Vísir - 23.12.1961, Síða 5

Vísir - 23.12.1961, Síða 5
Laugardagur 23. des. 1961 VlSIR 5 FYRSTA NÚTTIN - OG SÍÐASTA Eftir Katharine Brush Þegar maður nokkur að nafni Wintringer var í sumarleyfi sínu á ferðalagi á vesturströnd Ameríku árið 1950, varð hann fyrir því óhappi að lenda í bif- reiðarslysi mörg hundruð mílur frá heimili sínu. Það var farið með hann í sjúkrahús í litlu nálægu þorpi, þar sem hann þekkti engan, eða minnsta kosti áleit hann það. Morguninn eftir var skýrt frá slysinu í einu dagblaðinu þar á staðnum og samdægurs kom hjúkrunarkona inn í stofu til hans og sagði, að einhver frú Malcolm Corwin væri komin í heimsókn til hans. — Frú Malcolm Corwin? end- urtók hann. — Eg kannast ekk- ert við það nafn. Þetta hlýt- ur að vera einhver misskiln- ingur. Eg minnist þess ekki, að þekkja nokkra manneskju hér eða í nágrenninu. Hjúkrunarkonan stóð fast á máli sínu og ókunnu konunni var vísað inn til hans. í fylgd með henni var lítill drengur á að gizka 6 ára. — Þetta er Dilly sonur minn, sagði hún og andlit hennar ljómaði af móðurlegri um- hyggju. — Fyrst og fremst lang aðj mig til að líta inn til yðar, svo datt mér líka í hug að þér hefðuð gaman af að heilsa upp á drenginn minn, og nú var hjúkrunarkonan svo góð að leyfa okkur að heilsa upp á yður. Þér munið vafalaust eftir mér, sagði hún með vaxandi ákefð. Eg man svo greinilega eftir yður, þér sem voruð svo hjálpsamur og elskulegur gagn- vart okkur Malcolm sællar minningar í New York á stríðs- árunum. Munið þér ekki eftir ævintýrinu á hótelinu? Wintringer botnaði hvorki upp né niður í neinu, en þó? — — Hann fór að rifja upp í hug- anum löngu liðnar minningar og ævintýri. Hann sá nú fyrir sér kornunga vandræðalega stúlku, bláeyga með rauðbrúnt bylgjað hár sitjandi í hæginda- stól í anddyri gistihúss fyrir mörgum árum. Gat þetta verið hún? Maður mætir svo mörg- um á lífsleiðinni sem líkjast hver öðrum, en eftir að konan hafði gefið honum fyrrgreind- ar upplýsingar, rankaði hann við sér. Nú sá hann í einni svip- an fyrir sér hina löngu liðnu atburði. Hann mundi eftir þétt- skipuðu hótelinu, biðröðinni við afgreiðsluborðið, unga liðsfor- ingjanum sem stóð þar og beið eins og aðrir eftir hvílu nætur- innar. Wintringer hafði tryggt sér næturstað á hótelinu fyrr um daginn, og þar sem hann var kunnugur forstjóranum var hann þar aufúsugestur. Eftir að hann! hafði komið farangri sínum fyrir í herberg- inu, gekk hann aftur niður í afgreiðsluna, náði sér í kvöld- útgáfuna af Times og tók sér sæti. Biðröðin virtist lítið hafa minnkað. Þannig var þetta ætíð á stríðsárunum. Hermenn komu og fóru og heimsborgin var miðdepill mannflutning- anna meira en nokkru sinni áð- ur. Wintringer leit við og við upp úr blaðinu og virti fyrir sér fólkið. Hann veitti fljótt at- hygli ungum liðsforingja, sem varð hvað eftir annað að víkja fyrir háttsettari foringjum, sem komið höfðu á eftir honum. Hann leit ekki út fyrir að vera eldri en 20 ára. Veslings piltur- inn, hann kemst aldrei að af- greiðsluborðinu með þessu lagi. En það gerði hann nú samt, en einmitt þá tilkynnti ármaðurinn, að nú væru öll herbergi leigð. Þetta kom sem reiðarslag yfir unga manninn. Nú vissi hann ekki sitt rjúk- andi ráð. — Hlustið á mig, sagði hann og leit bænaraugum á ár- manninn. — Eg hefir verið að þreifa fyrir mér með herbergi síðan klukkan tvö í dag, sjáið þér engin ráð? — Nei, eg hefi þegar sagt yður, að öll herberg- in eru leigð. Hann vék sér frá vonsvikinn og eyðilagður. Wintringer gat ekki horft upp á þetta lengur aðgerðalaus. Hann stóð upp, gekk til liðsfor- ingjans og sagði honum, að hann hefði herbergi á leigu hér í hótelinu. Það væri með tveim rúmum og honum væri velkomið að sofa í öðru þeirra. — Þetta er mjög vel boðið af yður, sagði liðsforinginn, — en konan mín er með mér, við vor- um gefin saman í dag og um leið benti hann út í anddyrið, en þar sat einmitt kornung, blá- eyg, lítil stúlka föl og þreytu- leg. Wintringer náði tali af for- stjóranum og útskýrði fyrir honum ástæður ungu hjónanna og hvort ekki væri nein leið að ráða fram úr þessu. — Því mið- ur, herra Wintringer, get eg ekki bætt úr þessu, öll herberg- in eru þegar fullskipuð. Á þess- um stríðstímum koma tugir af slíku fólki og óska eftir nætur- stað. Nei, mér er það ekki mögu legt. — Þér hljótið að hafa í fór- um yðar legubekk, sem þér getið sett inn í herbergið mitt, á honum get eg legið, nú, þá vantar ekkert annað en fortjald svo eg geti afkróað mig svona til málamynda. Ungu hjónin geta sofið í rúmunum. Þetta er allur vandinn! Hótelstjórinn var farinn að ókyrrast undir þessum lestri. Hann kvað þetta skýlaust brot á öllu velsæmi hér innan veggja hótelsins og því allra hluta vegna óframkvæmanlegt. Wintringer var maður á bezta aldri, skapmikill og fylginn sér og alls óvanur að láta hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Ef hann tók eitthvað að sér varð það að fá framgang. Hann stóð nú andspænis forstjóranum og nánast hreytti framan í hann: „Ætlið þér að koma því inn hjá mér að það sé af siðferðis- legum ástæðum að þér synjið um þetta? Eins og þér ef til vitið, eða ættuð að vita, þá gjörþekki ég heimilishaldið á þessu hóteli, og er reiðubúinn að staðfesta það hvar og hve- nær sem er.“ Þannig hélt hann áfram ó- myrkur í máli. — Nú getur hver sem er, sett sig í spor for- stjórans. Hann var óviðbúinn þessari dembu, enda taugar hans í megnasta ólagi. Hann varð með einhverjum ráðum að skrúfa fyrir þennan endemis orðaflaum mannsins Hann var reiðubúinn að vaða eld og vatn fyrir Wintringer, svo var af honum dregið. Jú, hann brá voru engin önnur ráð og segir með sínu breiðasta brosi: „Ef þessi unga kona er eitt- hvað í ætt við yður, herra Wintringer (en W. hafði aldrei minnzt á það einu orði). Þá horfir málið öðru vísi við og þar sem þér sem góður gestur minn eigið hlut að máli, mun- um við ráða fram úr þessu sameiginlega. Þetta hefðuð þér bara átt að vera búinn að segja mér!“ Nú voru allar hendur á lofti. Liðsforingj anum og ungu konunni hans, var þegar vísað til herbergis Winringers, en sjálfur hafði hann auga með að legubekkurinn og tilheyr- andi yrði færður þangað inn. Hann lét af hendi við ungu hjónin aukalykil að herberg- inu, en sjálfur sagðis hann fara út að borða, og að því loknu færi hann í leikhúsið, svo þau þyrftu ekki að búast við sér fyrr en eftir miðnætti, enda skyldi hann ganga hljóðlega um og halla sér á legubekkinn bak við tjaldið. Þetta fór í einu og öllu eftir því sem hann hafði sagt. Hann kom ekki heim fýrr en að á- liðinni nóttu, læddist að legu- bekknum og var brátt kominn í fang draumadísanna. Þegar hann vaknaði um morguninn, voru þau á bak og burt ungu hjónin. Hann veitti því strax athygli að þau höfðu aðeins notað annað rúmið, sem var eðlileg ráðstöfun eins og á stóð, en á náttborðinu höfðu þau skilið eftir bréfspjald, þar sem skráð var hjartans þakk- læti þeirra til hans fyrir þessa einstæðu hjálpsemi. — Nú sat unga konan hér hjá honum í sjúkrastofunni eftir sjö ár, með litla drenginn sinn við hlið sér. Aldrei sagðist hún geta fullþakkað honum vin- semd hans. Hún hafði meðferðis stóran blómvönd handa honum sem drengurinn varðveitti í litlu barnshöndunum. Hann hafði brún augu, lítið eitt íbogið nef og liðað hár. Wintringer brosti til hans um leið og hann sagði: „Þú likist föður þínum litli vin- urinn“. Augu ungu konunnar ljómuðu er hún sagði: „Já, finnst yður ekki? Þetta segja allir.“ „Hvemig líður manninum yðar annars? Nú segir maður ekki liðsforingi lengur.“ Nú dapraðist brosið ungu konunnar, en rödd hennar var róleg, eins og hún hefði tamið sér undanfarin ár að hafa vald yfir henni er hún svaraði: „Hann kom aldrei aftur“, sagði hún með saknaðarhreim í rómn- um. „Hann féll á vígvöllunum í Evrópu. Það er einmitt í sam- bandi við þann söknuð minn og jafnframt minninguna um hann, sem ég geymi og gleymi aldrei góðvild yðar í garð okkar á hótelinu forðum“, og nú leit hún til litla sonar síns. „Hann átti að fara til vígstöðvanna morguninn eftir. Það var í síð- asta skipti er ég sá hann.“ (Úr Reader’s Digest). Ur gömlum skræðum. Seint á sumri 1856 varð slys á Apavatni í Grímsnesi, er þrír menn á bezta aldri drukknuðu þar samtímis og var helzt gizk- að á að hrökkáll hafi ráðizt á mennina og banað þeim. Um þenna atburð segir Þjóð- ólfur, fyrst 30. ágúst á þessa leið „Þann 22. þ. m. stóðu tveir ungir menn að engjaslætti frá Apavatni í Grímsnesi o kom þeim og þriðja manninum, sem þar voru skammt eitt frá að slætti, frá Þóroddsstöðum, öll- um ásamt, að fara úrk klæðum og reyna sund í vatninu hjá Apavatni, en enginn þeirra var syndur svo getið sé. Þeir leidd- ust þá allir og óðu út í, sumir segja í höku, en allt í einu hurfu þeir allir eða sukku, og fundust lík þeirra nokkrum dögum síðar á 1—2 álna dýpi.“ Þann 1. nóvember um haust- ið veit Þjóðólfur loks nánari skil á slysi þessu og segir þar: „Menn þeir er drukknuðu í Apavatni og fyrr er getið, voru allir þá til heimilis á sama bæn- um, þ. e. Apavatni, en einn þeirra var kaupamaður héðan að sunnan. Hann einn — en hvorugur hinna — fór úr utan- hafnarfötum. Piltur einn var eftir á engj- unum og sá að þeir óðu langt frá landi og djúpt, í herðar eða höku, en sneru síðan aftur til lands. En þá hnigu þeir niður allt í einu og allir í senn, að piltinum sýndist. Þessvegna hugði hann að þeir hefðu allir sokkið niður um sandyrjuaugu, er hann og aðrir vissu af þar úti í vatninu. Óð hann að vörmu spori út þangað og kann- aði með orfi sínu. Þangað var og eikum stefnt í allri leitinni og könnuninni af leitarmönn- um á bátnum, bæði samdægurs og framan af hinum næsta degi, en þá komu þeir augum á líkin öll talsvert nær landi, á ná- lægt 2ja álna dýpi, hvert við hlið annars, á hörðum botni, nema hvað ökla gormbleyta var ofan á og þykir þetta, sem má, einhver hinn óskilanlegasti atburður. Hafa nokkrir getið til að hrökkáll kunni að hafa slegið mennina því rafurslagi að þeir hafi fengið bana af eða liðið í ómegin og drukknað síðan. En þetta virðist miður trúlegt sak- ir þess að aldrei hefir — að sögn — orðið neinna ála vart þar í vatninu.“ MAÍ, LJIJFI M\í Framh. af bls. 4. svo kuldann legði ekki upp í stofuna til yðar, vesaling- ur! Og nú er maí á ný. „Trútt hjarta,“ hélt gamli Coulson áfram dálítið efa- blandinn, „sem vorið hefur fært nýtt líf, og — en hvað ætli dóttir min segir, frú Widdup?“ „Hafið engax áhyggjur,“ sagði frú Widdup, glaðlega, „ungfrú Coulsson----hljóp á brott með ísmanninum í nótt!‘,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.