Tölvumál - 01.02.1982, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.02.1982, Blaðsíða 15
TÖLVUMÁL 15 skrAningarlögin Skráning upplýsinga um einkamálefni og löggjöf og reglur um þaó efni hefur nú um árabil verió áhugaefni félaga i Skýrslutæknifélaginu. Lagafrumvarp um þetta efni kom til umsagnar félagsins og umsögn um þaö fór frá félaginu til Alsherjarnefndar Alþingis. Lög númer 63/1981 um kerfisbundna skráningu upplýsinga, er varða einkamálefni, voru samþykkt á Alþingi s.l. vor. Samkvæmt þessum lögum er eftirlit með lögunum i höndum 3ja manna nefndar, tölvunefndar, en starfsmaóur dómsmála- ráöuneytisins skal vera ritari nefndarinnar. Hinn 31. desember 1981 skipaói dómsmálaráðherra tölvunefnd þannig: Benedikt Sigurjónsson, fyrrv. hæstaréttardómari, formaður. Bjarni P. Jónasson, fyrrv. forstjóri, skv. til- nefningu stjórnar Skýrslutæknifélags islands. Bogi J. Bjarnason, aðalvaróstjóri. Varamenn: Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, varaformaður. Gunnlaugur G. Björnson, skipulagsstjóri, skv. til- nefningu stjórnar Skýrslutæknifélags islands. Benedikt Jónmundsson, framkvæmdastjóri. Ritari er Hjalti Zóphoníasson, deildarstjóri. 3.2.1982 - BJ. TÖLVUFRÆÐSLA STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS í Stjórnunarfréttum, fréttabréfi Stjórnunarfélags íslands, 1. tbl. 1982, er greint frá því, að félagið hefur nú ákveðið að koma á fót skipulagðri tölvufræðslu, sem hefur þaó að markmiði aó gefa stjórnendum og almennum starfsmönnum undir- stöóufræðslu um tölvur og þjálfun i notkun þeirra. Tölvufræðslan veróur til húsa að Ármúla 36 og hefur dr. Kristján Ingvarsson, verkfræðingur, verið ráðinn forstöóu- maður hennar. Tölvuvélbúnaður, sem notaöur verður við kennsluna, hefur verió keyptur og samiö hefur verið um afnot af hugbúnaði og kennslugögnum. Fyrstu námskeiðin hafa verið ákveðin og verða þau um rit- vinnslu. Leióbeinendur á ritvinnslunámskeiðunum verða Kolbrún Þórhallsdóttir og Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen. Fleiri námskeióa á sviði tölvufræðslu er aó vænta og verða þau kynnt síðar í fréttabréfi Stjórnunarfélagsins.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.