Vísir - 14.02.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 14.02.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. febrúar 1962 V í S I B kjarnorkustrí Sagt frá hiitum illifega rússneska hershöfðingja Rodion Malinovsky þegar Krúsév Rússlands- einvaldur kom til Parísar sumarið 1960 til að sprengja upp „toppfundinn“ fræga var í för með honum undar- legur förunautur, sem minnti menn fremur á mannýgt naut en mannlega persónu. Nærvera þessa fylgdarmanns skaut mönnum skelk í brjóst og menn spurðu, hvort Krú- sév væri e. t. v. aðeins verk- færi í höndum ægilegra valds. Förunautur þessi var Rodion Malinovsky mar- skálkur. Vestrænir blaða- menn sem komust á hinn stóra blaðamannafund Krú- sévs í París, herma að sjónin sem blasti við þeim þar muni seint líða þeim úr minni. Við ræðupúltið stóð, Krúsév æst- ur og reiður og steytti hnef- ana í allar áttir, — en við hlið hans sat marskálkurinn illilegi, óeðlilega digur og þungur eins og kjötfall, með ógnstafi í svipnum, brúna- þungur og óhagganleghtákn miskunnarleysis og hernaðar- ofbeldis. Síðan þetta gerðist eru nú liðin rúm þrjú misseri, en Malinovsky gegnir áfram hlutverki sínu sem æðsti maður Rauða hersins og her- málaráðherra Sovétrikjanna. ^ þessum tíma hefur Malin- ovsky verið fulltrúi eins mesta herbúnaðaræðis, sem þekkzt hefir í heiminum. Á þessum tímum hefir Rauði herinn tekið í sína þjónustu eldflaugar og kjarnorku- vopn í stærri stíl en nokkru sinni áður. Og það er fyrst og fremst Malinovsky, sem verður að teljast tákn kjarn- orkuvígbúnaði Rússa og sá sem verður að bera ábyrgð- ina af því að risasprengj- urnar hættulegu voru sprengdar í sumar. Og það er ennfremur tal- ið að Malinovsky hafi ásamt Krúsév verið höfundur að þeirri skefjalausu hótana- stefnu sem Rússar tóku upp eftir upplausn Parísarfund- arins. Við skulum nú rifja lítil- lega upp æviatriði þessa illi- lega og hættulega manns. jyjalinovsky er nú 62ja ára, fæddur árið 1899 í inovsky í fyrstu hafa barizt kommúnistum yfirráðin í gegn bolsunum, en er þeir Kína. urðu sigursælir gekk hann í lið þeirra og kom síðan að þótt Malinovsky væri þann- góðu haldi sem sérfræðingur ig mikill kappi úr heims- í vélbyssuskothríð. styrjöldinni voru allmargir Svartahafs hafnarborginni Odessa. Er hann því Ukra- inumaður eins og Krúsév. Hann var sonur verkamanns í borginni. Skólagöngu hans lauk er hann var 12 ára og fór hann þá að vinna sem búðarsendill í borginni. Er heimsstyrjöldin fyrri brauzt út 1914 var hann of ungur til þess að fá inngöngu í her keisarans. En hann gerðist laumufarþegi með járnbrautarlest, sem flutti herlið til vígstöðvanna móti Þjóðverjum og úr því hann var kominn fram í vígstöðv- ar fekk hann að vera í einni herdeildinni. Stóð hann sig eins og hetja þótt ungur væri, enda skorti ekki áhug- ann. Hækkaði hann fljótt í tign, særðist og hlaut heiðurs merki. Er hann greri sára sinna var honum skipað í hið svo- nefnda „Járnherfylki“. Það var úrvalslið úr keisara- hernum, er var sent til Frakklands til að berjast á Marne-vígstöðvunum og átti það að sýna samstöðu og vináttu bandamanna. Þarna kynntist Malinovsky vest- rænum hermönnum og er sagt að hann hafi þá dáðst mjög að seiglu og dugnaði enskra hermanna. Hann getur enn bjargað sér sæmi- lega á frönsku. Á hann marg- víslegar endurminningar frá lífinu á frönsku vígtöðvun- um bæði um hættur í bar- dögum og um gleðskap á veitingahúsum bak við víg- línuna. JJn skyndileg breyting varð á viðhorfinu til þessarar rússnesku herdeildar, þegar fréttir bárust af rússnesku byltingunni 1917. Malin- ovsky lýsti þessu sjálfur svo: — Herbúðir okkar voru allt í einu umkringdar af banda- mönnum okkar. sem miðuðu byssuhlaupum að okkur, já, og Frakkar reyndu jafnvel að „friða“ okkur með fall- byssuskothríð. Bandamenn komust nú í mestu vandræði með þétta rússneska herlið. Loks varð það úr að leifum járnherfylk isins var skipað á land i Vladivostok 1919 og skyldi það berjast þar með hvítlið- um gegn bolsum. Mun Mal- Rodion, Malinovsky, hermálaráðherra Rússa. Var hann ekki lengi að á- vinna sér traust og hækka i tign í Rauða hernum. Hlaut hann skólavist á Frunze-her- skólanum, gifti sig og hefir eignazt fjögur börn. Síðast en ekki sízt hlaut hann inn- göngu í kommúnistaflokk- inn . hershöfðingjar taldir honum fremri að metorðum. Munu fimm hershöfðingjar þá hafa staðið honum framar, en þeir voru: Zhukov, Konév, Rokossovsky, Govorov og Vassilévsky. En tíminn líður og nú er svo komið að Malinovsky er kominn upp fyrir þá alla, ýmist fyrir leik örlaganna JJann var einn af þeim fáu eða fyrir brögð og undirmál. liðsforingjum í rússneska , hernum, sem ekki var tek- inn af lífi í hreinsununum miklu 1937 og hækkaði nú mjög í tign eftir að flestir yfirmenn hans höfðu verið skotnir. Malinovsky var í tölu fræknari hershöfðingja Rússa í heimsstyrjöldinni. Hann bafðist aðallega í Ukrainu, fyrstu árin vonlít- illi varnarbaráttu. En síðan tók hann þátt i þvi að um- kringja og inniloka þýzka liðið við Stalingrad og loks stjórnaði hann sókninni vest- ur á bóginn á Suðurvíg- stöðvunum. Hann stjórnaði töku Ukrainu, Búkarest í Rúmeníu, Búdapest og Vín- arborgar. Síðan var honum falin yfirstjórn rússneska hersins í Austur Síberíu, sem réðist suður eftir Man- sjúríu á síðustu dögum styrjaldarinnar og tryggði Þó mun Malinovsky mest eiga framgang sinn að þakka hinum nánu kynnum og vin- áttu við Krúsév. Vassilévsky var síðasti hermálaráðherra Stalíns. Skömmu eftir dauða hans var hann settur á eftirlaun. Govorov dó 1955 og var jarðaður í heiðursgrafreitn- um við Kreml-múr. Rokoss- ovsky hafði lengi verið her- málaráðherra Póllands og einskonar landstjóri Rússa í þessu leppríki. Pólverjar risu upp gegn honum í uppreisninni 1956 og hann varð að fara úr landi. Nú er hann áhrifalaus, heldur fyrirlestra í hernaðarsagn- fræði við Moskvu-háskóla.* Konév var yfirmaður Rauða hersins, en var leyst- ur frá því starfi 1956 og 1957 losaði Krúsév sig við Zhukov, sem verið hafði hermálaráðherra og hafði hjálpað honum til valda með mikilvægri aðstoð í deilunni við þá Malenkov og Molotov. Þótti Krúsév sem Zhukov væri allt of sjálf ráður, enda mun Zhukov einu sinni hafa sagt við Krú- sév: — Báðir saman erum við sterkir, eg hefi herinn, þú hefir maísinn. JJíðan Malinovsky tók við embætti hermálaráðherra hefir hann gætt þess að styggja ekki Krúsév, en hann mun samt miklu hafa ráðið, ekki sízt hinni hörðu hernaðar- og ógnanastefnu. En stefna hans virðist vera sú, að enn sem komið er sé þess varla að vænta að Rússar geti lagt öll Banda- ríkin í rústir, en þeir geti hinsvegar komizt langt með því að hóta að leggja öll lönd Vestur Evrópu í eyði og skjóta hinum vestrænu þjóðum þannig skelk í bringu. Þetta hefir komið fram í mörgum ræðum Malin- ovskys. Hann hafir gortað af kjarnorkuvopnastyrk sín- um og hótað berum orðum að leggja ýmis Evrópulönd í rústir. — Við erum þeirrar skoð- unar, hefir Malinovsky sagt í ræðu, — að styrjaldir verði háðar í framtíðinni þrátt fyrir það geipilega manntjón sem hlýtur að fylgja kjarnorkustyrjöld. Tollverðir öngvif af Frá fréttaritara Vísis. — Oslo í gær. Norsk blöð segja frá því í dag, að sending á norskum gamalosti hafi gert allt vit- laust í Seattle fyrir jólin. Tromsö-piltur hafði fengið ostinn sendan frá ættingjum sínum og fór í tollstöðina til að sækja hann. Tveir toll- varðanna vildu athuga, hvað féllu fnyk i í bögglinum væri og tóku utan af ostinum, og síðan stakk annar hníf í hann. Gaus þá upp slíkur fnykur, að tollverðirnir féllu í öng- vit. Lét yfirmaður þeirra ostinn lausan við svo búið, en sagði pilti, að hann mætti ekki fá þvílíka sendingu oft- ar. „Þetta var eins og gas- árás“, sagði hann við blöðin um þetta atvik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.