Tölvumál - 01.11.1981, Page 3

Tölvumál - 01.11.1981, Page 3
TÖLVUMÁL 3 21-23juni1982 Göteborg SVERIGE Nð ER ORÐIÐ TÍMABÆRT AÐ TILKYNNA FRAMLAG TIL NordDATA 82 (Dagskrárnefnd NordDATA 82 hefur sent okkur íslendingum orðsendingu þá, sem hér fer á eftir í lauslegri þýðingu. Bæklingurinn Call for Papers, með upp- lýsingum um ráðstefnuna og leiðbein- ingum fyrir þá, sem hugsa sér að flytja þar erindi, er fáanlegur hjá ritara, Óttari Kjartanssyni, í sima 86144.) Hinar árlegu NordDATA ráóstefnur eru orðnar sjálfsagður vettvangur fyrir þá, sem tengjast rannsóknum, þróun og hagnýtingu á sviði gagnavinnslu. NordDATA 82 verður haldin dagana 21.-23. júnx 1982 í Gautaborg. Nú er orðið tímabært að senda inn drög að erindum og hugmyndir, sem gert geta fimmtándu NordDATA ráóstefnuna áhugaverðari og árangursríkari en nokkru sinni fyrr. Vió höfum til þessa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi, aó hitta af og til fulltrúa frá xslenskum gagnavinnsluaðilum meðal þátttakenda á NordDATA ráðstefnum. Dagskrárnefnd NordDATA 82 væri það einnig sérstakt gleðiefni, að geta boðið velkomna fyrirlesara frá íslandi og vill því hvetja alla þá, sem hafa frá áhugaverðum hlutum aó segja, að senda hið fyrsta inn drög aó fyrirlestri til flutnings á ráðstefnunni. Svo sem venja er, fá fyrirlesarar greióslu fyrir hlutdeild í NordDATA 82. Þess utan munu þeir, sem senda inn drög að erindi fyrir 15. desember 1981 og auk þess fullfrágengið hand- rit timanlega fyrir ráöstefnuna, verða þátttakendur í happ- drætti, þar sem dregnar verða út nokkrar heimilistölvur. Sendu þvi þitt framlag hið allra fyrsta. NordDATA 82 mun gefa kost á rökræóum milli hinna ólíku fylkinga á sviói gagnavinnsluj milli sérfræðinga og leik- manna, milli hugmyndafræðinga og raunsæismanna, milli þeirra, sem byggja á árangri (eða mistökum) liðinna ára og þeirra, sem leitast við að skapa nýtt og rýna inn í framtíðina. Dagskrárnefndin vill sérstaklega hvetja þá, sem ekki telja sig hafa neitt sérstakt fram að færa, að sækja í sig veórið. Allir hafa frá einhverju að segja eða einhverju að svara, geta sagt frá kenningu, sem þeir hafa prófað, eða fjallaó um viðfangsefni og rökrætt undir einkunnarorðunum: RANNSÓKNIR - ÞRÓUN - HAGNÝTING

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.