Vísir - 23.12.1961, Side 2

Vísir - 23.12.1961, Side 2
2 VÍSIR Laugardagur 23. des. 1961 Hinzta sjúkdómsgreiningin. Arthur Hailey: Hinzta sjúk- dómsgreininingin. Skáld- saga, 347 bls. í Skírnis- broti. Þýðandi Hersteinn Pálsson. Útgef.: Bókaforlag Odds Björnss., Akureyri. Hér er á ferðinni enn ein læknaskáldsaga, - en margar slíkar hafa komið út á síðustu árum og sumar hlotið miklar vinsældir. Höfundur þessarar bókar, amerískur blaðamaður, er óþekktur hér á landi, enda mun þetta vera fyrsta stóra skáldsagan frá hans hendi. Hún ber með sér að vera samin fyr- ir aðeins fáum árum, en mun nú þegar hafa verið þýdd á mörg tungumál og víða orðið metsölubók. Nafn bókarinnar vakti ekki eftirvæntingu mína, og eg hóf lestur hennar án áhuga. Munu ljóðlínur Þorsteins hafa komið í hug minn, er hann segir um spítalann: ,,og langur er dagur og dauflegur þar, sem dauðinn og læknarnir búa“. Fyrr en varði var eg þó á valdi litríkrar frásagnar af margvíslegum atburðum úr lífi og störfum eftirtektarverðra persóna, og er ekki að orðlengja það, að eg heillaðist af bókinni. Þarna eru saman tvinnaðar frásagnir um hin ógurlegustu mannanna mein og baráttuna gegn þeim, svipmyndir af ást- um og óhamingju, gleði og sorg- um. Frásögnin er lifandi, at- burðarásin hröð og efninu hag- rætt líkt og á kvikmyndatjaldi. Eg minnist þess ekki, að hafa fyrr fengið jafnglögga og greinagóða lýsingu á viðfangs- efnum lækna og starfsmanna sjúkrahúss. Er sumt hrollvekj- andi nokkuð, einkum í líkskurð- ar- og meinafræðadeildinni, en eigi að síður stórfróðlegt. Læknar og hjúkrunarkonur standa oft frammi fyrir hinum átakanlegustu atvikum mann- legs lifs, v.erða að segja og gera ’sitthvað, skyldu sinnar vegna, sem er í mesta máta ógeðfellt og erfitt, og verða þá oft vitni að þungbærari örlög- um einstaklinga, en yfirleitt eru dæmi til. Höfundur þessar- ar sögu virðist vera svo gagn- kunnugur störfum lækna og hjúkrunarkvenna, að manni finnst hann hljóti að vera læknir sjálfur. — Sagan er hörkuspennandi, efnismikil og margt í henni eftirminnilegt. Þýðingin mun ekki hafa verið vandalítil, svo sérfræðilegt sem margt er í bók þessari, en vel virðist hún af hendi leyst. Prent- villupúkinn hefur litlu áorkað og frágangur bókarinnar er góður, eins og venjulegt er um bækur þessa forlags. — Svona skáldsögur getur maður lesið oftar en einu sinni. Jóhannes OIi Sæmundsson, Námsstjóri. Tvær jólabækur frá Dverghamri. Nýlega eru komnar á jóla- markaðinn tvær nýjar bækur frá nýrri bókaútgáfu, Dverg- hamar. Er þar fyrst að telja skáld- söguna Lífsneisti eftir þýzka rithöfundinn góðkunna Erich Maria Remarque, Lífsnesti. Rit- aði hann söguna árið 1952 og fjallar hún um fangabúðalíf í Þýzkalandi í síðari heimsstyrj- öldinni. Herdís Helgadóttir þýðir. Hin bókin er eftir Englending- inn Alan Boucher og nefnist Borizt á banaspjótum. Gerist hún á íslandi árið 1003, söguleg skáldsaga þar sem fornsögu- hetjur koma við sögu. Er bókin fyrst og fremst ætluð ungling- um. Höfundur er mikill og góð- ur íslenzkumaður, og varði doktorsritgerð við Cambridge- háskóla um Hallfreðs sögu vand" ræðaskálds. Bókin nefnist á ensku The Path of the Raven og hefir Lúter Jónsson þýtt hana. Myndskreytt er bókin með dúk- skurðarmyndum eftir Ragnar Lár. Merkileg persónusaga J'ón Guðnason þjóðskjala- vörður hefur gefið út tveggja binda rit, „Dalamenn“, sem er æviskrár 3500 íbúa Dalasýslu á árunum 1703—1961. Þetta eru fyrst og fremst ævi- skrár búenda, en auk þess margra annarra í Dalasýlu á of- angreindu tímabili. Æviskrám er skipað þannig, að hver sveit er út af fyrir sig hið sama einnig hver bær inn- an sömu sveitar. Er byrjað syðst í sýslunni, á Gunnarsstöð- um i Hörðudal, endað á Kleif- um í Gilsfirði. Ritið er í tveim- ur bindum, næstum jafnstór- um samtals 1076 bls. Myndir eru í ritinu af nær því 1400 manns, nafngreindum. Þó að rit þetta sé kennt við Dalamenn og fjalli aðallega um þá, er þar einnig að finna upp- lýsingar um ættir fólks víðsveg- ar um landið. Þó að ,,Dalamenn“ komi nú út í tveimur stórum bindum, fer fjarri því að það efni, sem fyrir hendi var, sé tæmt. Tveir kaflar urðu að mæta afgangi að þessu sinni; Dalamenn í Vesturheimi, þ. e., um 600 vest- urfara, og Dalamenn utan hér- aðs, þ. e., konur og karlar, sem uppi voru og fædd í Dalsýslu á því tímabili, sem ritið fjallar um, en unnu ævistarfa sinn í öðrum héruðum og voru látin þegar ritið var búið til prent- I unar. Jón Guðnason er hinn mesti fræðimaður á sviði ættfræði sem enn er í fullu starfi og í fullu fjöri hér á landi og að sama skapi afkastamaður. Fyr- ir sex árum kom út hliðstæð bók um Strandamenn eftir Jón, hið merkasta rit og hefir verið mikið keypt og mikið lesið. En í handi'iti á Jón geysilegt safn af æviskrám, einkum fólks á Vesturlandi, og er ekki ólíklegt ef Jóni endist aldur að fleiri rit, sem þessi, komi þá fyrir al- mennings sjónir. Allii' þeir sem unna persónu- sögu og ættfræði munu telja bók þessa um Dalamenn hið mesta gersemi og ómissandi heimildarrit. Jón Guðnason gefur þetta mikla rit út á eigin kostnað og má alþjóð þakka honum dugnað hans og stórhug. ÁSTIR DOSTOÉVSKYS Framh. af bls. 1. fögur er einkunnin, sem hann gefur Hrefnu konu sinni, Sú ást virðist ekki hafa kólnað með árunum. þótt ýmislegt megi eflaust að þessari bók finna, er mér hitt ofar í huga, að lest- ur hennar veitti mér ánægju. Ég held að flestir myndu hafa af henni bæði gagn og gaman. Bernharð skrifar gott og tilgerðarlaust mál, mál sem honum hefir verið eigin- legt og hann uppalinn við. Með bók sinni hefir Bern- harð sýnt, að saga stjórn- málamanns getur verið hvort tveggja í senn: girni- leg til fróðleiks og hollur lestur. Kristján Róbertsson. HELZTU BÆKUR HELGAFELLS Þær bækur sem Helgafellsút- gáfan telur vera aðal jólabækur sínar í ár, eru myndabók Ás- mundar Sveinssonar, Island í máli og myndum, Sögur að norðan eftir Hannes Pétursson, Sjálfsævisaga Pasternaks og „Grátt gaman“, sögur eftir Ástu Sigurðardóttur. Um sumar þessara bóka hefur verið getið áður hér í blaðinu og því óþarft að lýsa þeim nán- ar. Þó skal þess getið um Ás- mundarbókina að hún er í röð dýrustu og vönduðustu bóka sem til þessa hafa verið gefnar út á íslandi. í henni eru mynd- ir af öllum listaverkum Ás- mundar og um 50 myndir eru litprentaðar. Um sjálfsævisögu Pasternaks er það að segja, að hún fékkst ekki gefin út í heimalandi höfundarins. Er þetta mjög umtöluð bók og þyk- ir hið mesta listaverk. Geir Kristjánsson hefur íslenzkað. Með bókinni er bókarauki nokk- ur, en það er úrval ljóða eftir Pasternak. Þau Hannes og Ásta eiga sammerkt í því að þetta eru fyrstu smásagnasöfn þeirra og vissulega forvitnilegt að kynn- ast viðbrögðum þeirra og við- fangsefnum. Bæði eru þau þeg- ar kunn fyrir listræna kunnáttu og talin í hópi þeirra, sem mik- ils má vænta af. Ásta mynd- skreytir bók sína sjálf, en hún er ágætur teiknari. ísland í máli og myndum er 2. bindi þessa bókaflokks, en alls eru fyrirhuguð 10 bindi í honum. Tólf þjóðkunnir íslendingar skrifa í þetta bindi og í því eru 32 litprentarar Ijósmyndir. Auk framantalinna bóka hef- ur Helgafell gefið út 3 bæk- ur eftir Nóbelsverðlaunahöfund- inn Laxness. Ein þeirra í frum- útgáfu, „Strompleikur“, sem sýndur er enn í Þjóðleikhúsinu við gífurl. aðsókn. Bæði bók- in og leiksýningin hafa vakið verðskulduga athygli. Hinar tvær Kiljansbækurnar eru end- urprentanir, en það er Sjálf- stætt fólk, sem kemur nú út í 3ju útgáfu og Atomstöðin. Ragnheiður Jónsdóttir skáld- kona hefur skrifað skáldsögu „Mín liljan fríð“. Útgefandinn telur þetta mjög góða skáld- sögu, enda er Ragnheiður í hópi allra vinsælustu höfunda lands- ins og er annar í röðinni hvað snertir útlánsbóka í bókasöfn- um landsins. Eftir Jakob Thorarensen skáld kemur út nýtt smásögusafn, „Grýttar götur“. Jakob er í hópi mikilvirkustu höfunda landsins og hefur stóran les- endahóp að bakisér. Annar kunnur höfundur, Thor Vilhjálmsson sendir einnig frá sér nýja bók, „Svipir dags- ins og nótt“ heitir hún — all- stór bók og þykir líkleg til að auka enn vinsældir þessa ágæta rithöfundar. Á Þingvelli 984 er leikrit eða leikþáttur sem próf. Sigurður Nordal samdi í sumar í tilefni hingaðkomu Ólafs Noregskon- kommgs, og var þá sýnt í Þjóð- leikhúsinu. í þessari bók er mikil speki og mikil vizka og verður óefað í flokki beztu bóka ársins, þótt ekki sé hún stór. Tvær ljóðabækur hafa kom- ið út hjá Helgafelli í haust, önn- ur þeirra eftir Sigurð A. Magn- ússon blaðamann, hin eftir Högna Egilsson og er það fyrsta bók hans. Að lokum skal getið þriggja bóka sem Helgafell gefur út á ensku, en það má teljast næsta fátítt að íslenzkar bækur séu þýddar og gefnar hér út á er- lendum málum og sérstaklega þó fagurbókmenntir. Þær bækur sem hér um ræðir eru íslenzkur aðall eftir Þórberg Þórðarson, Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson og ísland í máli og myndum með 50 litprentuð- um Ijósmyndum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.