Vísir - 17.02.1962, Blaðsíða 3
1;,7- fgþÆáar 19J>2
VÍSIR
3
SJL í
NANTICOKE
Fiskverksmiðja Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna
hefir mjög verið á dagskrá
að undanförnu vegna ágrein-
ings sem varð um rekstur
hennar innan Coldwater, en
þeim deilum lyktaði sem
kunnugt er með því að
tveimur sölustjórum Cold-
water í Ameríku, Árna ÓI-
Jóhannes Einarsson.
verksmiðjustjóri.
afssyni og Pálma Ingvars-
syni var vikið frá störfum.
Stækkuð
sl. haust.
Verksmiðja þessi er í bæn-
um Nanticoke í Maryland-
ríki, skammt frá Philadelpiu
og höfuðborg. Wasliington.
Hún hefir verið starfrækt í
mörg ár, en með vaxandi
fisksölum í Bandaríkjunum
taldi Sölumiðstöðin að hún
væri orðin of lítil, enda var
svo komið, að vinna þurfti
nær allan sólarhringinn til
þess að anna eftirspurninni.
Því var sú ákvörðun tekin
að stækka verksmiðjuna svo
að afköst hennar yrði helm-
ingi meiri en áður. Kom sú
stækkun til framkvæmda í
september sl. Er verksmiðj-
an nú með stærstu fiskverk-
smiðjum í Bandríkjunum.
Hún afkastar um 50 tonnum
af tilreiddum fiski á 8 klst.
vinnudegi og eru í lienni
þrjár samstæður, ein fyrir
fiskstangir en tvær fyrir
fiskskammta, sem eru fer-
kantaðar steiktar fiskkökur.
Hér sjást starfsstúlkur í Nanticoke-verksmiðjunni, þar sem þær eru að setja rasp og
eggjarauðu á fiskkökur og sjást hinar ferköntuðu kökur þar sem þær eru að renna niður
í steikarafeitina. Meirihluti starfsfólksins í Nanticoke eru svertingjar, enda er verksmiðjan
í Suðurríkjunum.
300 manna
starfslið.
Um 300 manns vinnur að
staðaldri við verksmiðjuna
og liefir ekki þurft að fjölga
þar starfsliði þótt afköstin
ykjust þar sem vélarnar eru
nú fullkomnari.
Samtímis þessari stækkun
verksmiðjunnar voru kæli-
geymslur þrefaldaðar að
stærð og er það þýðingar-
mikið til að geta geymt hina
framleiddu vöru og dreift
henni jafnt á markaðinn all-
an ársins hring.
Kostnaður við byggingu
verksmiðjunnar í Nanticoke
og stækkun hennar er ekki
á neinn hátt tekinn héðan að
Ný mynd af Nanticoke verksmiðjunni, sem sýnir meðal annars hinar stóru kæligeymslur
t.v. á myndinni.
heiman, heldur hefir hann
verið framkvæmdur ein-
göngu með erlendum lánum.
En það sem nú hefir einkum
valdið erfiðleikum og deil-
um er reksturskostnaðurinn
og þá aðallega það, að Cold-
water hefir ekki fé til þess
að greiða fiskinn við mót-
töku, heldur Iíður nokkur
tími þar til hann er kominn
á markaðinn.
íslenzkk
stjórnendur.
Við Nanticoke verksmiðj-
una eru nú starfandi nokkr-
ir íslendingar, sem stjórna
rekstrinum. Þeir eru Jóhann
es Einarsson, sem hefir verið
verksmiðjustjóri í 6 ár, en
hann er iðnverkfræðingur
að menntun og hefir staðið
sig vel í starfinu og er vin-
sæll meðal starfsfólksins. Þá
kemur Brynjólfur Sandholt,
sem stjórnar gæðaeftirliti,
Konráð Adolfsson skrifstofu-
maður og Sigurður Tómas-
son sem fer með bókhald.
Ólafur Guðmundsson er vél-
stjóri og Árni Sigurðsson
rafmagnsmaður. Þessir ís-
lendingar allir búa þarna
með fjölskyldum sínum og
una sínum hag hið bezta i
hitum Suðurríkjanna.
14% af heildar
framleiðslu USA.
Með stækkun verksmiðj-
unnar hefir hlutur Nan-
ticoke í fiskframleiðslu
Bandaríkj. aukizt. Hann var
árið 1960 um 12.2% af heild-
arframleiðslu Bandaríkjanna
á tilreiddum fiski, en er nú
kominn upp í 14% af heild-
arframleiðslu Bandaríkj-
anna. f janúar sl. var fram-
leiðsla verksmiðjunnar 50%
meiri en í janúar árið áður.
En verksmiðjan er ekki nýtt
eins og hægt væri, þar sem
gert er ráð fyrir að stækk-
unin í haust nægi nokkur ár
fram í tímann. Yrði síðar
mögulegt, ef salan heldur
áfram að aukast svo ört sem
raun ber nú vitni um, að
taka upp tvöfaldar vaktir
og margfalda framleiðsluna
frá því sem nú er.