Tölvumál - 01.03.1983, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.03.1983, Blaðsíða 8
FÉLAGSFUNDUR 10.3.1983 - störf Tölvunefndar - Aö loknum aöalfundarstörfum hinn 10. mars var haldinn félags- fundur, þar sem gerÖ var grein fyrir störfum Tölvunefndar frá því "Lög um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varÖa einkamálefni" tóku gildi fyrir liðlega ári síðan. Nýkjörinn formaöur Skýrslutæknifélagsins, Sigurjón Pétursson, setti fundinn og kynnti framsögumanninn, Benedikt Sigurjónsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, formann Tölvunefndar. Benedikt rakti störf nefndarinnar, og kom þar m.a. fram að mikil vinna hafi farið í skipulagningu á störfum nefndarinnar, hönnun eyðublaða o.þ.h. Taldi hann mikilvægt að nefndin yrði ekki að þungu bákni. Nefndin hefur á tímabilinu gefið út allnokkur starfsleyfi, og afgreitt mörg erindi sem henni hafa borist. Að framsögu Benedikts lokinni urðu allmiklar umræður og tóku þar margir til máls og vörpuðu fram spurningum, sem nefndar- menn svöruðu. OTölintmál Pósthólf 681 121 REYKJAVÍK Viötakandi

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.