Tölvumál - 01.02.1982, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.02.1982, Blaðsíða 16
16 TÖLVUMÁL FÉLAG ÁHUGAMANNA UM CP/M-STJÓRNKERFI Komið hefur fram hugmynd um aó stofna félag eða klúbb áhugamanna um svonefnt CP/M-stjórnkerfi fyrir örtölvur. Til álita kemur að slíkt félag eða klúbbur starfi innan vébanda Skýrslutæknifélagsins. CP/M-stjórnkerfió er talsvert notað i tölvum með 8080-, Z80- og 8086-Örtölvurásum og eru tvær fyrstnefndu rásirnar algengastar í smærri viðskipta-örtölvum. Skráðir notendur CP/M-stjórnkerfisins eru yfir 200.000 og fer þeim ört fjölgandi. Tilgangurinn meó stofnun félags eða klúbbs áhugamanna um þetta tiltekna stjórnkerfi er margþættur, svo sem að leitast viö aó samræma notkun hugbúnaóar og vélbúnaðar hérlendis, aó afla upplýsinga um vélbúnað og hugbúnað og miðla þeim til félagsmanna, - aó veita þróun framangreindrar tækni aóhald hérlendis. Stefnt er að þvi aó boóa til undirbúningsfundar að stofnun félags eða klúbbs innan txðar, og þá e.t.v. i tengslum við félagsfund hjá Skýrslutæknifélaginu. Ahugamenn um þetta efni eru beónir um að hafa samband vió Guómund Ragnar Guómundsson, i sima 78935. OTTAR KJ ARTANSSON SKYRR HAALEITISBRAUT 9 105 REYKJAVIK fe@DwQ=öOTfi]ájD Pósthólf 681 121 Reykjavik

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.