Vísir - 03.01.1962, Síða 3

Vísir - 03.01.1962, Síða 3
V í S I R 3 Miðvikudagur 3. janúar 1962 ia,aw.v.wavav.v^av.wa\vav.wwawa,.w.^wava,m%swa,awMW,«|am<wimw.w Niður með persónu- dýrkunina. Rétt fyrir áramótin birtist skemmtileg teikning hér í Vísi í annál síðastliðins árs af Krúsév, þar sem hann er að kveða niður og fordæma persónudýrkunina. En til þess að tákna þá staðreynd að fordæming Krúsévs á Stalin er gerð til að upphefja hann sjálfan og sýna þá nýju persónudýrk- un, sem hafin er á Krúsév setti teiknari Vísis svolitla englavængi og geislabaug á Krúsév. í Myndsjá Vísis í dag er vikið enn nokkuð að þessu vandamáli. Myndirnar sem hér birtast og koma frá Rússlandi sýna, að það er fjarri því að hetju og per- sónudýrkunin hafi verið nið- ur felld í Sovétríkjunum. Sú eina breyting hefur verið gerð að málverkin af Stalin hafa verið rifin og máluð ný málverk af Krúsév. Högg- myndirnar af hinum skeggj- aða Stalin hafa verið brotn- ar niður og í staðinn koma höggmyndir af hinum sköll- ótta Krúsév. Rússnesku myndirnar sem hér birtast minna á gamlar myndir af Stalin. Þær eiga að sýna Krúsév sem leiðtog- ann í hópi verkamanna og flokksmanna og loks kemur Ijósmynd af Krúsév þar sem hann er í ræðustól að klappa fyrir sjálfum sér. Takið eft- ir live hún er lík gaman- teikningunni, sem Vísir birti á dögunum. Svipur hans á að lýsa Iiinum landsföður- lega og óflekkaða dýrling í mannsmynd. af heimamiðum. VV.V.V.V.V.V.".,.V.V.V.V.V".V.V..V.V.V.V.V.V.,.V.V.V.,.,.V.,.V.V.V.V.V.V. Það var sjaldséð sjón sem blasti við mönnum niðri við togarabrygjurnar í gær. — Togarinn Geir lá þar, og svo sigipn, að bersýnilegt var að hann var með óvenjumik- inn afla, en hann var á veið- um nú um hátíðarnar hér á heimamiðum. Við pánari eftirgrennslan kom í Ijós, að Geir var lúgu- fullur af vel ísuðum fislti, mest þorski, sem togarinn fekk í 11 daga úthaldi. Gunnar Auðunsson, einn hinna kunnu Auðunssona, er með Geir. Margir, margir mánuðir eru nú liðnir frá því að togara hafi tekizt að fá í sig fullfermi hér á heimamiðum, jafnvel þó lengra úthald væri. Geir siglir með aflann til sölu í Bretlandi og selur þar vænt- anlega 8. janúar. Peron fyrrverandi Argen- tínuforseti, 65 ára, gekk ný- lega að eiga spænska stúlku 28 ára að aldri. — Peron varð að láta af völdum 1955. Hann hefir tvívegis verið kvæntur áður. Fyrsta kona lians lézt 1939, en önn- ur, Eva, sem dáð var af öll- um landslýð í Argentínu 1952.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.