Tölvumál - 01.03.1984, Síða 10

Tölvumál - 01.03.1984, Síða 10
FRÁ orðanefnd 1 7. tölublaði Tölvumála 1983 var greint frá útgáfu Tölvuoróasafns. Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins var endurvakin árió 1978 og er Tölvuorðasafn afrakstur af starfi þeirrar nefndar. I inngangi að bókinni er gerð grein fyrir fyrri orðanefndum og undirbúningi að Tölvuorðasafni og er ekki ástæða til aó endurtaka það hér. I for- mála að Tölvuorðasafni er einnig gerð grein fyrir þætti íslenskrar málnefndar i útgáfu bókarinnar. Orðanefndarmenn eru mjög ánægðir með aó samstarf skuli hafa tekist við íslenska málnefnd á þennan hátt, en segja má aó orðanefndin sé komin undir verndarvæng mál- nefndarinnar. Eins og greint er frá i inngagni að Tölvuorðasafninu er stefnt að þvi að gefa út stærri og endurskoðaða útgáfu af orðasafninu, ásamt skýringum, eins fljótt og auðió er. Undirbúningur að þvi starfi er þegar hafinn. Oróanefndarmenn hyggjast leita eftir samstarfi vió fleiri áhugamenn um málrækt á meðal tölvumanna og er ætlunin að setja á fót hliðarnefndir eða undirnefndir, er starfi að ýmsum sérmálum. Ágætt samstarf hefur þegar tekist við hóp áhugamanna um islensk orð yfir "mikro"-miðla. Vonandi mun afrakstur af þvi samstarfi sjá dagsins ljós bráðlega. Orðanefndinni er mjög nauðsynlegt að eiga sem best samstarf við alla tölvunotendur. Litið gagn er aó þvi aó búa til orð, ef þau eru ekki notuð. Ég skora þvi á alla, sem vilja gera athugasemdir viö efni Tölvuorðasafnsins að láta til sin heyra. Okkur er annt um að fá vióbrögð við einstökum þýðingum og einnig ábendingar um orð og orðasambönd, sem þarf að þýða. Einkum viljum við beina þessari ábendingu til innflytjenda tölvubúnaðar, þvi að á þeim brennur skortur á islenskum þýðingum, þegar setja á saman aug- lýsingar og notendaleiðbeiningar á islensku. Athugasemdum má koma skriflega eða munnlega til islenskrar málnefndar, Aragötu 9, simi 2 85 30 eða með þvi að hafa samband við undirritaóa. Ætlunin er að orðanefndarmenn láti frá sér heyra i Tölvumálum, þegar ástæóa þykir til. Ekki var ætlunin að ræða um einstök orð eða orðaþýðingar, að þessu sinni. Mig langar þó til að drepa á eitt atriði. Á undanförnum mánuðum hef ég sótt tvær tölvusýningar og fylgir að jafnaði flóð kynningar- og auglýsingablaða. Þar er nær undantekningarlaust talað um diskettur og diskettustöðvar og ég þekki eingan, eða að minnsta kosti mjög fáa, nema orðanefndar- menn sjálfa, sem taka sér i munn islenskt orð um þetta fyrirbæri. Orðanefndin hefur fjallaó oftar og lengur um þýingu á diskette, en um flest önnur oró og ýmsar þýðingar hafa verió reyndar, en allt kemur fyrir ekki. Nú skora ég á tölvunotendur að leggja höfuðin i bleyti og finna snjalla þýðingu á diskette, orð sem einnig er þjált i samsetningum. Og svo er það sjálft orðið tölva. Ég hef áður bent á það á þess- um vettvangi, hversu margir nota ranglega nefnifallsmyndina talva. Ég hef að undanförnu heyrt mætustu menn nota orðið á þennan hátt og get þvi ekki stillt mig um að endurtaka einu sinni enn, að oróió tölva beygist tölva - tölvu - tölvu - tölvu. Sigrún Helgadóttir.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.