Vísir - 02.01.1962, Side 12
VISIR
Þriðjudagur 2. janúar 1962
Ung stúlka slasaðist al-
i'arlega að kvöldi nýársdags
suður á Hafnarfjarðarvegi,
i'ið mót Hlíðarvegar og Hafn
fjarðarvegar. Lenti hún fyr-
ir bíl, og var flutt í slysa-
varðstofuna. — Heitir stúlk-
an Svanhildur Vagnsdóttir,
Reynihvammi 33 í Kópa-
vogi. Maðurinn sem bílnum
ók,liafði sjálfur tekið stúlk-
una upp í bílinn sinn og
flutt hana í slysavarðstof-
una. Við læknisskoðun kom
í Ijós að Svanhildur er
mjaðmargrindarbrotin.
Áramótabrennurnar voru
vinsælar að vanda. Þó varð
leiðinlegt veður til að hamla
aðsókninni. A'hugi strák-
anna, sem hlóðu var sá sami
og áður. Þeir gengu ótrauðir
fram í að safna efni og
hlaða kestina. Þegar menn
komu með bíldek.k eða
kassa spurðu þeir strax:
Áttu ekki meira? Þú getur
komið með bað hvenær sem
þú villt. Við förum ekki í.
kaffi á sama tíma svo það er
alltaf einhver maður hérna.
(Ljósm. Bolli Þ. Bollason.)
Vertíð að
hefjast.
Salazar. -
Framh. af 1. síðu.
og var þá brugðið við og snú-
izt til atlögu gegn byltingar-
mönnum og stóð bardagi í 3
klst. Er þar skammt af að
segja, að 2 féllu, fimm særðust,
nokkrir gáfust upp og nokkrir
komust undan og voru hand-
teknir — sumir, er þeir voru
komnir nálægt landamærum
Spánar á flótta sínum.
Aðstoðar hermálaráðherra
landsins, sem brá við í skyndi
eftir að kunnugt varð um bylt-
ingartilraunina og fór til her-
búðanna, varð fyrir skotum og
beið bana af. Gomez, leiðtogi
byltingarmanna og mótherji,
Salazars í seinustu kosningum,
er sagður hafa særzt í bardag-
anurh og verið tekinn höndum.
Iislendingadagiir
á Þingvöllum
— tillufju forseta íslttmls
FORSETI landsins, Ásgeir Ás-
geirsson, flutti að venju ára-
mótaávarp sitt til þjóðarinnar
í skrifstofu sinni á forsetasetr-
inu á Bessastöðum klukkan 1 á
nýársdag. Ejftir að hafa fært
landsmönnum öllum nýársöskir
sínar og konu sinnar, gat forset-
inn þess, að þessi jól hefðu ver-
ið hin 10., sem þau hjónin halda
á Bessastöðum.
í upphafi ræðu sinnar gat for-
setinn þess, að hann teldi merk-
astan atburð síðasta árs lausn
handritamálsins, og afhending
hinna fornu dýrgripa þjóðarinn-
ar, sem Danir myndu láta af
Búðarúður brotnar
Framh. af 1. síðu. ihöfðu meiðsli vegna slagsmála
Að vanda safnaðist mikið af eða dottið. Einn og sami mað-
unglingum á götur í Miðbænum! urinn hafði lamið þrjá þessara
og voru þar sprengdir kinverj-
ar, og tvær stórar sprengjur
isprungu án þess að valda tjóni.
Siögreglumenn tóku í sína
vörzlu nokkra tugi drengja og
ílutti þá heim til þeirra um nótt-
dna.
í gærmorgun var kært til
Tannsóknarlögreglunnar yfir
rúðubrotum í fjórum verzlun-
um í bænum. Stór rúða í vefn- geta þess’ að þeir «órir bilar
pilta, en lögreglan handtók
þennan óspektarmann á dans-
leik í Iðnó.
Þó að bæjarbragur sé í heild
talinn hafa verið góður í höfuð-
borginni, og slysalaus nótt,
höfðu lögreglumenn ærið að
starfa við ýmiss 'konar störf í
þágu borgranna. Má til dæmis
aðarvörudeild KRON á Skóla-
I vörðustíg var brotin, og einum
! karlmannsskóm stolið. Brotin
var stór rúða í ritfangaverzl-
un ísafoldar í Bankastræti og
i rúða í verzlun P. Bernburg,
Vitastíg 10, og stolið tveim
munnhörpum. Loks var brotin
rúða í verzl. Manchester, við
Skólavörðustíg, og stolið úr sýn-
ingarglugganum einum smók-
ing.
Slagsmál og meiðingar urðu
og fluttu sjúkrabílar sex stráka
1 sem götulögreglan hafði í förum
á gamlárskvöld, fóru 100 ferðir
út um bæinn milli klukkan 8
á gamlárskvöld og þar til klukk-
an 4 að morgni nýársdag. —
Eftir það komst aldrei neinn bíl-
anna niður á stöð, því svo mörg
köll bárust, sem síðan voru af-
greidd gegnum talstöðvar bíl-
anna. Var um margháttaða að-
stoð og björgunarstörf að ræða,
sem flest voru í sambandi við
að menn, og reyndar konur líka,
höfðu misþyrmt áfenginu um
í slysavarðstofuna, er hlotið ] nóttina.
hendi þegar hinn ákveðni af-
hendingarfestur væri liðinn.
Færði forseti Dönum þakkir og
kvað nú öll ágreiningsmál milli
þjóðanna vera úr sögunni.
f ræðu sinni, sem birt er á
bls. 2 í blaðinu í dag, kom for-
set'inn allvíða við. Nokkru af
ræðu sinni helgaði hann sam-
skiptum og sambandi íslendinga
við landa sína, er erlendis búa
og fólk af íslenzku bergi brotið.
Taldi hann þessu máli ekki hafa
verið sýndur nægilegur sómi.
Hér ætti þjóðin mikið verk að
vinna, að tengja bönd þessa
fólks við ættland sitt. Þjóðin
hefði ekki efni á að láta sig
engu skipta um þetta fólk, sem
dreift er um alla jörðina. Aðr-
ar þjóðir fjölmennari hafa alla
tíð lagt mikla áherzlu á að við-
halda þessum tenglsum við
.---w“.-w*.-w-w%--*--.”W’%.-.-.------
Nærri því
einsdæmi
ÞAÐ kemur varla fyrir sú
■nótt hér í Reykjavík,
1 að sjúkrabílar R.K.I. flytji i
< ekki fleiri eða færri sængur-,
< konur á fæðingarheimilin
1 hér í bænum. Sumar nætur
< hafa bílarnir varla við að
> anna þessum aðkallandi
; flutningi.
Það undarlega skeði, sagði i
i Þórður Jónsson varðstjóri í
i slökkviliðinu, er var á vakt
| á gamlárskvöld og þar til að i
, morgni nýársdags, að ekki (
| var beðið um einn einasta
| flutning á sængurkonu.
.-wwww/wvwfw^wrwrw%wv
landa sína með öðrum þjóðum
og mikill og góður árangur
náðzt.
Hvatti forsetinn til þess að
frjáls félagssamtök beittu sér
fyrir framgangi máls þessa, og
að efnt yrði til íslendingadags
á Þingvöllum með vissu árabili,
þar sem þessir fjarlægu landar
vorir kæmu saman til þess
tryggj a böndin við ættjörð sína
og sögu. Gat Ásgeir forseti þess,
að hann teldi erlendis búa um
60.000 manns, íslendinga og fólk
af íslenzku bergi brotið.
Er forsetinn hafði lokið ný-
ársávarpi sínu, var þjóðsöngur-
inn sunginri.
VETRARVERTÍÐ er nú að
hefjast ,og ekkert því til fyr-
irstöðu, að bátarnir hefji
róðra almennt, en að sjálf-
sögðu mun þess gæta, að flest
ir bátanna í verstöðvum hér
við Faxaflóa, hafa verið á
síldveiðum. Blaðinu er kunn-
ugt um að fyrstu vertíðar-
róðrarnir verða farnir í kvöld
frá Keflavík, er tveir bát-
anna úr flota Keflavíkur
leggja úr höfn.
Verkföll hafa hvergi verið
boðuð, og nú munu samn-
ingsviðræður hefjast, sagði
Kristján Ragnarsson, fulltrúi
hjá L.Í.Ú. í samtali við blað-
ið skömmu fyrir hádegi í dag.
Gallup-könnun hefir farið
, fram í Bandaríkjunum um
„aðdáunarverðustu konu
heims“. Úrslit urðu, að
Eleanor Roosevelt, ekkja
Franklins D. Rosevelt lilaut
flest atkvæði, Jaqueline
Kennedy forsetafrú varð
önnur og Elisabet Breta-
drottning þriðja.
Misheppnuð bylting
var gerð í Libanon.
Fulltrúadeild þjóðþingsins í
Libanon kemur saman til jund-
ar í dag út af byltingartilraun-
tilkynnt opinberlega í Beirut,
að þjóðernis-socialistaflokkur-
inn væri borinn þeim sökum,
inni, sem gerð var s.l. laugar- að hafa staðið fyrir byltingar-
dag, en var fljótt bœld niður, tilrauninni og hefði hann verið
eftir snörp átök. leystur upp.
Nokkurt manntjón varð í á-1 Miklar vopnabirgðir hafa
tökunum og margir menn hafa fundizt, m. a. 300 vélbyssur og
verið handteknir. — í gær var. 200 rifflar o. fl.
Nýr toppfund-
ur undirbúinn.
Sendihcrru Bandaríkjanna
í Moskvu, Llewelyn Thomp-
son, gekk í morgun á fund
Gromyko utanríkisráðherra
og mun þeir hafa byrjað
undirbúningsviðræður um
hugsanlegan nýjan toppfund
á þessu ári.
Sendiherrann gerði þetta
í samræmi við ákvörðun,
sem tekin var nýlega á fundi
þeirra Kennedys og Mac-
millans, að rétt væri að nálg-
ast Rússa um að efna til nýs
fundar æðstu manna stór-
veldanna.