Tölvumál - 01.03.1984, Side 5
5
1.2 Gildissvið
Staðallinn kveður á um niðurröðun íslensku stafanna í sæti,
sem ætluð eru fyrir sérþjóðlega stafi, í töflu 1, TABLE 1 -
Basic code table, samkvæmt ISO 646 og GO samkvæmt ISO 2022.
Staðallinn kveður á um niðurröðun tákna í táknróf G2,
samkvæmt ISO 2022.
Staðallinn kveður einnig á um röo tákna við flutning breiðra
sérhljóða.
2 SKÝRINGAR
2.1 Orð, hugtök og ritháttur.
Skýringarrtar gilda aðeins fyrir þennan staðal.
Tákn: Stakur fulltrúi eininga sem notaður er til
að skipuleggja, stýra eða lýsa gögnum.
Táknróf: Tafla sem sýnir einkvæmt samband milli tákna
og kóða.
Sérþjóðlequr: Tákn í alþjóðlegum staðli sem getur verið
breytilegt eftir löndum.
Stýritákn:
Sæti:
Kóði:
Bitaröðun:
Stakur fulltrúi eininga sem notaður er til að
stýra gögnum.
Sá hluti táknrófs sem skilgreindur er með
dálki og línu.
Einkvæmar reglur um samhengi tákna í táknrófi
og bitaröðun þeirra.
Hvert tákn er kóðað með 7 tvíundartölustöfum,
bitunum, b7, b6, .. b1, þar sem b7 er hágildið
og b1 er lággildið. Þar sem þess er þörf má
gefa einstökum bitum vægi samkvæmt tvíundar-
kerfi:
Biti: b7 b6 b5 b4 b3 b2 b1
Vægi: 64 32 16 8 4 2 1
Ritháttur: í þessum staðli er notaður tvenns konar
ritháttur til að skilgreina sæti tákns í
táknrófi. Annars vegar bókstafir, sem einhlítt
lýsa hvað við er átt, t.d. ESC. Hins vegar er
notað númer dálks og númer línu. í þeim
tilvikum er skrifað 1/11, dálkur númer 1, 11.
lína, í stað ESC.