Tölvumál - 01.02.1982, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.02.1982, Blaðsíða 5
TÖLVUMÁL 5 Áriö 1978 sáum viö ekki svona langt fram á veginn. Og þó að menn geðu sér grein fyrir þvi að ókostur væri að vikja frá ritvélahefóinni, sérstaklega um stöóu stafanna þ og ö, sem nauðsynlegt var að gera til að fylgja ISO staó- linum, taldi félagiö að ýmis alvarleg vandkvæöi gætu fylgt því að vera með undantekningar, einkum ef nánast allar aðrar þjóðir og þar með allir tölvuframleiðendur tækju hann upp. Eftir að félagið hafði afgreitt staðaltillöguna, tóku ýmsir notendur aó gera kröfur til þess í útboóum aó fá tæki búin samkvæmt henni. Og aó liónum eólilegum fresti til hönnunar og smiða tóku aó berast tæki með hinu íslenska tölvuboröi frá helstu seljendum. Er talió aó þau séu nú hátt i þúsund i notkun. Vegna kostnaðar- og tæknilegra vandamála var eldri tækjum ekki breytt. Staóaltillaga Ióntæknistofnunar. Þegar stjórn Skýrslutæknifélagsins sendi staóaltillögu sína til Iónþróunarstofnunar, var þess vænst að hún myndi kynna málið fljótlega meðal innflytjenda ritvéla og annarra er þaó kæmi við. Það fór á annan veg. Stofnunin skipti reyndar um nafn í millitíðinni og einhver mannaskipti voru þar, en þaó var ekki fyrr en í maí 1981 aó viðbragða varð vart við erindi Skýrslutæknifélagsins. En þá hafði Verslunarskóli íslands ýtt viö stofnuninni og vildi koma á samræmi milli tölva og ritvéla vegna kennslu í vélritun. Með bréfi dags. 13. maí gefur Iðntæknistofnun Islands út til- lögu að lyklaborói fyrir ritvélar og tölvur, sem er að mestu samhljóða tölvuboröi Skýrslutæknifélagsins frá 1978, meðal annars hvað varðar skipan stafanna Þ og Ö. Tillagan var send um 20 aðilum, innflytjendum ritvéla og tölva og auglýst eftir athugasemdum. Þar eð fæstir inn- flytjendur ritvéla höföu áður vitað um þessar stöölunar- aógeróir, uróu vióbrögð þeirra nokkuó á einn veg. Bárust 8 mótmæli en aðeins eitt samþykki úr þeim hópi. Flestir geróu athugasemdir vió skipan stafsins Þ, þar sem ekki væri nein leið að fara eftir þessari tillögu á borði sem hefói færri en 45 lykla, en þannig eru flestar ódýrari ritvélar, sem hér eru seldar, þar með skólaritvélar. Frá tölvuseljendum barst eitt svar, samþykki. Eitt bréf barst frá aðila sem hafði séð tillöguna en ekki verið send hún beint, og geröi sá einnig athugasemdir. Ljóst var nú að ekki næði þessi staðaltillaga fram aö ganga nema tækist að samræma með einhverjum hætti hin and- stæóu sjónarmið. Iðntæknistofnun setti því á stofn nefnd til að freista þess aó ná samkomulagi um nýjan staóal. 1 þessa nefnd voru skipuó Auóun Sæmundsson, SKÝRR,Kristján Auðunsson, Einari J. Skúlasyni, Þórunn Felixdóttir, Verslunar- skóla íslands og Björn Sveinbjörnsson deildarstjóri í Iðn- tæknistofnun, sem var formaður.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.