Tölvumál - 01.11.1983, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.11.1983, Blaðsíða 4
4 FÉLAGSFUNDUR TÖLVUNARFRÆÐINEMA HÍ Tölvunarfræðinemar Háskóla Islands sáu um fyrsta félagsfund Skýrslutæknifélagsins á þessu hausti, sem haldinn var í Norræna húsinu 25. október s.l. Sigurjón Pétursson, formaóur félagsins ávarpaði gesti i upphafi fundar og stýrði honum síðan. Flutt voru þrjú erindi. Fyrsta erindið flutti Hrafnkell V. Gíslason, sem talaði um kerfisgreiningu. Hrafnkell ræddi um og lagói áherslu á m.a.: markaðar vinnuaðferðir og samvinnu við notendur o.fl. Einnig kom fram í fyrirlestri Hrafnkells aó kerfisgreining og hönnun væri þrátt fyrir allt ennþá list frekar en vísindi. Næstur talaði Björn Reynisson og skýrói frá forritunarmálinu FORTH, hvernig það væri byggt upp og tók dæmi um notkun. í máli Björns kom m.a. fram, að hér er um nýtt má að ræða og mjög frábrugðið öðrum málum, sem fram hafa komið. Málið notar m.a. "stafla" og "orðabók", sem Björn skýrði betur hvernig eru notuð. Björn taldi kosti málsins FORTH m.a. vera: hraðvirkt, t.d. fljótvirkara en BASIC, þarf lítið minni, er einfalt, er stækkanlegt og litið háð tölvutegund. Siðasta erindið flutti Ólafur Guðmundsson og fjallaði um athuganir sinar á vandamálum, sem fylgja íslensku stöfunum i tölvukerfum. Ólafur benti á þá ringulreió, sem rikir i stöðlunarmálum með tilliti til sértákna hinna ýmsu landa. Taldi Ólafur að i stöðunni, eins og hún er nú, væri best að gera ekki neitt, en biða og sjá hver þróunin yrði. Á eftir hverju erindi svöruðu frummælendur mörgum fyrirspurnum. Fundarstjóri þakkaði að lokum þeim Hrafnkeli, Birni og Ólafi fyrir sérstaklega vel undirbúin erindi og góðan flutning og þakkaði Félagi tölvunarfræðinema fyrir að hafa staðið að þessum fundi. Ágæt aðsókn var að fundinum, rúmlega 70 manns.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.