Vísir - 30.12.1961, Page 1

Vísir - 30.12.1961, Page 1
51. árg. Laugardagur 30. desember 1961. — 298. tbl. Úlafur Thors tekur við embætti. Eins og sagt var frá hér í blaðinu 2. des. s.l. tekur Ólafur Thors aftur við embætti forsætisráðherra 1. janúar, svo sem frá öndverðu var ráð fyrir gert. Mun þá Bjarni Bene- diktsson, sem gegnt hefir embætti forsætisráðherra í fjarveru Ólafs , taka aftur við embætti dómsmálaráð- herra, sem Jóhann Haf- stein hefir farið með að undanförnu. Svikahrappur handtekinn. f gær tók lögreglan jastan hátíðina notaði hann til þess að gamlan viðskiptavin og kunn- ingja sinn, sem gerzt hafði sek- ur um ýmiskonar afbrot í sam- bandi við vxðskipti sín við al- menning. Maður þessi heitir Sigurður Arnbjörnsson og hefur áður komið við sögu fyrir sviksam- legt atferli. Var honum síðast sleppt út rétt fyrir jólin, en jóla- svíkja peninga og fjármuni og úr frá manni, og var það talið 2500 króna virði, ennfremur tóbaksvörur og fleira,. Sigurður gefur sig almennt fram sem stýrimann á einu eða öðru skipi, og hefur til þessa ekki 'dregið neina dul á nafn sitt. Þetta er hvorki rússneskt eða amerískt geimskot. Þetta er lokaæfing Reykjavíkurstráks fyrir gamlárskvöld, þegar hann lætur rakettur sínar kveðja árið sem Gagarin og Shephard hoppuðu yfir þyngdarlögmálið. (Ljósni. Vísis I.M.) Læknadeilan leyst. Bráðabirgðasamkomu- lag náðist í læknadeilunni í gærkvöldi. — Samþykkti stjórn Læknafélagsins sáttatillögu Sjúkrasamlags- ins. Gildir samkomulagið Mýr aðili hefur freðfiskútflutning. Leigir 5 frystihús. Dr. Magnús Z. Sigurðsson hefur nýlega tekið á leigu fimm frystihús með það í huga að flytja út freðfisk þann sem þau framleiða. Hingað til hafa aðeins Sölumiðstöðin og SÍS annazt sölu erlendis á hrað- frystum fiski, svo hér er um nýjan aðila innan þessarar við- skiptagreinar að ræða. Hefur Magnús nýlega stofnað fyrirtækið Atlantor h.f., Aðal- stræti 6, sem annast á fiskút- flutninginn. Hafa undanfarið dvalizt hér á vegum hans nokkrir Englendingar frá hinni miklu fisksamsteypu Ross í Englandi, en sú samsteypa hef- ur undanfarið keypt af fyrr- tæki Magnúsar fiskafurðir, m. a. frystar rækjur og heilfryst- an smáfisk frá Vestmannaeyj- um. Mun þessi þátttaka At- lantors í fisksölumálunum vafalítið leiða af sér harðnandi samkeppni á mörkuðum ís- lenzks fisks erlendis. Magnús Z. Sigurðsson var sem kunnugt er lengi í þjón- ustu Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna og gegndi er- indrekastörfum fyrir hana á meginlandi Evrópu, bæði aust- an tjalds og vestan. i næstu þrjá mánuði eða til 1. apríl. Áðalatriði hins nýja sam- komúlags eru þessi: Sérfræðingar mega nú taka lágt gjald, 15—20 krón- ur, fyrir að veita sjúklingum sérstakan viðtalstíma ef þeir óska. Hægt verður þó, eftir sem áður, að ná tali af þeim á al- | mennum viðtalstímum án þess j að greiða aukagjald þetta. -Jf Gjöld sjúklinga til heim- 1 ilislækna, sem nú eru 5—10 I krónur, hækka nokkuð. Sú hækkun kemur þó ekki til fram kvæmda fyrr en eftir nauðsyn- lega lagabreytingu. Sjúkrasamlagið greiðir nú sérfræðingum orlofsfé og framlag í tryggingarsjóð að upphæð 11.3% af launum þeim, sem þeir taka hjá sam- laginu. Slíkar greiðs}ur hafa ekki tíðkast áður til sérfræð- inga. Grunngreiðslur til þeirra af hálfu samlagsins hækka þó ekki að jafnaði. Gunnar Möller hrl. fram- kv.stjóri S. R., sagði blaðiriu' í gærkveldi að lítið hefði borið á milli varoandi samningsgrund völlinn sjálfan, en aftur á móti hefði borið talsvert á milli að- ila um greiðslur, sérstaklega Frh. á 3. síðu. ÁRAMOTA / ■■ AVORP Að vanda mun forsætis- ráðherra landsins flytja á- varp til þjóðarinnar í út- varpið á gamlárskvöld. Á- varp þetta mun forsætisráð- Iierra Bjarni Benediktsson flytja klukkan 20.00. Á nýársdag ávarpar for- setinn herra Ásgeir Ásgeirs- son þjóðina í útvarpinu og talar hann beint frá forseta- setrinu og hefst ávarp hans klukkan 13.00. VÍSIR i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.