Vísir - 14.02.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 14.02.1962, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. febrúar 1962 V I S I B 5 vitna og fylgdi þessi texti með: — Mig dreymdi yndis- legan draum, þótti sem ég væri komin til himnaríkis og ég gekk fram fyrir há- sæti Guðs, — þar sat Abra- ham honum til hægri handar En undir eins og Guð sá mig, sneri hann sér að Abraham og sagði: - Stattu upp, Abraham — och lát fröken Berglund sittá! Þessa skrítlu tel ég meistaraverk. — Hvað finnst þér bezta íslenzka skopsagan? — Ég get svo sem tilgreint eina, þó engin ein verði sögð bezt: — Sr. Björn á Dverga- steini var æðstitemplar í stúku einni. í stúkunni var kaupmaður einn vel látinn en svo veikur á svellinu, að hann var alltaf að brjóta stúkuheitið og þegar þetta hafði gerzt hvað eftir annað, að alltaf þurfti að endur- reisa hann, - var haldinn fundur í stúkunni og sr. Björn fer að fitja upp á þessu vandamáli, hvað nú sé til ráða með hann Guðmund kaupmann. Þá rís upp kona ein í stúkunni og spyr, hvort ekki sé ráð að allir biðji fyrir honum. Islenzk $1. aldarffé ni i ðung jlrni Pálsson prófessor var að halda ræðu á pólitísk- um fundi. Þá grípur Sigurð- ur i^ggerz fram í fyrir hon- um og segir: „Þetta er ekki rétt.“ „Víst er það rétt,“ svaraði hinn. „Ég ætti nú að vita það, ég var ráðherra þá,“ svaraði Sigurður. „Satt er það, þitt var ríkið, en hvorki mátturinn né dýrðin,“ svaraði ræðumaður. góndi á Austurlandi > var í k'aupstaðarferð með tveimur nágrönnum sínum. Þegar hann hafði lokið við vöruúttekt sína hjá kaup- manni, drakk hann sig svo fullan.að samferðamenn hans urðu að búa upp á lestina og að síðustu urðu þeir að láta hann sjálfan á bak. Þegar bóndi er kominn á bak, litast hann um og segir: Santai við Gunnar frá Selalæk, sent hefur gefið út 25 hefti af fslenzkri fyndni með nær 4000 skopsögnH og vísum. — Það dugar nú enginn hégómi við hann Guðmund, svaraði presturinn úr for- mannssæti. ★ — En hvaða vísu vildirðu nefna sem dæmi um hnytti- legt orðaval? — Það væri þá helzt þessi vísa eftir Einar Jochumsson, sem hann mælti af munni fram frostaveturinn mikla 1918: Grimmdarfrost um borg og bý blöskrar mannakyni, frýs nú allt nema orð guðs í Einari Jochumssyni. — Einar Jochumsson var persónuleiki og mikill kom- iker. Öll héruð landsins eiga slíka menn og þeir glæða lífið tilbreytingu og skemmtun. Tökum t. d. mann eins og Davíð á Arnbjarnarlæk. Hann hefur sett svip sinn á Borgarfjörðinn með sínu á- gæta skopskygni. Einu sinni var hann og Jón í Deildar- tungu frændi hans á ferð í kulda, en Jón var bindindis- maður. Þegar þeim er orðið kalt býður Davíð honum snaps úr pela. Jón neitar því og segir, að áfengi skuli ekki koma inn fyrir sínar varir, — eða veiztu það ekki, Davíð, að nýlega var gerð tilraun að setja áfengi fyrir mýs, — þær dóu allar, nema ein, sem ekki bragðaði á áfenginu, — hún lifir enn. — Lifir enn? — Já, lifir enn, sagði Davíð, — en öllum tij ama. ★ — Ég skal segja þér, mælti Gunnar frá Selalæk, um leið og hann gekk út, — það er óskapleg vöntun á greind ef menn vantar skopskyn. — Þ. Th. „Þið eruð lengi að komast af stað piltar. Tilbúin er ég.“ ★ jjessi í Skógum í Fnjóska- dal var lengi ferjumaður á Fnjóská. Hann var hraust- leikamaður og forn í skapi, náttúrugreindur, bermáll og hispurslaus í orðum. Einu sinni ferjaði hann teprulega kaupstaðarstúlku, ásamt öðru fólki yfir.ána.Bát urinn var gamall og lekur, og óð stúlkan í annan fótinn í austursrúminu. Hún reidd- ist og spyr Bessa, hvort hann skammist sín ekki fyrir að ferja fólk í svona lekabyttu. Það seig einnig í Bessa; hann tók upþ þykkjuna fyrir bát- inn og svaraði: „Og þú mundir nú líklega leka líka, ef búið væri að skaka annað eins á þér.“ ' ★ | ráðherratíð Jónasar frá Hriflu hitti hann eitt sinn sr. Bjarna á götu og segir: „Er það satt sem eg hef heyrt, sr. Bjarni, að þú sért hættur að biðja fyrir stjórn- inni við messugerðir?“ „Nei, það er með öllu ó- satt,“ segir sr. Bjarni. ,,Mér hefur aldrei fundizt meiri þörf á því en einmitt núna.“ ★ JJreppsnefndin í Kræklinga- hlíð var að fara inn í1* fundahús hreppsins, sem' kallað er Kuðungurinn og| var hundur á hælum þeirrá. Þá var þessi vísa ort: Það er Hlíðar-hrepps- nefndin, hún er að skríða í Kuðunginn. Ekki er fríður flokkurinn, mér finnst hann prýða hundurinn. ÍK jpriðrik bóndi var búmaður hinn bezti og miðaði allt við búskap sinn og afkomu.} einhvern hluta af alþingis- húsinu. Meðan á því stóð, kom Helgi Hjörvar upp á skrif- stofu til Jóns, og hafði þá klínt ipálningu á aðra öxlina á sér á leiðinni upp. „Hver andskotinn, hér er verið að mála, og maður er ekkert látinn vita um þetta!“ Helgi er maður smávaxinn. „Hér er ekki verið að mála annað en gólflistana,“ svar- aði Jón. ★ J?yrr á árum var það ekki fátítt, að prestar væru þéttingsfullir við embættis- verk sín, en mun nú orðið sjaldgæft. Þó bar svo við fyrir nokkr- um árum, að sveitaprestur einn var að jarðsyngja kerl- ingu og var all-vel drukkinn. Allt gekk samt slysalaust, þangað til komið var út að gröfinni. Þá kom í ljós, að gleymzt hafði að hafa til taks reipi til að láta kistuna síga í ofan í gröfina, enda voru líkmennirnir heldur ekki allsgáðir. Sent var inn í bæ eftir reipum. En presti leiddist biðin og sagði: „Æ, látið þið helvítis kerl- inguna bara dunka.“ Qamall sægarpur var að flytja prest milli lands og eyja. Á leiðinni tóku þeir út sunnan veður og storm mik- inn. Prestur var sjóhræddur og barst lítt af. Þá segir gamli maðurinn: „Undarlegir menn eru þessir prestar. Þeir gera allt til að sannfæra menn um á- gæti himnaríkis, en þegar þeir eiga kost á að komast þangað, þá láta þeir eins og óðir menn.“ ★ ^innuhjú, Guðrún og Jónas að nafni, höfðu lengi dvalizt á sama bæ. Þeim var strítt mikið hvoru með öðru en bæði þvertóku fyrir, að nokkur samdráttur væri milli þeirra. Einu sinni bar svo við, að þau voru ein heima um slátt- inn. Hún var við eldhússtörf, en hann var við úrhleðslu. Um miðdegisverðartíma fer Guðrún til Jónasar og kallar hann til matar, en sezt um leið í heyið hjá honum. Nú vill svo til, að mús, sem leynzt hafði í heyinu, hleyp- ur upp undir Guðrúnu. Hún verður ofsahrædd og biður Jónas hjálpar. Þegar fram á veturinn kemur, fer Guðrún að þykkna undir belti. Vinnumaður á heimilinu fer þá eitt sitt að stríða Jón- asi með þessu og ber upp á liann faðernið. Þá varð Jónasi að orði; „Þetta var allt bölvaðri músinni að kenna.“ Svörtum og hvítum enn stíað í sundur Einu sinni heimsótti Frið- rik sýslumanninn. Frænka sýslumannsins var þar stödd, ung stúlka og fönguleg’ en óvenjulega feit- lagin. Friðrik hafði orð á því við sýslumann, að sér litist vel á frænku hans, og fer síðan að slá henni gullhamra sjálfri. Að síðustu gengur hann til1 hennar, strýkur henni um handlegginn og segir; „Það vildi ég, að allar roll- urnar mínar væru í svona standi.“ ★ Jón kaldi,, skrifstofustjóri alþingis, var að láta mála Það hefir ekki reynzt kleift að leyfa bæði svörtum og livít- um að drekka í sömu veitinga- húsum í S.-Rhodesíu. Lög, sem samþykkt voru um jafnrétti kynþátta í veitinga- húsum og komu til fram- kvæmda fyrir hálfum mánuði, hafa farið út um þúfur, því að veitingahús neita nú að hlýða þeim. Ástæðan er sú, að hvar- vetna, þar sem hvítir og svartir komu saman, varð úr kapp- drykkja, sem lauk jafnan þann veg, að menn börðust og lög- regla varð að skakka leikinn, þegar allt var komið í uppnám. Þá er það og ein af ástæðunum; að svertingjar í hópi þjóna neituðu að ganga svertingjakon- um til beina, þar sem slíkt væri þeim óheimilt samkvæmt lögmálum kynþátta sinna. Veitingahús Norður-Rhode- síu voru opnuð svertingjum fyrir tveim árum, og kom þá til nokkurra árekstra fyrst, en síðan hafa menn drukkið „með menningarbrag". Miama næt- urlíf Lögreglan í Madrid héfir hafið baráttu gegn næturgöltri í borginni. Hefir hún gefið út reglugerð um lokunartíma ýmissa skemmtistaða, og eiga kvik- myndahús, sem fram að þessu hafa verið opin til kl. eitt eftir miðnætti að hætta stundu fyrr, og veitingahús, sem verið hafa opin til kl. 3 eftir miðnætti, skulu nú loka kl. 1,30 eftir mið- nætti. Askrifta* sími VÍSIS er 1-16-60

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.