Vísir - 30.12.1961, Side 3
J
L&ugardagur 23. desember 1961
VÍSIJ
ZT&&SS53BI
éttur.
Það er furðuleg og glæsi-
leg sjón, þegar fögnuður
manna yfir nýju ári brýzt út
í marglitu stjörnuregni úr
eldflaugum heimilanna, sem
kallast rakettur. Um mið-
nætti er himinninn eins og
með óteljandi björtum
stjörnum, sem depla augun-
um framan í nýja árið og
litlu börnin. Og jafnvel
eldra og ráðsettara fólk er
staðið að því að góna upp í
loftið eins og ómálga börn í
forundran yfir allri þeirri
dýrð, sem skyndilega birtist
á himnum nokkrum sekúndu
brotum eftir að hundruð
handa, austur og vestur um
bæinn, hafa borið einn lítinn
eld að kveikiþræði eldflaug-
arinnar.
'★
Myndin hér að ofan er
tekin í Goðaborg, þegar
einn af yngri viðskiptavin-
unum er að velja sér rakett-
ur til hátíðabrigða. Hann á|
úr vöndu að ráða því teg-
undimar eru margar og mis-
munandi. En stuttu eftir að
myndin hefur verið tekin er
drengur kominn út úr verzl-
uninni með eldflaugapakka
undir hönd. Hann segist
ætla að stinga þeim í maltöl
flöskur og kveikja svo.
Nathan & Olsen h.f. 50 ára.
Endurgreiðsla —
Framh. af 12. síðu.
skuldir bankanna hlóð-
ust upp erlendis. Nú er
Krein gjaldeyriseign 393
millj. króna. Gjaldeyris-
staðan hefir með öðrum
orðum batnað svo mjög
frá mánuði til mánaðar,
en óreiðuskuldir verið
greiddar upp.
Það lán, sem nú er hafin af-
borgun á var tekið snemma
árs 1960, þegar viðreisnin hófst.
Yfirdráttarheimildin var alls
að upphæð 20 millj. dollarar, en
af því hefur Seðlabankinn að-
eins notað 12 millj. dollara.
Var tekið 7 millj. dollara lán
hjá Evrópusjóðnum og 5 millj.
lijá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
í Washington. Lán þessi voru
ÖII notuð til þess að greiða upp
Læknadeilan. -
Framh at 1. síðu.
til sérfræðinga. Samlagið
myndi nota frestinn til þess að
vinna að framtíðarlausn þess-
ara mála. Arinbjörn Kolbeins-
son, form. Læknafélagsins,
sagði blaðinu að læknar teldu,
að S. R. hefði tekið jákvæða af-
stöðu til tillagna þeirra frá því
í haust svo að lítið bæri á milli.
lausaskuldir bankanna erlend-
is, sem safnazt höfðu saman á
undanförnum árum.
Heimildin til 20 millj. doll-
ara Iánsins var þannig aldrei
öll notuð, ekki snert við um 8
millj. upphæð. Viðreisnaráform
ríkisstjórnarinnar hefðu verið
óframkvæmanleg án aðgangs
að gjaldeyrissjóðunum, en þeir
voru engir til þegar stjórnin
tók við. Hefði t. d. verið ófram-
kvæmanlegt að gefa verzlunina
frjálsa, svo sem gert hefur ver-
ið, ef ekki hefði einliverra
varasjóða notið við. Því var
leitað til hinna tveggja er-j
Iendu gjaldeyrissjóða og hlupuj
þeir hér undir bagga í bili. Lán- ]
in eru veitt til allt að fimm j
ára og eru vaxtakjör þeirraj
mun hagstæðari en á lausa-|
skuldum bankanna, sem þau !
voru notuð til greiðslu á.
f lokaorðum skýrslunnar seg-
ir m. a.:
Á hinn bóginn er hætta á,
að áframhald viðreisnarinnar
verði torvelduð af nýjum til-
raunum verklýðsfélaganna til
að auka laun að krónutölu með
beitingu uppsagnarákvæð-
anna í hinum nýju samningum.
Ekkert tækifæri ætti að láta ó-
notað til að reyna að sannfæra
almenning um það, að hækkun
launa í krónum án samsvarandi
aukningar framleiðslu er gagns-
laus.
. JCyjsta. janúar 1912, fyrir
nær 50 árum, hóf fyrirtækið
Nathan og Olsen starfsemi
sína í húsinu þar sem nú er
járnvöruverzlun Jes Ziem-
sen. Stofnendurnir Fritz
Nathan og Carl Olsen voru
báðir danskrar ættar. Tveim-
ur árum síðar bættist John
Fenger, einnig danskur mað-
ur í félagsskapinn. — Af
þremenningunum er Carl
Olsen einn á lífi.
Arið eftir stofnun fyrir-
tækisins komu þeir upp
fyrsta útibúinu af mörgum,
og 1916 átti fyrirtækið tvö
flutningaskip til strandsigl-
inga og siglinga á erlendan
markað. Árið 1915 eftir að
hafa misst húsnæði, innbú
og skjöl í stórbruna á árinu
var hafizt handa um bygg-
ingu stærsta verzlunarhúss
landsins, það hús, sem nú
hýsir Reykjavíkurapótek,
ýmsar skrifstofur Reykja-
víkurborgar og fleiri skrif-
stofur.
Þá var starfsemi fyrir-
tækisins fjölbreytt ekki síð-
ur en umfangsmikíl. í byrj-
un var aðeins um að ræða
umboðsverzlun á innfluttri
vöru, en stuttu síðar hafin
heildsala og útflutningsverzl-
un. Þá var starfrækt fisk-
verkun um árabil og rekin
vélsmiðja. Sum útibú fyrir-
tækisins t.d. á ísafirði voru
umfangsmikil fyrirtæki,
lyftistengur í atvinnulífi
bæjanna.
Fritz Nathan, sem lengst
af ferli fyrirtækisins hafði
staðið fyrir skrifstofu þess
í Kaupmannahöfn gekk úr
fyrirtækinu árið 1936, og
var það síðan rekið af Olsen
og Fenger þar til hinn síðar-
nefndi féll frá 1939. Þá var
fyrirtækinu breytt í hlutafé-
lag. Áttu ekkja og erfingjar
John Fenger helming en
Carl Olsen hinn hlutann og
var hann jafnframt fram-
kvæmdastjóri. Árið 1958
seldi hann hluti sína í félag-
inu til ekkju John Fenger,
frú Kristjönu og barna henn-
ar. Jafnframt hætti Olsen
störfum hjá félaginu eftir 46
ára giftudrjúgt starf. Við
stjórn tók Hilmar Fenger,
sem verið hafði starfsmaður
Nathan og Olsen h.f. síðan
1940, þar af nokkur stríðsár-
in, sem umboðsmaður fyrir-
tækisins í Bandaríkjunum.
Nýtur fyrirtækið stjórnar
hans í dag. Hilmar er með-
limur stjórna Félags ísl. stór-
kaupmanna og Verzlunar-
ráðs íslands.
2000 ýlur o.fl.
GÖTULÖGREGLAN hér í
Reykjavík hefur síðustu daga
gert gangskör að því að hafa
uppi á hvers konar kínverjum,
svonefndum ýlum og öðrum
þess háttar bannvarningi, sem
hætt er við, að komizt í um-
ferð á gamlárskvöld. Hafa lög-
reglumenn farið í fjölda verzl-
ana er haft hafa slíkan eða á-
þekkan varning á boðstólum.
Hefur þetta leitt til þess, að
lögreglan er búin að taka í sína
vörzlu alls um 2000 ýlur, kín-
verja o. fl. og var verulegt
magn af því ólöglega innflutt.
/
eóUe^t nijai'.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
/ - /
it nuar !
eðUecjt mjat'.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
HEÐINN =