Tölvumál - 01.03.1983, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.03.1983, Blaðsíða 5
5 various ad hoc Studies for CEPT relating to public and private data networks in Europe. Mr. Medcraft is a chartered engineer, member of The Institution of Electronic and Radio Engineers, member of The British Computer Society, and a fellow of The British Institute of Management. FRgTTIR FRA AÐALFUNDI SI 1983 Aðalfundur Skýrslutæknifélagsins var haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. mars og hófst hann um kl: 14,50. Fundarstjóri var Klemens Tryggvason, hagstofustjóri og fundar- ritari var Grétar Snær Hj.artarson, starf smannast jóri. Formaður Skýrslutæknifélagsins, dr. Jón Þór Þórhallsson flutti skýrslu stjórnar. I skýrslunni kom fram að umsvif félagsins hafa aukist og starfsemin stendur í talsverðum blóma. Á árinu voru haldnir félagsfundir að venju auk ráðstefnu og vettvangs- fundar. Sótt var um aukaaðild að NDU (Nordisk Dataunion) og hefur Skýrslutæknifélagið nú hlotið aðild að NDU. Mikið starf er framundan hjá félaginu og má þar til dæmis nefna ráðstefnur, sýningar o.m.fl. Að lokum þakkaði formaður meðstjórnarmönnum sínum gott samstarf. Féhirðir, Guðjón Reynisson, lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins og gerði grein fyrir þeim. Reikningarnir voru sam- þykktir samhljóða. Stjórnarkjör fór fram og gáfu formaður og ritari ekki kost á sér til endurkjörs. Formaður var kjörinn Sigurjón Pétursson, rekstrarhagfræðingur og ritari Bergur Jónsson, tölvunarfræðingur.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.