Vísir - 22.02.1962, Blaðsíða 1
VISIR
Mynd þessa tók Ijósmyndari Vísis I.M. í morgun í fjörunni við Þóroddsstaði skammt fyrir norðan Sandgerði, þar sem brakið úr Stuðlaberginu rak mest á
Iand. Á myndinni stendur Ragnar Guðjónsson sjómaður, sem býr á Þóroddsstöðum, en það voru börn hans sem fyrst fundu brakið úr skipinu á sunnudaginn
og björgunarhring á mánudaginn. — Ekki var þó athugað að tilkynna um fundinn, því oft rekur þarna á land ýmiskonar hluti úr skipinu
ENN EITT HÖRMULEGT SJÓSLYS
Nýtt 150 toima stálskip, Stuðlaberg frá Seyðisfirði, fórst
með 11 manna áhöfn - Mikið brak hefur fundizt
Fullvíst er nú orðið að ný-
legt og glæsilegt 150 tonna
fiskiskip, Stuðlaberg frá
Seyðisfirði, sem var á síld-
veiðum hér syðra hafi far-
izt um mílu út af Stafnesi
á Reykjanesskaga um síð-
ustu helgi. Hefur þetta
hörmulega sjóslys orðið á
líkum stað og þar sem vita-
skipið Hermóður fórst fyr-
ir nokkrum árum.
Með skipinu voru 11
menn og er talið að þeir
muni allir hafa farizt. —
Rekið hefur á land fyrir
norðan Sandgerði bjarg-
hring og allmikið af braki
úr skipinu, svo sem lestar-
hlera og borð og vegna
þess þykir enginn vafi um
afdrif skipsins.
I
Á laugardagskvöldið
Stuðlabergið fór frá Vest-
mannaeyjum á laugardag og
var síðast haft samband við
það á laugardagskvöldið þegar
það var út af Selvogi og mun
það hafa verið á leiðinni til
Hafnarfjarðar, en þar hefur
skipið lagt upp afla. — Síðan
spurðist ekkert til skipsins, en
svo virðist sem enginn hafi
uggað að sér, þótt það kæmi
ekki fram og munu vandamenn
skipsmanna í Keflavík hafa
gert ráð fyrir því að Stuðla-
berg hefði farið til Hafnar-
fjarðar.
Nót finnst
út af Stafnesi.
Á mánudagsmorgun gerðigt
þáð að Jökulfellið var á sigl-
ingu um mílu út af Stafnesi.
Sáu skipsmenn þá síldarnót
þar í sjónum. Var Landhelgis-
gæzlan beðin að huga að þessu
og var María Júlía send á stað-
Frh. á 10. síðu.
Vélskipið Stuðlaberg var meðal nýlegustu fiskiskipa í flotanum. Það var byggt í Noregi 1960,
var 152 rúmlestir að stærð. Eigendur voru útgerðarfélagið Berg á Seyðisfirði, cn hinsvegar hef-
ur skipið verið gert út frá Suðurnesjum síðasta árið. Hefur það verið á síldveiðum en lagt afla
sinn upp í Hafnarfirði.
M*e£r sewh
Á Stuðlaberginu sem nú
er talið af voru ellefu
menn, flestir úr Kefla-
vík og Reykjavík, Þeir voru
þessir:
Jón Jörundsson skipstjóri,
Faxabraut 40 Keflavík,
kvæntur með 4 börn. Pétur
Þorfinnsson stýrimaður Engi
hlið 12, Reykjavík, Kristján
Jörundsson 1. vélstjóri,
Brekku í Ytri Njarðvík,
kvæntur maður en barnlaus.
Hann er bróðir skipstjórans.
Karl Jónsson 2. vélstjóri
Heiðarvegi 2, Keflavík.
Birgir Guðmundsson, mat-
sveinn^ Njálsgötu 22 Rvík.
Hásetar voru: Stefán Elías-
son, Vesturgötu 24 Hafnar-
firði, Guðmundur Ólafsson,
Stórholti 22, Reykjavík,
kvæntur með 3 börn.
Gunnar Hávarðarson, Kirkju
vegi 46 Keflavík, 17 ára
Örn Ólafsson, Laugarvegi 9
Hafnarfirði, Kristmundur
Benjamínsson, Kirkjuteig
14 Keflavík, kvæntur með
þrjú börn, Ingimundur Sig-
marsson frá Seyðisfirði, 31
árs, ókvæntur.