Tölvumál - 01.03.1984, Qupperneq 9
9
Aðferð 1 Breiður sérhljóði er kóðaður sem broddur
fyrst og síðan sérhljóðinn.
Aðferð 2 Breiður sérhljóði er kóðaður sem SS2 fyrst
og síðan sérhljóðinn. SS2 má kóða á tvennan
hátt, sem ESC 4/14 eða, ef nauðsynlegt er
að nota einungis einn kóða, þá sem 1/9.
Þannig má tákna Á með ESC 4/14 4/1
eða 1/9 4/1.
3.3 Takmarkanir
Staðallinn lýsir því einungis hvaða kóðar eru notaðir við
flutning gagna milli tækja óháð aðferðinni sem við það er
notuð.
3.4 Möguleikar
Staðallinn býður upp á möguleika til að kóða nútíma íslensku
þannig að flytja megi texta frá einum stað til annars án þess
að hann brenglist í meðförum.
Staðallinn gefur einnig möguleika á að kóða þau tákn, sem viku
fyrir séríslenskum stöfum og táknum úr sætum sínum, í töflu 2
í ISO 646.
4 MERKINGAR
4.1 Tæki
Tæki sem uppfylla þennan staðal skulu merkt. Merkingin skal
vera augljós.
Þetta tæki uppfyllir kröfur skv. ÍST ..., Aðferð ...