Vísir - 17.02.1962, Blaðsíða 8
8
V I S I R
Laugardagur 17. febrúar 1962
UTGEF-nNDh 6LAÐAÚTGÁFAN VÍSIB
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel íhorsteinsson. Fréttastjór
ar: Sverrfr Þórðarson, Porsteinn 6 íhorarensen
Ritstjórnarskrifstofun Laugavegi 27 Auglýsingar
og afgreiðsla: ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45.00 á mánuði - í lausasolu krónur
3,00 eintakið Slmi I 1660 (5 llnur). - Félagi
prentsmiðjar h.f. Steindórsprent h.f. Eddo h.f
-..- ________________________________________,
Aukning hitaveitunnar
>aS er mikilvægur áfangi, sem náð hefir verið í hita-
veitumálum Reykvíkinga, eins og borgarstjórinn, Geir
Hallgrímsson, skýrði frá á fundi í borgarstjórninni um
daginn. Á sínum tíma var gert ráð fyrir, að fá mundi
þurfa að láni um 240 millj. króna til að auka svo hita-
veituna, að hún nái til allra hverfa borgarinnar. Eins
og sakir standa hefir tekizt að fá 230 milljónir, svo að
hægt verður að halda áætlun í þessum framkvæmdum.
Eftir fá ár mun hitaveitan ylja öllum borgarbúum.
Lagning hitaveitu í hin ýmsu hverfi höfuðborgar-
innar er hagsmunamál fleiri manna en þeirra einna,
sem í borginni búa. Það er meira eða minna hagsmuna-
mál allra landsmanna. Hver einstakur hefir hag af því,
að heita vatnið sé notað sem mest, til þess að unnt sé
að spara gjaldeyri þjóðarinnar, og síú reynsla, sem fæst
hér í borg af lagningu og starfrækslu fyrirtækisins,
kemur öðrum til góða, sem eru að koma upp hjá sér
hitaveitu eða hafa í hyggju að gera það.
Aukning hitaveitunnar og einkum hin hraða þróun
í þessu efni á allra síðustu árum, ber loflegt vitni um
dugnað og forsjálni þeirra manna, sem verið hafa for-
svarsmenn meiri hluta borgarstjórnarinnar. Fjármála-
stjórn borgarinnar hefir verið með þeirri ráðdeildar-
semi, að önnur bæjarfélög geta ekki bent á neitt þvílíkt
en vildu gjarnan. Áframhaldandi framfarir í þessu efni
eru undir því komnar, að borsin njóti enn sömu for-
ustu og hún hefir haft undanfarið.
Betri síldarnýting
Tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Alfreð
Gíslason og Matthías Á. Mathiesen, hafa borið fram á
þingi tillögu um, að framkvæmd verði athugun á betri
nýtingu og geymsluaðferðum síldarinnar, sem veiðist
við landið suðvestanvert og fer í bræðslu.
Er hér tímabær tillaga á ferðinni, því að þetta er
hið mesta nauðsynjamál. Verksmiðjurnar eru heldur
afkastalitlar, enda ekki gert ráð fyrir uppgripum af
síld, þegar þær voru reistar, en mikil verðmæti géta
farið forgörðum, ef ekkert er að gert.
Beðið um hjálp
Það er grátstafur í kverkunum á Þjóðviljanum í
gær. Hann ber sig illa yfir því, að þingflokkur kommún-
ista er heldur lítill. Bláðið væntir þess, að hann stækki
á næsta ári, er gengið verður til kosninga. Réttast er
Só fyrir Þjóðviljann að vera viðbúinn hinu gagnstæða.
bjónkun kommúnista við herrana í Kreml verður æ
mgljósari og heiðvirðir menn hafa fyrirlitningu á öllu
slíku. Væri kommúnistaflokkurinn íslenzkur, væri
frekar; yon um einh’verja stækkun hans.
Þannig er landslagið í víkinni grösugu við L ance aux Meadows. Þetta er brosandi Iand,
gróðursælt með tærri laxá. Það hefur freistað hinna norrænu landnámsmanna.
JT
I kjölfar Leifs heppna
pagureyjarsund (Strait of
Belle Isle) liggur nú að
baki okkur. Gráir ásar
Labradors hverfa í fjarska
Við nálgumst norðurströnd
Nýfundnalands. Ég hafði
fengið þá hugmynd af göml-
um íslenzkum heimildum og
af ýmsum öðrum ástæðum
að flestir þeir norrænu menn
sem sigldu af Grænlandi til
nýja heimsins hefðu tekið
land á þessum stað og tekið
sér hér bólfestu.
En margir hafa verið ann-
arrar skoðunar. Síðla á 17.
öld sat lærður Islendingur,
Þormóður Torfason. að búi
sínu í Noregi og rýndi i
gömul íslenzk handrit. Hann
skrifaði ágæta ritgerð á lat-
ínu um Vínland. Síðan hafa
spunnizt af þessu miklar og
fjölskrúðugar bókmenntir.
Fjöldi virtra vísindamanna
um allan heim hefir birt
sínar skýringar á sögunum
og kenningarnar eru orðnar
mjög margar um það. hvar
Vínland hafi verið. En aðal-
reglan virðist sú að menn
telja Vinland all sunnariega.
kannske helzt einhversstað-
ar á svæðinu frá New York
til Massachusetts í Banda-
ríkjunum.
í bókinni sem ég skrifaði
fyrir nokkrum árum og
nefndi „Landið undi leiðar-
stjörnunni“ bar ég nokkur
rök fram fyrir þvi, að Vín-
land myndi hafa verið þar
sem nú kallast Nýfundna-
land og ég hef ennfremuv
nefnt rök sem hniga að því
að það hafi verið á norður-
*•' 'ta Nýfundnalands. Fá-
einir fræðimenn hafa áður
haldið fram slíkum skoðun-
um og nefni ég þá fyrstan í
röðinni hins ágæta finnska
vísindamann prófessor V.
Tanner, sem hefur skrlfað
hrífandi lýsingu á Vínlands-
vandamálinu og byggir hana
á náinni þekkingu á lands-
háttum á Labrador og Ný-
fundnalandi. Sama er að
segja um Kanadamanninn
W. Munn. Nokkrar rannsókn-
ir hafa verið framkvsémdar
á þessum slóðum án þess
þó að minjar fyndust
6. grein
Helge Ingstads
/ .
um hina norrænu byggð.
Hér á eftir skal ég nú
nefna nokkur helztu rökin
sem benda til þess að nor-
rænu sæfararnir hafi komið
til norðurhluta Nýfundna-
lands. Ég hef vikið að sum-
um þeirra áður, en ætla nú
að gefa heildaryfirlit yfir
þetta.
Villandi
Kugmyndir.
Það sem einkum hefur
teygt fræðimennina suður á
bóginn með Vinlandshug-
myndir sínar er að menn
hafa skýrt heiti landsins svo
að þar yxi vínviður. En eins
og ég hef áður nefnt hefur
sænski málfræðingurinn
Sven Söderberg sennilega
rétt fyrir sér, þegar hann
heldur því fram að orðið
þýði „landið með graslend-
inu“, að vin sé hér orðstofn-
inn sem þýðir „gróðurreitur,
beitarland“.
Sögurnar segja frá því, að
fundizt hafi vínviður og vín-
ber, en það er áberandi hve
sá hluti frásögunnar er
meiningarlaus og hefur á sér
greinilegan svip ævintýris.
Sagan ber annars á sér raun-
veruleikablæ, en hér er einn
af þeim fáum stöðum í henni
þar sem frásögnin eins og
dreifist. Friðþjófur Nansen
vildi skýra þetta svo, að
þessi innskot um vínber
væru ævintýri frá rótum. En
ekki er það víst, oft virðist
einhver sannleikskjarni fel-
ast í hinum gömlu íslenzku
sögnum. jafnvel þótt hug-
myndaflug alþýðunnar hafi
lyft þeim af jafnsléttunni.
Það gæti verið að Vín-
landsfarar hafi reist aðal-
byggð sína J norðlægari
slóðum, en síðan farið í
skjótar könnunarferðir í
land vínviðarins. Það er
ennfremur hugsanlegt að
fólkið hafi fundið einhver ó-
þekkt ber, sem líktust vín-
berjum á þessum norðlægu
slóðum. Það mætti einnig
Komið að