragast aftur
úr.
Jón Þór ólafsson:
/
ÖRTÖLVUTÆKNIN
Eins og þeim er kunnugt er horföu á sjónvarpsþættina um
örtölvubyltinguna fyrr i vetur, þá hefur átt sér staö
geysimikil þróun í rafeindatækni á síöast liönum 10
árum.
Þessi þróun hefur leitt til þess aö nú eru framleiddar
tölvur í heilu lagi í einni samrás. Meö hjálp þessara
tölva má nú leysa verkefni sem áöur var ekki hagkvæmt
aö leysa vegna þess aö kostnaöurinn viö þaö hefði
veriö óheyrilegur.
Þaö má segja aö núna seinustu misseri séu afkvæmi bylt-
ingarinnar fyrst að líta dagsins ljós í formi fullkom-
inna tækja og ódýrra tölvukerfa.