Tölvumál - 01.03.1982, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.03.1982, Blaðsíða 4
4 TÖLVUMÁL Dr. Jón Þór Þórhallsson, dósent: í Att að tölvuneti Aó undanförnu hefur mikið og margt verið ritað og rætt um hió svonefnda upplýsingaþjóðfélag, sem sé á næstu grösum. Því verður ekki neitað að upplýsingasöfnun og upplýsinga- miölun hefur færst mjög í vöxt síðustu árin. Þá er orðið nokkuð algengt að upplýsingar séu geymdar i tölvu. Ýmissa hluta vegna er ekki hentugt að geyma allar þessar upplýsingar í einni tölvu heldur í mörgum tölviim. Þau tæki, sem nú eru aðallega notuð við upplýsingamiðlun, eru skjáir, en meó þeim má kalla fram upplýsingar úr tölvum. Auðvitað er bæði hentugt og nauðsynlegt að geta notað sama skjá til aó sækja upplýsingar i sem flestar gerðir tölva. Að öðrum kosti þyrfti aó fjárfesta i mörgum skjám fyrir eina skrifstofu. Mörg eru þau fyrirtæki, sem fest hafa kaup á litilli tölvu til eigin nota. Þessum litlu tölvum fylgja skjáir, sem kalla má smátölvuskjái. Þessir skjáir eru notaóir til aó mata litlu tölvuna á upplýsingum og til að kalla fram upplýsingar, sem geymdar eru i henni. En þegar fyrirtækið þarf að kalla fram upplýsingar, sem geymdar eru i annars konar tölvum frá öðrum framleiðendum, hvernig fer þá? Er hægt að nota þá smátölvuskjái, sem til eru á staðnum? Hingað til hefur verið hægt að nota þessa skjái ef um sambærilega smátölvu hefur verið að ræóa. Ef sækja þurfti upplýsingar i stórtölvu, þá dugði ekkert minna en kaupa sérstakan stórtölvuskjá, og slikt hafði i för meó sér allveruleg fjárútlát þar sem stórtölvuskjáir eru marg- falt dýrari en smátölvuskjáir. 1 dagle ju tali eru smátölvuskjáir oft kallaðir ASCII-skjáir, sem er stytting á American Standard Code for Information Itnerchange. Nafnið er dregið af kódanum, sem notaður er fyrir táknin i flestum litlum tölvum. Þegar rætt er um stórar tölvur hér á landi, þá er varla öðrum tölvum til að dreifa en tölvum frá IBM. Þessar vélar nota ekki ASCII- kóda heldur svonefndan EBCDIC-kóda (Extended Binary Coded Decimal Interchange Code). En það er annað en kódar, sem skilur aó smátölvuskjá og stórtölvuskjá. Sjálfur sendingar- mátinn, þ.e. hvernig kódarnir fyrir táknin eru sendir um sima- linur milli vélar og skjás og skjás og vélar, er ekki sá sami fyrir smátölvuskjái og stórtölvuskjái. ASCII-skjáir senda einn og einn kóda i einu og kódarunurnar eru sendar óreglulega. Af þvi er nafnið asynchron dregið. EBCDIC- skjáir pakka kódunum saman og senda kódapakkana reglulega. Slikur sendingarmáti er kallaður synchron. Sú útfærsla, sem algengust er hér á landi, er kennd við IBM 3270 skjái. Mynd 1 og mynd 2 sýna þessa tvo sendingarmáta. Ekki nota allir ASCII-skjáir asynchron-sendingarmátann á sama hátt. Þó má segja aó afbrigðin, sem eru i notkun i dag, séu aðallega þrjú: ADM 3A, VT52 og VT100. Fyrsta af- brigóió er kennt vió hina þekktu ADM 3A-skjái frá fyrir- tækinu Lear Siegler en hin afbrigðin við VT52- og VT100 skjái frá Digital Equipment Corporation. Hvað synchron-

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.