Vísir - 14.02.1962, Blaðsíða 1
VÍSIR
52. árg. Miðvikudagur 14. febrúar 1962. — 38. tb.
Kennedy forseti og Macmill-
an forsætisráðherra munu ekki
hafna algerlega uppástungu
Krúsévs um fund æ'ðstu manna
18 þjóðanna, sem sitja afvopn-
unarráðstefnuna, sem hefst í
Genf 14. marz, lieldur bera fram
gagntillögu.
Hún mun verða þess efnis, að
slíkur fundur verði haldinn
síðar, náist árangur á ráðstefn-
unni. Gagntillagan verður send
Krúsév þegar lokið er viðræð-
um við samstarfsþjóðir Breta og
Bandaríkjamanna.
Fréttaritari brezka útvarps-
ins í Washington símar, að
stjórnmálamenn hallist nú að
því, eftir nánari athugun á bréfi
Krúsévs, að hér sé ekki um á-
róðursbragð að ræða af hans
Framh. á 16. síðu.
^\^a/mm!mm^m^a^m^,Jmmmmmm^aJmt^aJma
5 Skilyrði til kynna manna
5 og dýra eru á margan hátt
5 betri um vetur, þegar skepn-
I* ur eru allar á gjöf eða a. m.
5 k. heima við, — Telpan á
Ji myndinni, Auður Eir Guð-
J mundsdóttir, á heima frammi
á Seltjarnarnesi. Hún hefur
í t allan vetur vikið brauðbita
S að kindunum, sem með henni íj
J eru á myndinni, og jafn- i
\ skjótt og þær sjá hana, koma ^
Vþær hlaupandi til hennar. í
ABURÐARDREIFING OR LOFTl
Aukafundur S.H
hefst í dag
Aukafundur Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna hefst í
Sjálfstæðshúsinu í dag kl. 2.
Verður þar rætt um starfs-
grundvöll hraðfrystihúsanna
á þessu ári og ýmis önnur
vandamál. f samtökunum eru
56 frystiliús víðsvegar á
landinu og munu sitja fund--
inn milli 60 og 70 manns.
Fundurinn hefst með því
að Elías Þorsteinsson stjórn-
arformaður SH flytur
skýrslu. Síðar mun Jón
Gunnarsson framkvæmda-
stjóri flytja skýrslu og ýms-
ir fleiri taka til máls.
YFIR HEIÐALÖND VID REYKJAVfK?
BÚNAÐARSAMBAND Kjal-
arnesþings hefur skrifað borgar-
ráði Reykjavíkur, um að taka
þátt í kostnaði við dreifingu á
tilbúnum áburði úr flugvél á
heiðalönd í nágrenni Reykja-
víkur. Hcfur búnaðarsambandið
skrifað sýslunefndum og bæjar-
stjórnum á sambandssvæði sínu.
Ilefur sýslunefnd Gullbringu-
sýslu ákveðið að leggja fram
10,000 krónur í þessu skyni.
Gífurleg skattfríö-
indi kaupféiaganna
í mörg ár liefur almenning-
ur á íslandi talað um, hve
tekjuskattur samvinnufélag-
anna væri lágur miðað við
allan tekjuskattinn.
Gunnar Thoroddsen fjár-
málaráðherra upplýsti á Al-
þingi í gær hve skatturinn
hefur verið undanfarin þrjú
ár.
Árið 1959 greiddu sam-
vinnufélögin 2.1 milljón í
tekjuskatt, eða rúmlega eitt
prósent af heildarskattinum,
sem nam þetta ár 173 mill-
jónum. Árið 1960 greiddu
þau 1.8 millj. af 69 milljónum
eða 2.5%. Og árið 1961 urðu
þessar greiðslur samvinnu-
félaganna 2.8 milljónir af 80
milljónum eða um 3.5%.
Af þessu mega allir sjá,
hve skattfríðindi samvinnu-
félaganna eru gífurleg. Þess
er líka rétt að minnast og
sem kom fram á Alþingi í
gær, að sum árin hefur
Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga ekki greitt einn
eyri í útsvar.
Hafliði Jónsson garðyrkju-
stjóri Reykjavíkur, hefur feng-
ið þetta erindi búnaðarsam-
bandsins til umsagnar. í gær
sagði hann í símtali við Vísi, að
heiðalönd Reykjavíkurbæjar
væru ekki mjög víðáttumikil,
þegar frá er skilin Heiðmörk,
sem er friðað land sem kunnugt
er. Heiðalönd Reykjavíkur eru
einna mest ofan við Grafarvog
og svo Hólmheiðin.
Það mun vera tilgangurinn
með þessu hjá búnaðarsamband-
inu að gera ráðstafanir til þess
að auka beitarþol heiðaland-
anna. Eftir því sem ég veit bezt,
sagði Hafliði, mun fjáreign
reykvískra manna nú vera milli
4000—5000 fjár alls. Mikið fé er
alltaf í Breiðholtsgirðingu, og
þar minnkar beitarþolið með
hverju ári.
Ég er ekki reiðubúinn að
svara spurningunni um það
hvort Reykjavíkurbær eigi að
leggja fram fé í þessu skyni.
Fjárbúskapur Reykvíkinga er
miklu meira vandamál en menn
gera sér í fljótu Lragði ljóst. Á
því máli eru tvær hliðar, sjón-
armið fjáreigendanna og hinna
sem eru margir og orðið hafa
fyrir óþægindum vegna fjáreig-
enda þessa búskapar, og draga í
efa skyldur borgaryfirvalda.
Og loks þarf að athuga það
vel, hvaða áhrif slík áburðar-
gjöf hefur á lynggróðurinn. —
Frh. á 10. síðu.
28 ölvaðir
við akstur
Samanburður á fjölda þeirra
sem teknir hafa verið fyrir ölv-
un við akstur í Reykjavík frá
áramótum til 7. febrúar nú og
í fyrra er mjög óhagstæður fyrir
þetta árið.
Alls hefur lögreglan frá því
á nýársdag til 7. febrúar s.l.
kært 28 bifreiðarstjóra, sem
hún telur að hafi ekið bifreið-
um undir áhrifum áfengið. Á
sama tíma í fyrra voru 16
manns kærðir fyrir sömu sakir.
Frh. á 10. síðu.