Tölvumál - 01.11.1983, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.11.1983, Blaðsíða 9
9 Upplýsingavika Það hefur vonandi ekki farið fram hjá lesendum TÖLVUMÁLA að nú er kynning á tölvum og notkun þeirra að fara fram hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Nordisk Dataunion ákvað fyrir nokkru að hafa upplýsinga- og kynningaherferð á sama tíma í öllum aðildarlöndunum og var vikan 14. til 20. nóvember valin. Hér verður haldin sýningin "Skrifstofa framtíðarinnar", námsstefna í tengslum við hana, verið er að sýna framhaldsþætti um tölvunotkun í sjónvarpi, ráðgerðir eru umræðuþættir í framhaldi af þeim og ýmis konar umfjöllun verður í dagblöðum og tímaritum. 1 undirbúningi er ráðstefna um áhrif tölvuvæðingarinnar á vinnumarkaðinn o.fl. Seinna í vetur verður tekin ákvörðun um hvort gera skuli slíkt átak árlega, annað hvert ár eða sjaldnar. Gott væri að fá'álit lesenda á því. Lilja ölafsdóttir

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.