Tölvumál - 01.04.1981, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.04.1981, Blaðsíða 5
TÖLVUMÁL 5 3.1 Félagiö beitti sér fyrir því i samvinnu viö Stjórn- unarfélag Islands, aö námskeiö um endurskoöun tölvu- kerfa sem haldið var á siöasta félagsári var endur- tekiö vegna mjög mikillar eftirspurnar. 1 þessu sambandi stóö félagiö og fyrir sýningu kvikmyndar- innar, "The Billion Dollar Bubble and The Equity Funding Scandal. 3.2 1 apríl er ákveðiö aö Englendingurinn Michael Jackson haldi námskeiö þar sem kynnt verður hönnunaraöferö, sem við hann er kennd. Fullbókaö er á þetta námskeið. í þessu sambandi má geta aö á almennum félagsfundi í apríl mun Michael Jackson kynna umrædda hönnunar- aöferö. 3.3 Næsta haust mun félagið í samvinnu við Stjórnunar- félag íslands standa fyrir námsstefnu um ritvinnslu- textavinnslu og sýningu á nauðsynlegum búnaði i því sambandi. A því félagsári, sem nú er aö ljúka, hefur félagiö eins og áöur haft ýmsar nefndir á sínum snærum til aö sinna sér- stökum verkefnum. Þar má nefna, 1. Oröanefnd félagsins, formaöur Sigrún Helgadóttir. Sigrún mun hér á eftir gera grein fyrir störfum nefndarinnar. 2. Nefnd til að endurskoða tillögur aö íslenzkum staöli fyrir tákn og lyklaborö. Formaður er Auöun Sæmundsson. 3. Nefnd til aö endurskoða staölaða samninga félagsins bæöi hvað varðar kaup, leigu og viðhald á tölvu- búnaöi. Formaður er Guöni Kristjánsson. Á siöasta aðalfundi Skýrslutæknifélags Islands, sem haldinn var 25. marz 1980, voru samþykktar þrjár tillögur, sem fólu x sér eftirfarandi: 1. Itrekað var að stjórn Skýrslutæknifélagsins væri faliö að mæla meö notkun staölaöra samninga um kaup, leigu og viöhaldsþjónustu á tölvubúnaöi. Ennfremur var stjórninni falið að efna til viöræóna viö þá seljendur sem enn hefðu ekki tekið þennan staöal í notkun. Stjórnin ræddi viö tölvuseljendur, bæöi þá sem höföu tekiö upp samningana bæöi beint eöa i breyttri mynd, og eins þá sem höföu ekki tekið upp þessa samninga. Niöurstööur þessara viöræöna voru birtar i Tölvumálum. 2. Stjórninni var falið að undirbúa gerö árlegs yfirlits yfir tölvubúnaö og tölvunotkun á Islandi. Stjórnin fól nefnd aö annast þetta verk og mun Sigurjón Pétursson gera grein fyrir þessum málum hér á eftir. Itengslum viö þessa könnun hefur Oddur Benediktsson, dósent unniö aö spá um mannafla. Þessi spá nær til hinna ýmsu starfa sem tengd eru upplýingasöfnun og upplýsingaúrvinnslu. 3- Þá var og á síöasta aöalfundi vísaö til stjórnar félagsins tillögu um aö haldinn veröi félagsfundur um áhrif tölvuvæöingar á störf og vinnuumhverfi. Stjórnin hefur fjallaö um þessa tillögu en ekki enn boðað til slíks fundar.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.