Tölvumál - 01.03.1984, Síða 2

Tölvumál - 01.03.1984, Síða 2
Félagsfundur um íslensku, tölvur og tilbúinn hugbúnað Hinn 22. febrúar sl. gekkst Skýrslutæknifélagið fyrir félags- fundi í Norræna húsinu um íslensku, tölvur og tilbúinn hugbúnaö. Framsögumenn voru alls 6, en fundarstjóri var Jóhann Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Baldur Jónsson, dósent, ræddi um margvísleg áhrif tölvutækninnar á íslenskt mál og ýmis vandamál er skapast af séríslensku stafrófi og málfræði. Dr. Oddur Benediktsson, prófessor, ræddi um ýmsar takmarkanir tölvubúnaðar til að fást við xslensku, í vélbúnaðinum sjálfum, stýrikerfum tölvanna og öðrum erlendum hugbúnaði. Hann lagði fyrir fundinn eftirfarandi tillögu: "Félagsfundur Skýrslutæknifélags íslands leggur til að félagið beiti sér fyrir stofnum sérstakrar nefndar eða starfshóps til að fjalla um vandamál er rísa vegna notkunar séríslensku stafanna í tölvutækni. Starfssvið nefndarinnar sé einkum þetta: 1. Nefndin stuóli að gerð séríslenskra staðla á sviði tölvutækni. 2. Nefndin skoði algenga innflutta hugbúnaðarpakka og umsegi hæfni þeirra til aðlögunar að íslensku máli. 3. Nefndin skoói algengan innfluttan tölvubúnað og stuðli aó samræmingu á lausnum er varða séríslensku þarfirnar. Nefnd þessi starfi á vegum viðkomandi ráðuneyta. Hún verði laun- uð og fái fjárreiður til að prófa búnað og kaupa sérfræði- pjónustu." Arnlaugur Guómundsson, tæknifræðingur, kynnti störf staðalnefndar og tillögu að íslenskum staðli fyrir 7 bita ASCII, en þessar tillögur eru kynntar annars staðar hér í Tölvumálum. Ólafur Engilbertsson, framkvæmdastjóri, ræddi um ýmis vandamál, er innflytjendur hafa orðið að kljást viö til aó aðlaga tölvu- búnað sérþörfum íslenskunnar. Vigfús Ásgeirsson, þjónustustjóri, setti fram markmið og kröfur, sem gera þarf til innfluttra tækja og sagði að tölvubúnaður þyrfti að geta notað sértákn okkar viðskiptaþjóða jafnframt íslenska og enska stafrófinu. örn Kaldalóns, kerfisfræðingur, kynnti EBCDIC töflu er inniheldur alla íslensku broddstafina og þróun IBM tölva miðað við íslenskt stafróf. Nokkrar umræður uróu í lok fundarins og var tillaga Dr. Odds sam- þykkt með meirihluta atkvæða. Fundarsókn var góð og munu fundar- menn hafa verið u.þ.b 100 talsins. -b.j.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.