Tölvumál - 01.11.1983, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.11.1983, Blaðsíða 7
7 VIÐURKENNING TIL TÖLVUNARFRÆÐINEMA Hinn 4. október s.l. var fimm skólanemendum veitt viðurkenning Skýrslutæknifélags Islands fýrir frábæran námsárangur á sviði tölvunarfræói. Þetta er annaó árió i röö, sem félagið veitir slika viðurkenningu. Siðast liðió vor sendi Skýrslutæknifélagið bréf til forráðamanna 10 framhaldsskóla, sem hafa tölvunarfræði á kennsluskrá sinni, og þeir beónir um að tilnefna einn nemanda til verðlaunanna. Svar barst frá 5 skólum. Viðurkenningu hlutu: Borghildur Jóhannsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík Birgir Rafn Þráinsson, Verzlunarskóla íslands Guðbjörg Siguróardóttir, Háskóla Islands Sigurður Guðmundsson, Menntaskólanum við Hamrahliö Snorri Ingvarsson, Menntaskólanum við Sund Viðurkenningin er i formi valinnar bókar og skjals. Fyrir vali að þessu sinni varó bókin, The 'McGraw-Hill Computer Handbook, Applications, Concepts, Hardware, Software. Skýrslutæknifélagió vill óska verðlaunahöfum til hamingju með frábæran árangur i námi og árnar þeim alls hins besta i fram- tiðinni. TÖLVUORÐASAFN Öt er komin bókin TÖLVUORÐASAFN, 70 bls. að stærð. í Tölvu- oróasafni er bæói islensk - ensk og ensk - íslensk orðaskrá yfir orð, sem lúta að tölvum og tölvuvinnslu. Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands tók saman þetta orðasafn og hefir lagt til ýmis ný orð. Tölvuorðasafn er fyrsta ritió í fyrirhugaðri ritröð Islenskrar málnefndar. Ráðgert er, að fleiri orðasöfn og rit um íslenska málrækt fylgi á eftir. Bókin fæst í skrifstofu Hins islenzka bókmenntafélags, Þing- holtsstræti 3, sem gefur bókin út. Athygli félagsmanna Skýrslutæknifélagsins er vakin á þvi, aó þeir hafa rétt til að kaupa bókina á sama verði og félagsmenn Hins islenzka bókmenntafélags, sem er Kr. 296,00.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.