Tölvumál - 01.11.1983, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.11.1983, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR AF NORRÆNU SAMSTARFI 1 1. tölublaði þessa árgangs var birt yfirlit yfir helstu atriðin í starfi NDU og hvað áformað var á næstunni í norrænu samstarfi. Nú skulum við líta á framkvæmd þessara mála og hvað hefur bæst við. NordDATA Ráðstefnan var haldin í Osló seint í júní. Hana sóttu 1800 manns, þar af 8 Islendingar. Á ráðstefnunni voru haldnir 160 fyrirlestrar um tölvumál. Fyrir1estrarnir voru flokkaðir eftir efni í 29 flokka. Sumir voru um tæknileg málefni, aðrir um menntunarmál, stjórnun og fleira. Flestir fyrirlesaranna voru Norðurlandabúar en allmargir voru annarra þjóða. Næsta NordDATA ráðstefna verður í Helsinki 5.-7. júní n.k., eins og fram hefur komið í Tölvumálum fyrr í haust. Vonandi verður þátttaka íslendinga þar góð enda gefst tækifæri til að fræðast um nýjungar og kynnast öðru fólki með þekkingu á flestum sviðum þessara mála. Nánari upplýsingar um NordDATA í Finlandi hafa birst í síðustu tbl. TÖLVUMÁLA og Kolbrún Þórhallsdóttir gefur einnig nánari upplýsingar. Ráðstefna um tölvumál og kennslu Um miðjan september s.l. var haldin ráðstefna í Reykjavík á vegum NDU um EDB og skolepo1itik. Þar var rætt um notkun tölva við kennslu, almenna fræðslu um tölvumál í skólum og stefnumörkun í þeim málum. Ráðstefnan var mjög vel sótt og dreifing þátttakenda jöfn frá löndunum fimm. Til ráðstefnunnar var boðið þeim aðilum sem stjórna og taka ákvarðanir um fræðslumál í hverju landi. Þátttakendur voru ánægðir með störf ráðstefnunnar en nauðsynlegt er að fylgja þeim nánar eftir ef árangur á að verða varanlegur. í því skyni hefur verið boðað til fundar með íslensku þátttakendunum þann 2. nóv. Sá dagur verður um liðinn þegar lesendur fá þetta blað í hendur en fréttir af fundinum verða að bíða næsta tölublaðs. Aðrar ráðstefnur Ákveðið hefur verið að næsta haust verði haldin ráðstefna með svipuðu sniði um fjarskiptanet og þýðingu þeirra. Hún verður í Noregi . Árið 1985 verður ráðstefna í Finlandi þar sem áhrif tæknivæðingarinnar á menningu verða tekin fyrir. Þetta efni verður afmarkað skýrar þegar fer að líða að ráðstefnunni og finnst lesendum eflaust þörf á því.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.