Tölvumál - 01.03.1982, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.03.1982, Blaðsíða 9
TÖLVUMÁL 9 VARIÐ YKKUR A ÍSLENSKU ALMANÖKUNUM ... Tölusetning á vikum er núoröið talsvert notuð x viðskiptum manna á meðal, og þá einnig í gagnavinnslu, til að ákvarða tímabil. Þar sem vika (sjö dagar) gengur ekki upp í dagafjölda í einu ári, þarf að gilda um það ótvíræð regla, hvenær fyrsta vika árs byrjar hverju sinni. Alþjóðlegur staðall (ISO 2015 - Numbering of weeks) kveður á um þetta. Staóall þessi er ekki nógu vel þekktur hér á landi, og islenskur staóall um þetta efni hefur ekki ennþá verið gefinn út - þvi miður. 1 alþjóðlega staólinum eru tvö undirstöðuatriði: a) Vika hefst á mánudegi og endar á sunnudegi. b) Þegar nýjársdag ber ekki upp á mámidag, gildir sú regla um vikuna sem spannar áramótin, að hún telst til þess ársins, sem fjórir eða fleiri dagar hennar heyra til, eða með öðrum einfaldari orðum: Fyrsta vika árs er sú vika, sem hefur fyrsta fimmtudag ársins. A nýbyrjuóu ári (1982) er 4. janúar mánudagur. Fyrsta vika þessa árs hefst því 4. janúar, en 1.-3. janúar taldist til 53. viku ársins 1981. A þessu atriði hafa flestir útgefendur almanaka hérlendis flaskað nú i ár. Þeir hafa gert 1.-3. janúar aó 1. viku ársins og byrja síóan 2. viku 4. janúar. Fyrir bragðið eru nú flest íslensk almanök, þar sem tölusetning á vikum er viöhöfð, i ósamræmi við erlend almanök að þessu leyti. í viöskiptum, svo sem landa á milli, getur ruglingur af ’' -ssu tagi auðveldlega valdið slæmum misskilningi og jafn- vel tjóni. Þetta er afleitur fingurbrjótur, sem þegar hefur valdió góóum mönnum hugarangri. 1 viðskiptum og gagnavinnslu er afar áriðandi að atrióum sem þessum sé ekki klúðraó. Það er því ærin ástæða til aó birta aóvörun til gagna- vinnslumanna: Varió ykkur á islensku almanökunum 1982, hvað tölusetningu a vikum varðar. Skylt er aó taka það fram, aó i Almanaki Hins islenska Þjóðvinafélags 1982, sem Þorsteinn Sæmundsson, stjörnu- fræöingurAbjó til prentunar, er rétt farið meó þetta atriði. Einhvernvegin þarf að ýta við þeim mönnum, sem gera svona vitleysu, og leitast vió að tryggja að þessi saga endur- taki sig ekki. Ef til vill er einnig meira en timabært, að skora á Iðn- tæknistofnun islands, að láta nú verða af þvi að gefa út islenskan staðal um tölusetningu á vikum. Það ætti ekki að vera margbrotið mál og þvi varla ástæða til að draga það deginum lengur. Óttar Kjartansson.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.