Vísir - 13.01.1962, Síða 1

Vísir - 13.01.1962, Síða 1
VÍSIR 52 árg. Laugardagur 13. janúar 1962. — 9. tbl. Lífsnauðsyn að tengjast Efna- hagsbandalagi. ÞAÐ er lífsnauðsyn fyrir okk- ur íslendinga að láta þróunina ekki hlaupa frá okkur, — en tengjast Efnahagsbandalagi Evrópu sag'ði Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri 1 fréttaauka Rík isútvarpsins í gær, þar sem hann var a'ð ræða um markaðs mál sjávarútvegsins. Hann ræddi um þær stórkost legu breytingar sem nú eru að verða á viðskiptamálum Evrópu, þar sem flestar Evrópuþjóðir munu væntan- lega sameinast í eina viðskipta heild á næstu árum, en þetta væru lönd sem hefðu keypt verulegan hluta af öllum út- flutningi íslands. Fyrstu ókostir Davíð gat þess m.a. að nú eftir áramótin hefðum við ís- lendingar fengið að kynnast ó- kostum sem fylgdu því að vera fyrir utan Efnahagsbandalagið, þar sem við hefðum orðið að greiða hækkaðan innflutnings- toll af fiski innfluttum til Þýzkalands. og væri sú hækk- un þó aðeins byrjun á stig- hækkandi tolli Efnahagsbanda- lagsríkjanna. Taldi Davíð einsýnt, að íslendingar gengju í bandalagið. NÝORDINN 14 ÁRA. FYRIR hádegi í gær tókst rannsóknarlögreglunni að upp- lýsa hina fólskulegu árás, er lít- il 7 ára telpa varð fyrir síðdeg- is á miðvikudaginn hér í bæn- um. Sá sem hlut átti að máli var sjálfur nánast barn, dreng- ur sem nýlega er orðinn 14 ára. Drengurinn, sem sagður er koma vel fyrir, og í fljótu bragði a. m. k. virðist heilbrigð- ur, játaði strax að vera valdur að árásinni. Við rannsókn málsins, sem ið mestu var lokið þegar síð- iegis í gær, játaði drengurinn ið hafa tvisvar áður veitzt að elpum á þessum sama stíg, sem r milli Reykjavegar og Suður- landsbrautar, skammt frá Undralandi — Var annað þess- ara atvika þegar kært til rannsóknarlögreglunnar, en hitt var kært í fyrradag er fregnin um atburð þennan barst út um bæinn. Urðu þess- ar telpur, 9 og 10 ára fyrir á- reitni drengsins með eins dags millibili, um miðjan desember síðastliðinn. í hvorugt skipti hlutust þó meiðsl af. Eins og sjá má af hinum unga aldri drengsins, er hann langt undir aldri sakamanna. Hann var settur í stofufangelsi heima hjá sér í gær, en mál hans mun rannsóknarlögreglan nú af- henda barnaverndarnefnd til meðferðar. ■ © r- 1 © • • r Stjornarkjor i um helgina. Stjórnarkjör fer fram í vörubílstjórafélaginu Þrótti að viðhafðri allsherjarat- kvæðagreiðslu, sem hefst í dag. Kosningin hefst klukkan eitt í dag og stendur til klukkan níu í kvöld og síðan heldur hún áfram á morgun á sama tíma, en verður þá Iokið. Eru komnir fram tveir listar og standa lýðræðis- Lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Um síðustu áramót urðu dyravarðaskipti í Stjórnar- ráðinu. Magnús Stefánsson lét af starfi, en við tók S veinb j örn Timóteusson. Þeir sjást hér á Stjórnar- ráðströppunum hiim nýi dyravörður, Sveinbjöm, að taka við lyklakippunni úr hendi Magnúsar, sem er til hægri. Mörg undanfarin ár hefur Sveinbjöm verið stöðvarmaður á afgreiðslu B.S.R. og getið sér hins bezta orðs í starfi. (Ljósm. Vísis I. M.) — Sjá samtal á bls. 7. Þjdöverjar bregöast ekki bandamönnum. VESTUR-ÞÝZKA stjórnin hef- ur lýst því yfir, að enginn fót- ur sé fyrir þeim fréttum, sem breiðzt hafa út að undanförnu, Þrótti sinnar að öðrum, B-lista, en hinn bjóða kommúnistar fram, en þeir fara nú með stjórn í félaginu, illu heilli. Þessir menn eru á lista lýðræðissinna, B-lista: Erlingur Gíslason formað- ur, Pétur Hannesson, varafór- maður, Framhald á bls 5 að Þjóðverjar ætli að bregðast bandamönnum sínum £ NATO og gera sérsamning við Rússa um lausn Þýzkalandsmálsins. Segir stjórnin að það mál verði aðeins Ieyst í fullkominni sam- vinnu vestrænna ríkja. Ulbricht kastað? Fréttirnar um þetta stafa af því, að Rússar hafa að undan- förnu verið að þreifa fyrir sér við Vestur-Þjóðverja um að leysa Þýzkalandsmálið og hafa látið í það skína, að þeir vildu kasta Ulbricht og Austur- Þýzkalandi fyrir borð, ef Vest- ur Þjóðverjar vildu svíkja bandamenn sína og segja sig úr Atlantshafsbandalaginu. Leynifundir. Orðrómur um þetta hefur hermt, að annar stjómarflokk- urinn, — hinn svokallaði Frjáls rrh. & bls. i. Brimnes til sölu. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefir tekið þá ákvörðun að selja togarann Brimnes. Hann var á sínum tíma eign togara- útgerðarinnar á Seyðisfirði. Hefur hann legið lengi hér í „Þanghafinu“. Tilboð þurfa að hafa borizt fyrir 23. janúar til ráðuneytisins.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.