Tölvumál - 01.03.1983, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.03.1983, Blaðsíða 7
7 Lagt var til að félagsgjöld verði kr: 1.200,- fyrir fyrsta mann frá stofnun, kr: 600,- fyrir annan mann og kr: 300,- fyrir hvern mann umfrara tvo frá stofnun. Tillagan var samþykkt samhljóða. Sigurjón Pétursson, nýkjörinn formaður þakkaði traust sér sýnt með formannskjöri og þakkaði fráfarandi formanni og ritara farsæl og mikil störf að málefnum félagsins og bauð nýja stjórnar- menn velkomna til starfa. Undir liðnum "önnur mál" kvaddi Ottó A. Michelsen sér hljóðs og þakkaði stjórn félagsins vel unnin störf á liðnum árum. I sama strer.g tók Guðmundur Ragnar Guðmundsson og flutti þakkir til félagsins fyrir þá aðstöðu og hjálp, sem það hafi veitt sér og öðrum nýliðum í félaginu. Að loknum umræðum undir liðnum "önnur mál" var aðalfundi slitið um kl: 15,20.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.