Vísir - 09.12.1961, Blaðsíða 2
2
V I S I R
Laugardagur 9. desember 1961
IVIikill f jöldi jólabéka
frá ísafold.
Isafoldarprentsmiðja er einn
hinna „stóru“ útgefenda á
landinu og hefur verið það um
langt árabil. I ár koma fjöl-
margar bœkur út hjá fyrirtæk-
inu bæði eftir innlcnda höfunda
og erlenda.
Útgáfustarfsemi ísafoldar
byggist ekki hvað sízt á út-
gáfu ritsafna kunnra höfunda.
Má í því sambandi geta þess að
fyrir nokkru er lokið útgáfu á
ritsafni Jóns Sveinssonar
(Nonna) í 12 bindum, sem
mörgum unglingum hefur orðið
einkar kærkomið,
Tvö stór ritsöfn eru nú í
gangi hjá ísafold. Annað þeirra
ritsafn Matthíasar skálds
Jochumssonar og kemur átt-
unda bindi þess út í ár. f því
eru öll leikrit Matthíasar, átta
talsins, og meðal þeirra eitt lítið
leikrit, sem ekki hefur verið
prentað áður.Ýtarlegan formála
að þessu bindi skrifar Stein-
grímur J. Þorsteinsson prófes-
sor.
Hitt ritsafnið er heildarútgáfa
á ritum Sigurðar Breiðfjörð.
Áður höfðu komið út tvö bindi
af ljóðmælum Sigurðar, en nú
kom þriðja bindið og um leið
það síðasta með athugasemd-
um og skýringum við öll þrjú
bindin, sem Sveinbjörn Sigur-
jónsson skólastjóri hefur gert.
Jafnframt þessu lokabindi á
ljóðmælum Sigurðar kemur út
fyrsta bindi af rímnasafni hans,
en áætlað er að þau verði sex
talsins. f fyrsta bindinu eru
Tistransrímur o. fl, Sveinbjörn
Beinteinsson skáld sér um út-
gáfuna og skrifar skýringar.
Áf öðrum innlendum bókum
má geta íslenzkra þjóðhátta
eftir Jónas Jónasson frá Hrafna-
gili, sem koma nú út í 3ju út-
gáfu. Tvær þær fyrri eru löngu
þrotnar og mjög eftirsóttar.
Einar Ólafur Sveinsson prófes-
sor sér um útgáfuna.
Skuggsjá Reykjavíkur eftir
Árna Óla ritstjóra kom út í
haust, Það er safn skemmti-
legra og fróðlegra sagnaþátta
frá ýmsum tímum sem gerzt
hafa í höfuðbrg íslands,
Bóndinn í Hrauni eru endur-
minningar Jónasar Jónassonar
að Hrauni í öxnadal, en Guð-
mundur Friðfinnsson skáld á
Egilsá hefur skráð.
Þá hefur ísafold gefib út
ferðabók eftir Einar Ásmunds-
son hæstaréttarlögmann og
skáld. Bókin heitir Frá Græn-
landi til Rómar og er safn ferða-
þátta frá ýmsum löndum.
Helga Sigurðardóttir fyrrv.
skólastjóri hefur skrifað bók-
ina Níutíu og þrír ostaréttir. Sú
bók verður flestum húsmæðr-
um vafalaust kærkomin.
í tilefni af aldarafmæli Bene-
dikts S. Þórarinssonar kaup-
manns og bókasafnarans nafn-
kunna sem gaf Háskólanum
bókasafn sitt, kemur út minn-
ingarrit sem þrettán nafnkunn-
ir menn skrifa, þ. á m. próf.
Einar Ól. Sveinsson, Björn Sig-
fússon bókavörður og fleiri,
þ. á m. enskir fræðimenn.
Isafold gefur út á þessu ári
nokkrar skáldsögur innlendra
höfunda, þ. á m. Sonur minn
Sinfjötli eftir Guðmund skáld
Daníelsson, Rauði kötturinn
eftir Gísla Kolbeinsson, fyrsta
bók þess höfundar, Næturgest-
ir eftir Sigurð A. Magnússon
blaðamann, Börn eru bezta
fólk, unglingasaga eftir Stefán
Jónsson rithöfund og loks tvær
barnasögur eftir Kára Tryggva-
son rithöfund ,,Dísa og Skoppa“
og „Sísí, Túkú og apakettirnir“.
Af þýddum bókum skal fyrst
fræga telja Antigonu eftir
Sofokles, Dr. Jón Gíslason
skólastjóri þýddi hana úr frum-
málinu og skrifar jafnframt
inngang um upphaf og þróun
leiklistar.
Ástir Dostoéfskis er heiti
á ævisögu þessa skáldjöfurs
Rússa sem rússneskur höfund-
ur búsettur í Bandaríkjunum
Marck Slonim hefur skráð, en
Hersteinn Pálsson ritstjóri ís-
lenzkað.
Hersteinn Pálsson hefur ís-
lenzkað aðra bók, sem ísafold
gefur út í haust, en það er Or-
ustan um Atlantshafið eftir
Donald Maclntyre. Þar er skýrt
á hlutlausan hátt frá sjónar-
miði beggja aðila í þessum
miklu átökum. í bókinni er all-
margt mynda.
Einbúinn í Himalaja er, heiti
nýrrar bókar eftir Paul Brun-
ton, hinn alkunna yoga, ævin-
týraleg bók, sérkennileg og vel
skrifuð.
Silkislæðan heitir ágæt og
hrífandi ættarsaga, norsk, eftir
skáldkonuna Anitru, en það er
dulnefni. Stefán Jónsson náms-
stjóri þýddi.
Loks skal getið tveggja bóka
eftir Jack London, en þær eru
Gullæðið í þýðingu Geirs Jón-
assonar bókavarðar og í Suður-
höfum, sem Sverrir Kristjáns-
son sagnfræðingur hefur snúið
á íslenzku.
Dagbók
íínnu Frank.
Laugarásbíó.
A.f öllu því
oókaflóði,
sem síðari
leimsstyrj-
'Jldin kom af
stað, er Dag-
bók Önnu Frank hvað hjart-
næmust, Hún var gefin út árið
1952 og leikritið eftir henni
fyrst sýnt 1955 og hefur síðan
verið sýnd á tugum tungumála.
Nú er kvikmyndin komin og
reynist vera meistaraverk.
Anna Frank var 13 ára þeg-
ar fjölskylda hennar varð að
flýja upp á verksmiðjuloft í
Amsterdam undan ofsóknum
nazista. Með þeim var önnur
fjölskylda og varð Anna ást-
fangin af syninum. Auk þess
var með þeim gamall, geðillur
tannlæknir. Þarna urðu þau að
hafast við í tvö ár við þröngan
kost, sem vinir fluttu þeim.
Níu mánuðum fyrir frelsun
Hollands fundu Nazistar þau,
og aðeins Otto Frank, faðir
Önnu, lifði af fangelsisvistina.
Ekki verður sagt að þetta sé
efni í dagdrauma, heldur er
þetta staðfesting á þeim krafti
sem óspilltur andi manns hefur
til að halda sér upp úr volæði,
við hinar óhugnanlegustu að-
stæður, með von og trú. Ógnir
eru í öllum áttum. Lögreglubíl-
arnir gaula á götunum og fóta-
tak lögreglumannanna glymur
á nóttinni.
Fjölskylda kaupmannsins á
horninu er flutt burt fyrir að
leyna tveimur Gyðingum, Tveir
lögregluþjónar leita að þjófi í
húsinu og fara sér hægt. Á
meðan er kötturinn að sleikja
trekt á borðinu og ýtir henni
fram á borðbrún, þar sem hún
vegur salt, en dregur hana síðan
til baka aftur, og enginn getur
annað gert en að horfa á. Sen-
um sem þessum dreifir leik-
stjórinn. George Stevens, um
myndina alla og eru þær hver
annarri æsilegri, og er sú síð-
asta miklu meira spennandi en
nokkuð það sem Alfred Hit-
chcock hefur dreymt upp.
Af leikurunum eru ekki aðrir
þekktir hér á landi en Shelley
Winters og Ed Wynn, en gera
allir hlutverlcum sínum mjög
góð skil. í aðalhlutverkið voru
prófaðar tíu þúsund stúlkur og
Geta Reykvíkingar ræktað
jólatrén sín sjálfir?
Nýlega sá eg
uppskipun á greni-
trjám úr Gullfossi.
— Voru það vænt-
anlega jólatré okkar
Reykvíkinga o. fl.
Þá datt mér í hug
atvik frá liðnu
sumri. — Eg hitti
einn kunningja
minn í Vesturbæn-
um og var hann að
hlúa að nokkrum
sitkagreniplötum í
garði sínum. Mér
fannst hann stað-
setja þær einkenni-
lega í garðinum
og hafði orð á því
við hann. — „Já,“
sagði hann, „þessi
tré eiga nú ekki að
standa hérna nema nokkur ár;
eg er nefnilga að ala mér upp
jólatré. — Þegar stærsta tréð
er orðið á annan metra á hæð-
ina, þá hegg eg það fyrir jólin
og gróðurset svo nýja plöntu
í staðinn næsta vor. Þannig á
það að geta gengið ár eftir ár.“
Já, því ekki það? í flestum
görðum hér í Reykjavík sjáum
við þroskamikil grenitré svo
að auðséð er að sitkagrenið
kann vel við sig hér. — Setjum
svo, að garðeigendur gróður-
settu eina plöntu á hverju ári
í þessu skyni og þegar elzta
tréð væri vaxið í jólatréshæð,
þá væri það höggvið, t. d. á
Þorláksmessu og notað um
jólin. — Síðan væri ætíð gróð-
ursett í skarðið að vorinu.
Trúlegt er að þessi nýhöggnu
tré heldu betur á sér barrinu
en innflutt tré sem höggvin eru
fyrir tveim mánuðum. — Börn-
unum þætti líka meira gaman
að jólatré, sem þau gerþekkja.
Það sem athuga þarf í sam-
bandi við ræktun grenitrjáa
er, að velja þeim góðan stað í
garðinum, og skýla þeim vel
að vetrinum, sérstaklega með-
an þau eru ung. Einnig þarf að
athuga, að vorsólin skíni ekki
mikið á þau meðan jörð er
frosin. Stundum er líka nauð-
synlega að úða þau gegn barr-
lús á sumrin.
Myndin er tekin í greniskóg-
inum sunnan við gamla kirkju-
agrðinn. Sá lundur er orðinn
furðu stór þótt ekki sé hann
gamall að árum.
X.
Hringkonur hafa safn-
að um 160,000 kr.
Hundruð Reykvíkinga komu
á hlnn stóra jólabazar Hring-
kvenna í Sjálfstæðishúsinu á
sunnudaginn var. Þar var mikið
úrval af fallega heimaunnum
munum, enda varð salan svo
mikil, að Hringkonur hafa aldr-
ei fyrr á slíkum jólabzar tek-
ið inn jafnnmikið fé, því varn-
ingur var seldur fyrir um
100,000 krónur.
Efnt var til flughappdrættis
og hefur verið dregið í því.
Upp kom númer 877 og er hand-
varð fyrir valinu Millie Perkins,
18 ára gömul sýningarstúlka,
grönn og lagleg, með mjög lif-
andi andlit.
Innan um þjálfaða atvinnu-
leikara tekst þessum byrjanda
að halda athyglinni nákvæm-
lega þar sem hún á að vera, á
Önnu Frank, ímynd virðingar
mannsins við niðurlægjandi
aðstæður. Ó. S.
hafi miðans beðinn að hringja
í síma 35576 eða 12722.
Eftir því sem blaðið hefur
frétt, munu Hringkonur nú í
haust hafa safnað til Barna-
spítalasjóðs síns hvorki meira
né minna en 160.000 krónum.
8000 heimilis-
lausir í Sevilla.
Yfir 8000 manns urðu að
flýja heimili sín í flóðunum í
Sevilla og grennd fyrir viku.
A. m. k. 8 menn drukknuðu og
á annað hundrað voru fluttir í
sjúkrahús.
Óhemju vöxtur var í Gua-
dalquvir, eftir langvarandi
úrkomur, og flæddi vatnið yfir
götur 3/4 hluta borgarinnar.og
bar mikinn leir inn á þær og
inn í húsin. í nálægð borgarinn-
ar eru tvær bandarískar flug-
stöðvar og voru 600 fjölskyldur
fluttar þangað til bráðabirgða.