Vísir - 23.12.1961, Síða 1
VtSIR
- - '_'á_.__:_
51. árg. Laugardagur 23. desember 1691. — 295 B tbl.
ASTIR DOSTÖÉVSKYS
Ástir Dostóévskys eftir
Marc Slonim. Útgef-
andi: ísafoldarprent-
smiðja, 1961.
Qostóévsky mun sennilega
löngum verða talinn með-
al hinna stóru í heimsbók-
menntunum. Sögur hans
eru enginn skemmtilestur að
jafnaði, en þar er kafað
feimulaust í djúp mannlegs
eðlis, tilfinninga og ástríðna,
glímt við vofur sjúklegra
óra í margvíslegum mynd-
um. Öllu þessu lýsir Dostó-
évsky af kunnleika og sér-
stæðri list, svo ógleyman-
legt verður þeim, sem hefir
dug og dáð til að kryfja
sögur hans til mergjar.
En þó að sögur hans marg-
ar séu ógleymanlegar og
furðulegar, var þó saga hans
saga hans eigin lífs furðu-
legust og ógleymanlegust.
Hún tekur fram öllum öðrum
sögum hans. Flestar sögur
Dostóévskys eru að einhverju
leyti sprottnar af reynslu
hans sjálfs, brot af hans eig-
in ævisögu og lífsbaráttu,
reikningsskil hans við sjélf-
an sig og öll þau ky alegu
öfl, sem byltust og geysubu
í hans eigin sál. Á ritum
Dostóévskys sannaðist það,
sem annar skáldjöfurr orð-
aði svo: „At digte, det er at
holde dommedag over sig
selv.“ Líf og ævi Dostóévskys
hlýtur því að vera mjög for-
vitnilegt efni fyrir bók-
menntafræðinga og sálfræð-
inga. Þetta hefir rithöfundur-
inn og bókmenntafræðingur-
'inn Marc Slonim fundið, og
bókin, sem hér um ræðir er
árangur af rannsóknum
hans á vissum þáttum í lífi
hins mikla snillings. Marc
Slonim er fæddur Rússi og
fékk uppeldi sitt og menntun
í Rússlandi. Hann nýtur því
þess að vera vel kunnugur
því sviði, $em lífsleikur
Ðostóévskys gerðist á.
j>að er ekki hugmynd mín
að skrifa eiginlegan rit-
dóm um þessa bók Marc
Slonims. Ég er ekki nógu
kunnugur því efni, sem hér
um ræðir til þess að ég geti
gengið úr skugga um sann-
gildi þeirra niðurstaða, sem
Slonim kemst að varðandi
atvik ýms í lífi Dostóévskys
og sálarlíf hans. En hitt er
mér óhætt að fullyrða að
hér er vel haldið á penna,
og efnið er fram sett á ó-
gleymanlegan hátt. Þótt bók-
in fjalli sérstaklega um ásta-
mál Dostóévskys og afstöðu
hans til þeirra þriggja
kvenna, sem mest gripu inn
í líf hans og sem hann elsk-
aði heitast, þá er hér um eig-
inlega ævisögu að ræða.
Ástalíf hins mikla höfundar
er hér krufið til mergjar, en
um leið er bókin sálfræðileg
stúdía á flestum stærstu eðl-
isþáttum hans, því að ásta-
lífið var enginn afmarkaður
reitur í tilfinningalífi Dostó-
évskys. Hann var maður
mikilla andstæðna í sálarlífi
og tilfinningum, en andstæð-
urnar grípa hver inn í aðra,
svo að einum þættinum
verða ekki gerð full skil
nema hinna sé getið að
nokkru. Af blöðum þessarar
bókar fær lesandinn því
góða innsýn í sál þessa mikil-
mennis og getur horft yfir
hið úfna haf tilfinninga hans
og ástríðna. Svo vel er rann-
sókn Slonims gerð, að les-
andinn kynnist ekki aðeins
Dostóévsky, heldur einnig
sjálfum sér, því þótt mann-
verurnar séu misstórar að
gerð, er margt líkt og skylt
með þeim. í sálflækjum
hinna stóru anda getur hinn
venjulegj maður fundið
stækkaðar myndir af því,
sem hann sjálfur glímir við
í eigin eðli.
ENDURMINNINGAR ALÞINGISMANNS
Bernharð Stefánsson. End-
urminningar, ritaðar af
honum sjálfum. Kvöld-
vökuútgáfan 1961.
jjetta er notaleg bók og
góður lestur eins og bú-
ast mátti við af Bernharði
Stefánssyni. Hún er ekki ris-
mikið bókmenntaverk, enda
hefir slíkt aldrei verið ætlun
höfundar. Hér er fyrst og
fremst um að ræða hógværa
og yfirlætislausa lýsingu á
því, sem höfundur hefir
sjálfur upplifað frá því hann
fyrst man eftir sér og fram
á þennan dag. Hér eru engar
stílbrellur, engin háspenna,
sem halda myndi manni vak-
andi heila nótt við lestur,
aðeins heiðai'leik: og sann-
ferðug frásögn, stundum dá-
lítið skýrslukennd, en þó
hægt að lesa margt á milli lín-
anna, og allt er þetta kryddað
góðvild og mannviti og
stundum hógværri kímni,
sem Bernharð er auðugur af.
Jjjvi Bernharðs Stefánsson-
ar hefir verið viðburða-
rík. Hann er fæddur „rétt
við háa hóla“, í þeirri sveit,
sem listaskáldið Jónas gerði
fræga með ljóðum sínum, og
alltaf hefir Bernharð verið
tryggur sonur sveitar sinnar.
Framan af ævi fékk sveitin
að njóta starfskrafta hans,
því þar starfaði hann sem
kennari og bóndi og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum.
Var hreppsnefndaroddviti
um skeið og forystumaður í
ungmennafélagi sveitarinn-
ar. Hann hefir verið stjórn-
armeðlimur KEA á Akur-
eyri um áratuga skeið, úti-
bússtjóri Búnaðarbanka ís-
lands á Akureyri frá upphafi,
þar til hann lét af störfum
vegna aldurs. En lengst verð-
ur Bernharð minnzt fyrir
störf hans á Alþingi, en þar
sat hann sem fulltrúi Eyja-
fjarðarsýslu í 36 ár, gegndi
þar forseta og ritarastörfum
og átti sæti í mörgum nefnd-
um, bæði þingnefndum og
milliþinganefndum. Hér er
því sannarlega af miklu að
taka, svo ekki þarf höfundur
að lúta að litlu í vali frá-
sagnarefnis.
j^ð vissu leyti .er sjálfsævi-
saga Bernharðs stjórn-
málasaga þjóðarinnar síð-
ustu áratugina. Bernharð
segir hlutlaust og samvizku-
samlega frá og alls staðar
ber frásögnin vott dreng-
lyndis og sanngirni í garð
andstæðinga. Bernharð hef-
ir ekki verið gallalaus maður,
og hann getur bresta sinna af
sömu yfirlætislausu hrein-
skilninni sem als annars. En
drengur góður hefir hann
altaf verið, trúr sannfæringu
sinni og skoðunum, víðsýnn
og hleypidómalaus. Hann
hefir því ávallt verið virtur
af andstæðingum jafnt sem
flokksbræðrum, og óvildar-
menn á Bernharð fáa að ég
hygg, þótt hann sé mála-
fylgjumaður mikill og láti ó-
gjarnan sinn hlut, ef því er
að skipta. Nú í ellinni, er
hann hefir tekið sér penna
í hönd og ritað endurminn-
ingar sínar, lítur hann yfir
farinn veg af svo miklu jafn-
vægi og öfgaleysi að undrun
vekur. Ég veit, að Bernharði
hefir oft fundizt kalt í
Glæsivallaveizlu íslenzkra
stjórnmála, en ókalinn á
hjarta hefir hann samt slopp-
ið þaðan, það sýnir bók hans
bezt.
Jg mundi telja það höfuð-
galla þessarar bókar, hve
höfundur er varfærinn í frá-
sögn sinni. Hann vill engum
gók Marc Slonims er fróð-
leg bók og lærdómsrík.
Áhrif hennar endast lengur
en lesturinn sjálfur. Fljót-
lesin er hún ekki, en hún er
góður félagi þeim, sem gefur
sér tíma til að melta það,
sem hún hefir að segja. Til-
gangur hennar er að gera
ýmislegt skiljanlegra og
ljósara í verkum Dostóévskys
en áður, og ég fæ ekki betur
séð en að því marki sé náð.
Og hvöt ætti bókin öllum
að vera til að kynnast verk-
um Dostóévkys af eigin raun.
Bókin er smekklega út-
gefin af ísafoldarprent-
smiðju. Hersteinn Pálsson
ritstjóri hefir snúið þessari
merku bók á íslenzku, og
hefir leyst það vandaverk
af mikilli prýði.
Kristján Róbertsson.
gera órétt og segja það eitt
er hann getur staðið við, og
við það verður frásögnin
bragðdaufari, en ef hann
hefði látið gamminn geysa.
Samt er þarna margan fróð-
leik að finna og víða er
brugðið upp lifandi og ljós-
um myndum, svo sem af
þingrofinu fræga 1931. Einn-
ig lýsir höfundur vel klofn-
ingnum í Framsóknarflokkn-
um, þegar Bændaflokkurinn
var stofnaður. En í þeirri
frásögn er hlutleysið í önd-
vegi og sanngirni. Þó kemui’
sanngirnin e. t. v. hvergi
betur í ljós en í afstöðunni
til Jónasar Jónssonar, þess
umdeilda manns. Þótt þar sé
komið inn á viðkvæmt mál,
verður beiskju naumast vart,
en oftar sársauka yfir því að
svo varð- að fara sem fór.
Þótt Bernharð hafi um langt
skeið verið þátttakandi í orr-
ustum íslenzkra stjórnmála
horfir hann nú með augum
athuguls áhorfanda yfir at-
burði liðinna ára, gerir grein
fyrir viðhorfum sínum og
skoðunum, en dæmir engann.
Og úr hópi hinna föllnu
saknar hann andstæðinganna
jafnt og samherjanna. Ást
Bernharðs til heimilis og
ástvina kemur víða fram.
Þótt hann líti á þingmennsk-
una sem köllun, finnst hon-
um þó hver fjarvist frá ást-
vinunum sem útlegð. Og
Framhald á bls. 6.