Vísir - 09.12.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 09.12.1961, Blaðsíða 7
V I S I K 7 Eáugardagur 9. desember 1961 ■ - Fjölskyldan yfir kaffisopa, Ásdís, Ingrid og Ásmundur, Skemmtileg skemmtilegan mann. Óðinshrafninn er tákn- mynd blaðamennskunn v, m | , ■ ■ v m |# — Kolbeinshaus-hugmynd-í sagoi Asmundur á blaðamannafundi mm hef* es aurei vmi> nem sérlega hrifinn af, enda er Um daginn barst mér í hend- ur ný bók eftir Jónas Árnason, „Tekið í blökkina“. Þetta eru endurminningar sjómanns, Jón- geirs Davíðssonar Eyrbekks, og er skemmst frá að segja, að Jóngeir er ákaflega skemmti- legur viðkynningar, og Jónasi hefur tekizt mæta vel að færa í Ietur sögur Jóngeirs. Mér hefur alltaf fundizt það mikill kostur við bók, ef hún tekur athygli manns strax, og að maður eirir ékki fyrr en lestrinum er lokið. Þannig var það um þessa bók. Jónas Árnason er löngu þjóð- kunnur rithöfundur, einkum fyrir frásagnir sínar af sjó- mönnum og sjómennsku, — og börnum. Jónas er blessunarlega laus við allan „gervistíl“, styrk- ur hans felst fyrst og fremst í látleysi frásagnarinnar og kímnigáfu, sem hvergi fær dul- izt í ritum hans. Þessi höfundur reynir hvorki að bregða fyrir sig „harðlífisstíl“, er svo hefur verið nefhdur, né heldur of- hlæði. Ekki reynir hann heldur að setja saman knappar, mein- ingarlausar setningar, í þeirri von, að einhver standi og gapi yfir einhverju, sem hann ekki skilur, og haldi vitanlega, að í þessu felist hin dýpsta speki. Höfundur er heldur engin eftir- herma, heldur hefur hann sinn persónulega, lifandi stíl, þar sem lýsingar og samtöl eru nátt- úrlegar. Maður hefur það alltaf á tilfinningunni, að Jónasi sé létt um að skrifa, hann þarf ekki að sýnast. Það leynir sér ekki, að Jónas Árnason er þaulkunnugur sjó- mönnum og Sjómennsku. Þess vegna er hann í essinu sínu, er hann færir í letur frásagnir Jón- geirs Eyrbekks, sem flestar eru sérlega skemmtilegar. Eins og sagt var í upphafi þessa máls, er Jóngeir ljúfur viðkynningar. Framh. á 5. síðu- Á MÁNUDAGINN sátu nokkrir blaðamenn, ásamt þeim Ásmundi Sveinssyni og Ragnari í Smára, yfir kaffibolla niður á Hótel Borg og var það í tilefni af því að hin mikla bók Helgafells um Ásmund og verk hans er komin út. Er þessi bók jafn- framt fimmta listaverkabók- in, sem Helgafell gefur út. Er hér orðið mikið og merki- legt safn saman komið í þess- um bókum fimm. Ásmundur var í mjög góðu skapi og sagðist vera harð- ánægður með bókina. Hún hefir heppnazt vel, og hún sýnir okkur, að einnig á þessu sviði bókaútgáfu get- um við skilað fallegri vinnu. Halldór Kiljan Laxness skrifar um Ásmund í bók- ina. Við spurðum Ásmund hvenær hann hefði hitt nó- belsskáldið fyrst. — Það var hér í bænum. Hann hefir líklega verið 12 ára gamall þá og var byrjað- ur að skrifa eitthvað. Eg var þá við nám í Iðnskólanum. En kynni okkar hafa orðið meiri eftir að árin færðust yfir okkur. Formálsorð sín að bókinni kallar Halldór Kiljan: Við- staða í myndaskemmu. Skiptir höfundur þessum orðum sínum niður í nokkra kafla og bera þeir heitin, svo nokkur séu nefnd: Átök í Jötunheimum, Sóldýrð og madonna, Upphaf íslenzks nútímalistamanns, og Járn- dót Ásmundar. Blaðamennirnir voru að blaða í bókinni milli þess sem þeir ræddu við þá Ragn- ar og Ásmund. Myndirnar hafa tekizt vel hjá þessum þýzka Ijósmyndara. — Já, sagði Ásmundur, — það er ágætt hjá honum, en það er mikill vandi að taka myndir af skúlptúr (höggmyndum) Mikill vandi. Já, eiginlega verður að segja hverja sögu eins og hún er, að höggmyndalistin hefir orðið að þoka um set fyrir myndlistinni. Þetta er staðreynd. En höggmynda- listin hefir nú með vaxandi tækni aftur öðlast gífurlega möguleika. Eg myndi segja að stóriðjan, arkitektarnir kringum hana og högg- myndalistin, abstraktverkin, eigi ótvíræða samleið. Þetta varð Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri fyrstur manna til að sanna á svo á- þreifanlegan JiáÍJ. Og hér í iandinu höfum við öll skil- yrði til þess að láta þetta vinna saman. Við eigum mennina Rætt var um listina og mannfólkið, afstöðu lista- mannanna til þeirra sem vilja hafa áhrif á listamenn- ina og sköpun verka þeirra. Það getur enginn tekið sér húsbóndavaldið yfir lista- manninum. — Það getur eng- inn sagt honum hváð hann eigi að gera og hvernig. Og enginn listamaður, sagði Ás- mundur, — mun hefjast handa um neitt verk, án þess að bera í brjósti þá von að einmitt það muni verða bezt! Eg stend sjálfur í þeirri trú, að eg eigi enn eftir að gera mitt bezta verk. — Áttu ekki mynd sem væri hægt að setja upp á Kolbeinshaus? það sker ekki svo traust að hægt sé að setja þar upp höggmynd, sem þar á heima, það segir hafnarstjórinn okkur. — Þú hefir symboliserað svo margt, sem sjá má af bókinni. Hefir þér aldrei dottið í hug að gera rismikla táknmynd fyrir blaðamenn og blaðamennsku? — Jú, eg get ekki sagt ann- að en að eg hafði ykkur blaðamenn vissulega í huga þegar eg gerði myndina Óð- inshrafn, sem þú sérð hérna í bókinni númer 127. Hrafn- arnir hans Óðins voru hans * bl'áðáífienn. Þéif, eitiS' og nú- : tíma, biaðgmenn, , fluttu fregnir úr öllum heimshorn- unum. — Einhverntíma þeg- ar við eignumst okkar menn- ingarhöll, því minna má það ekki vera Ásmundur, mun- um við blaðamenn láta gera á stórtorginu framan við Óðinshrafninn. höllina, þessa mynd 6 metra háa. Það er vissulega flug í þessari mynd, sögðum við, og nú kom í ljós, að Margrét Indriðadóttir á fréttastofu útvarpsins á einmitt heima í stofu sinni litla mynd af þess- ari táknmynd Ásmundar af blaðamennsku. Ragnar í Smára sagði að í bókinni væri að finna mynd- ir af alls um 200 höggmynd- um og öðrum verkum Ás- mundar. Bókin hefir verið um 4 ár í undirbúningi. Henni er ætlað það hlutverk að vera frambærileg hvar sem er, og ritgerð Laxness um Ásmund er þýdd á ensku, dönsku og frönsku. Þannig á þessi bók að geta sýnt og útskýrt fyrir fólki í öðrum löndum hin stór- brotnu verk hins síunga lista- manns. Nú í skammdeginu talar hann um, að hann verði sem fyrst að komast suður til Parísar. — Þeir eru ein- hvern fjandann að bauka þar, og eg verð að komast þangað, sagði Ásmundur. — í síðustu ferð minni þang- að vorum við hjónin nærri orðin undir bíl. Áður en við kvöddum Ás- mund og Ragnar kom í ljós, að listamaðurinn var búinn að vera nokkrar vikur í nef- tóbaksbindindi. — Þann fjanda máttu ekki gera, sagði Ragnar, það getur ver- ið beinlínis hættulegt fyrir menn sem eru búnir að hafa af því ánægju og nautn að taka í nefið áratugum sam- an, að steinhætta. Blessaður hafðu tóbaksbindindið sem allra stytzt Ásmundur. Svþ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.